Silver Cross barnavagnar til sýnis á Skagaströnd Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2023 12:31 Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana. Aðsend Þrettán Silver Cross barnavagnar eru nú til sýnis á Skagaströnd en kona á staðnum hefur safnað vögnunum saman og skrifað sögu hvers og eins. Hún segir glæsileikann verða merkilegast við Silver Cross vagna. Það hefur verið heilmikil dagskrá í tengslum við sjómannadaginn á Skagströnd en dagskráin hófst á fimmtudaginn og líkur síðdegis í dag. Hluti af dagskránni er sýning á Silver Cross barnavögnum, sem fer fram í kjallaranum í Bjarmanesi. Þar eru 13 glæsilegir vagnar, sem Helena Mara Velemir á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. „Ég hef bara lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum hér á Skagaströnd. Ég byrjaði bara að hafa samband við þær konur, sem ég vissi að voru að geyma sína vagna og svo setti ég bara á Facebook síðu, sem við íbúar eigum hérna og óskaði eftir restinni. Flestir vagnanna eru bara ofboðslega vel með farnir því þetta er náttúrulega bara gull hjá þeim, sem geyma en eðlilega er farið að sjá á einhverjum líka. Margir þeirra orðnir 50 til 60 ára,“ segir Helena. Vagnarnir eru mjög flottir og vel með farnir.Aðsend En hvað er svona merkilegast við Silver Cross barnavagna að mati hennar? „Það er glæsileikinn, það er svo mikill stíll að vera með svona vagn. Þetta voru vagnar, sem voru mikið í notkun, gríðarlega mikið, það þekkja það allir.“ Hverjum barnavagni fylgir saga hans, sem Helena hefur tekið saman. „Já, ég fékk að hitta vagnaeigendur og fara aðeins yfir af hverju þær keyptu sér Silver Cross til að byrja með. Þeir eru allir rosalega flottir á litinn, rauðir, grænir, bláir og brúnir svo dæmi séu tekin,“ segir Helena. Íbúum á Skagaströnd og þar í nágrenninu, ásamt gestum sem eru á ferðinni geta barð vagnanna augum í dag á milli 16:00 og 18:00, sjómannadaginn. Og að lokum hvetur Helena eigendur Silver Cross barnavagna sem eru með vagna sína inn í geymslu að safna ryki að hafa samband við sig, hún geti alltaf bættum vögnum við í safnið sitt. Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana.Aðsend Skagaströnd Börn og uppeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Það hefur verið heilmikil dagskrá í tengslum við sjómannadaginn á Skagströnd en dagskráin hófst á fimmtudaginn og líkur síðdegis í dag. Hluti af dagskránni er sýning á Silver Cross barnavögnum, sem fer fram í kjallaranum í Bjarmanesi. Þar eru 13 glæsilegir vagnar, sem Helena Mara Velemir á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. „Ég hef bara lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum hér á Skagaströnd. Ég byrjaði bara að hafa samband við þær konur, sem ég vissi að voru að geyma sína vagna og svo setti ég bara á Facebook síðu, sem við íbúar eigum hérna og óskaði eftir restinni. Flestir vagnanna eru bara ofboðslega vel með farnir því þetta er náttúrulega bara gull hjá þeim, sem geyma en eðlilega er farið að sjá á einhverjum líka. Margir þeirra orðnir 50 til 60 ára,“ segir Helena. Vagnarnir eru mjög flottir og vel með farnir.Aðsend En hvað er svona merkilegast við Silver Cross barnavagna að mati hennar? „Það er glæsileikinn, það er svo mikill stíll að vera með svona vagn. Þetta voru vagnar, sem voru mikið í notkun, gríðarlega mikið, það þekkja það allir.“ Hverjum barnavagni fylgir saga hans, sem Helena hefur tekið saman. „Já, ég fékk að hitta vagnaeigendur og fara aðeins yfir af hverju þær keyptu sér Silver Cross til að byrja með. Þeir eru allir rosalega flottir á litinn, rauðir, grænir, bláir og brúnir svo dæmi séu tekin,“ segir Helena. Íbúum á Skagaströnd og þar í nágrenninu, ásamt gestum sem eru á ferðinni geta barð vagnanna augum í dag á milli 16:00 og 18:00, sjómannadaginn. Og að lokum hvetur Helena eigendur Silver Cross barnavagna sem eru með vagna sína inn í geymslu að safna ryki að hafa samband við sig, hún geti alltaf bættum vögnum við í safnið sitt. Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana.Aðsend
Skagaströnd Börn og uppeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira