Talsmaður hins 82 ára Pacino staðfestir fréttirnar í samtali við TMZ, en þau Pacino og Alfallah hafa verið saman í rúmt ár.
Fréttirnar koma fáeinum dögum eftir að staðfest var að stórleikarinn Robert De Niro, sem er 79 ára, hafi eignast barn með kærustu sinni, Tiffany Chen.
Þeir Al Pacino og Robert De Niro léku saman í annarri myndinni um Guðföðurinn frá árinu 1974 og svo aftur í myndinni Heat frá árinu 1995.
Pacino á fyrir þrjú börn, tvö með leikkonunni Beverly D‘Angelo og eitt með Jan Tarrant.
Alfallah hefur áður átt í ástarsambandi með enska rokkaranum Mick Jagger og auðjöfurnum Nicolas Berggruen.