Rigningin sló Verstappen ekki út af laginu í Mónakó Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2023 15:31 Það fær Max Verstappen ekkert stoppað í Formúlu 1 um þessar mundir Vísir/Getty Hollendingurinn Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og liðsmaður Red Bull Racing, bar sigur úr býtum í Mónakó-kappakstrinum sem fram fór í dag. Verstappen bar enn og aftur höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á öfluga Red Bull Racing bílnum. Hann hélt forystu sinni frá upphafi keppninnar og alveg til enda hennar. Á seinni stigum keppninnar fór að rigna og setti það stein í götu margra ökumanna sem áttu erfitt með að halda stjórn á bílum sínum. Rigningin varð ekki til þess að breyta sætaröðun fremstu ökumanna. Verstappen sigldi heim öruggum sigri, Fernando Alonso ökumaður Aston Martin endaði í öðru sæti og Frakkinn Esteban Ocon, ökumaður Alpine tryggði sér sæti á verðlaunapalli með því að enda í þriðja sæti. Forysta Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna stendur nú í 39 stigum en liðsfélagi hans Sergio Perez, sem jafnframt er hans helsti keppinautur, náði ekki að vinna sér inn stig í keppni dagsins eftir að hafa ræst aftastur. Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Verstappen bar enn og aftur höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á öfluga Red Bull Racing bílnum. Hann hélt forystu sinni frá upphafi keppninnar og alveg til enda hennar. Á seinni stigum keppninnar fór að rigna og setti það stein í götu margra ökumanna sem áttu erfitt með að halda stjórn á bílum sínum. Rigningin varð ekki til þess að breyta sætaröðun fremstu ökumanna. Verstappen sigldi heim öruggum sigri, Fernando Alonso ökumaður Aston Martin endaði í öðru sæti og Frakkinn Esteban Ocon, ökumaður Alpine tryggði sér sæti á verðlaunapalli með því að enda í þriðja sæti. Forysta Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna stendur nú í 39 stigum en liðsfélagi hans Sergio Perez, sem jafnframt er hans helsti keppinautur, náði ekki að vinna sér inn stig í keppni dagsins eftir að hafa ræst aftastur.
Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira