Hægt að sjá Katrínu Tönju reyna að komast inn á sína tíundu heimsleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2023 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir getur komist í hóp fárra sem hafa keppt tíu sinnum í einstaklingskeppni heimsleikanna. @katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal keppanda á undanúrslitamóti Vesturhluta Norður-Ameríku sem hófst með liðakeppni í gær en í dag byrjar einstaklingskeppnin. Katrín Tanja er ein af sextíu konum sem keppa um tíu laus sæti á heimsleikana í haust. Það eru aftur á móti bara níu sæti í boði hjá körlunum á þessi svæði. Keppnin fer fram í Pasadena Convention Center í Pasadena í útjaðri Los Angeles borgar í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Það kemur ekkert á óvart í þessari keppni því keppendurnir hafa vitað lengi hverjar greinarnar eru og gátu líka austurhlutann reyna sig við þær í undanúrslitamóti sínu um síðustu helgi. Í fjórðungsúrslitunum þá endaði Katrín með tuttugasta besta árangurinn. Hún þarf því að hækka sig um tíu sæti ætli hún að vera með á heimsleikunum í ár. Arielle Loewen var með besta árangurinn í fjórðungsúrslitunum en næstar á eftir henni voru þær Alex Gazan og Rebecca Fuselier. Katrínu tókst ekki að tryggja sér inn á heimsleikana í fyrra og hungrið er því örugglega mikið hjá þessari miklu keppniskonu að láta það ekki gerast aftur. Hún hefur komist á níu heimsleika á ferlinum þar af átta í röð á árunum 2015 til 2021. Hún varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og þar sem að meistari síðustu sex ára, Tia-Clair Tommey er í barnsburðarleyfi, þá er Katrín síðasta konan til að vinna titilinn af þeim sem taka þátt í ár. CrossFit samtökin munu sýna beint frá undanúrslitamótinu á Youtube síðu sinni og það verður því hægt að fylgjast með Katrínu Tönju reyna að komast inn á tíundu heimsleikana sína. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá degi eitt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3BQjGgirUps">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Katrín Tanja er ein af sextíu konum sem keppa um tíu laus sæti á heimsleikana í haust. Það eru aftur á móti bara níu sæti í boði hjá körlunum á þessi svæði. Keppnin fer fram í Pasadena Convention Center í Pasadena í útjaðri Los Angeles borgar í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Það kemur ekkert á óvart í þessari keppni því keppendurnir hafa vitað lengi hverjar greinarnar eru og gátu líka austurhlutann reyna sig við þær í undanúrslitamóti sínu um síðustu helgi. Í fjórðungsúrslitunum þá endaði Katrín með tuttugasta besta árangurinn. Hún þarf því að hækka sig um tíu sæti ætli hún að vera með á heimsleikunum í ár. Arielle Loewen var með besta árangurinn í fjórðungsúrslitunum en næstar á eftir henni voru þær Alex Gazan og Rebecca Fuselier. Katrínu tókst ekki að tryggja sér inn á heimsleikana í fyrra og hungrið er því örugglega mikið hjá þessari miklu keppniskonu að láta það ekki gerast aftur. Hún hefur komist á níu heimsleika á ferlinum þar af átta í röð á árunum 2015 til 2021. Hún varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og þar sem að meistari síðustu sex ára, Tia-Clair Tommey er í barnsburðarleyfi, þá er Katrín síðasta konan til að vinna titilinn af þeim sem taka þátt í ár. CrossFit samtökin munu sýna beint frá undanúrslitamótinu á Youtube síðu sinni og það verður því hægt að fylgjast með Katrínu Tönju reyna að komast inn á tíundu heimsleikana sína. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá degi eitt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3BQjGgirUps">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira