Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sem hefur fengið bráðabirgðaniðurstöður starfshóps um bætt sjúkraflug og neyðarþjónustu á sitt borð. Hann vonast til þess að geta lagt tillögur fyrir ríkistjórn á næstu vikum eða mánuðum.
Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.