Leikurinn var gefin út af Magnus Games 20. apríl síðastliðinn og um þúsund manns höfðu hlaðið honum niður áður en hann var tekinn út.
Í lýsingu á leiknum segir framleiðandinn að leikurinn bjóði upp á að skiptast á, kaupa og selja þræla. Þá var hægt að pynta þá á ýmsan hátt. Skjáskot virðast einnig sýna hvernig spilurum var boðið upp á að velja á milli þess að frelsa þrælana eða nýta þá til að hagnast.
A cellphone game allowing people to buy and sell and even torture enslaved Black people has reportedly caused outrage in Brazil. https://t.co/ErKC3ZtHUP
— The Daily Beast (@thedailybeast) May 25, 2023
Þegar leikurinn var fjarlægður úr smáforritaversluninni var hann með fjórar stjörnur af fimm en í einni umsögninni stóð að leikurinn væri ágætur en að fleiri pyntingamöguleika vantaði.
Leikurinn vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum og varð til þess að stjórnmálamenn kölluðu eftir því að tæknifyrirtæki væru látin axla meiri ábyrgð.
Rannsókn stendur nú yfir á því hvernig leikurinn komst á boðstóla Google.