Fyrsta stoppistöð Bylgjulestarinnar er Grindavík en lestarstjórarnir Svali, Vala Eiríks og Ómar Úlfur verða í beinni útsendingu frá sjómanna- og fjölskylduhátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík.
Sjóarinn síkáti stendur yfir alla helgina með stórglæsilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna meðal annars froðurennibraut, markaðstorg, vöfflusala, fiskisúpa og bryggjutónleikar.
Bein útsending á laugardaginn
Bylgjulesti verður í beinni á laugardaginn frá klukkan 12-16 frá hátíðarsvæðinu við Kvikuna þar sem dagskrá verður allan daginn og langt fram á kvöld, andlitsmálun fyrir krakkana, skemmtisigling, Tívolí á hafnarsvæðinu, sjópylsa í Grindarvíkurhöfn, furðurfótbolti og götuboltamót, svo eitthvað sé nefnt. Dagurinn endar svo á Sjómannaballi í Íþróttahúsinu.
Næstu stopp Bylgjulestarinnar
- 10. júní - Hveragerði
- 17. júní - Akureyri
- 24. júní - Stykkishólmur
- 1. júlí - Akranes
- 8. júlí - Selfoss
- 15. júlí - Hafnarfjörður
- 22. júlí - Reykjavík
- 29. júlí - Húsavík
Bylgjulestin, Björt og brosandi um land allt er í samstarfi við Nóa Kropp, Nettó, Appelsín án sykurs, Vodafone, Samgöngustofu, Heklu og Orku Náttúrunnar.