„Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar“ Hinrik Wöhler skrifar 7. júní 2023 00:05 KR skoraði tvö mörk í kvöld og komst áfram. Vísir/Anton Brink KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í kvöld í framlengdum leik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einum leik frá úrslitaleiknum en hans lærisveinar eiga þó ærið verkefni fyrir höndum en KR mætir Víkingum á útivelli í undanúrslitum. „Ég er mjög sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Stjarnan gerði vel að jafna og áttu það skilið. Karakterinn sem við sýndum í framlengingunni var virkilega flottur og ég er gríðarlega stoltur af liðinu að ná að skora sigurmarkið. Eftir það fannst mér ekki hætta á ferðum, sem mér fannst kannski í venjulegum leiktíma. Þá var oft hætta og Stjarnan átti skilið að jafna og hefði hugsanlega getað gert það fyrr. Við vörðumst ágætlega, kannski ekki nægilega vel en við vorum lélegir með boltann,“ sagði Rúnar skömmu eftir sigurleikinn í kvöld. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Stjörnumenn voru ekki á sama máli. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metinn fyrir gestina í uppbótartíma og grípa þurfti til framlengingar í Vesturbænum. „Það er alltaf slæmt að fá eitt í andlitið, sérstaklega þegar svona lítið er eftir. Menn voru búnir að berjast fyrir þessu í langan tíma því að Stjarnan var búin að herja á okkur frá því að við skoruðum. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar okkar nægilega vel. Við tókum smá fund eftir venjulegan leiktíma og þá sá maður í augunum á strákunum hvað þeir hlustuðu vel á mig og Ole [Nesselquist] aðstoðarþjálfara og tóku eftir. Þeir voru sjálfir að berja á hvorum öðrum á bak og maður sá einhvern neista í augunum á strákunum og við virkilega trúðum að neistinn gæti fleytt okkur yfir þessa hindrun. Við skoruðum snemma í framlengingunni og mér finnst þetta aldrei stórhætta eftir það.“ Rúnar tók marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld og telur að liðið getur byggt á þessu fyrir komandi átök. „Jóhannes Kristinn [Bjarnason] er búinn að vera frábær í þessari stöðu, hann hefur gríðarlega hlaupagetu. Mér fannst öll varnarlínan góð. Inn á miðsvæðinu eru við bara tveir og við erum í undirtölu þar, þrír á tvo gegn þessu 4-3-3 kerfi þeirra en við leystum það virkilega vel og fengum síðan hjálp frá framherjunum okkar. Kristján Flóki [Finnbogason] skoraði gott mark og allir þeir sem komu inn á stóðu vel, Luke [Rae] var frábær og Benoný Breki [Andrésson] sömuleiðis. Hann gerði fullt af litlum hlutum og náði að halda boltanum, tefja kannski aðeins til að landa þessu,“ sagði Rúnar þegar hann spurður út í frammistöðu leikmanna í kvöld. KR-ingar fá nokkra daga hvíld þangað til að þeir mæta á völlinn á ný en næsta umferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina. „Við verðum að sleikja sárin núna, auðvitað viltu aldrei fara í framlengingu þegar er stutt í næsta leik. Það er kannski ennþá skemmtilegra þegar þú vinnur leikinn en ef við hefðum tapað hefði maður verið hundfúll. Þegar maður vinnur er léttara yfir öllu þannig við erum bara gríðarlega sáttir að vera komnir í undanúrslit.“ Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld og mæta þeir Víkingum í Víkinni í byrjun júlí. „Þriðja árið í röð sem við förum í Víkina og höfum tapað síðustu tvö ár. Nú er kominn tími á að við stríðum þeim og reynum að koma okkur áfram. Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar, það er að vinna alla leiki og það voru bara góð lið eftir. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum, heima eða úti, þetta eru toppliðin frá tímabilinu í fyrra þannig það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Mjólkurbikar karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Sjá meira
„Ég er mjög sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Stjarnan gerði vel að jafna og áttu það skilið. Karakterinn sem við sýndum í framlengingunni var virkilega flottur og ég er gríðarlega stoltur af liðinu að ná að skora sigurmarkið. Eftir það fannst mér ekki hætta á ferðum, sem mér fannst kannski í venjulegum leiktíma. Þá var oft hætta og Stjarnan átti skilið að jafna og hefði hugsanlega getað gert það fyrr. Við vörðumst ágætlega, kannski ekki nægilega vel en við vorum lélegir með boltann,“ sagði Rúnar skömmu eftir sigurleikinn í kvöld. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Stjörnumenn voru ekki á sama máli. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metinn fyrir gestina í uppbótartíma og grípa þurfti til framlengingar í Vesturbænum. „Það er alltaf slæmt að fá eitt í andlitið, sérstaklega þegar svona lítið er eftir. Menn voru búnir að berjast fyrir þessu í langan tíma því að Stjarnan var búin að herja á okkur frá því að við skoruðum. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar okkar nægilega vel. Við tókum smá fund eftir venjulegan leiktíma og þá sá maður í augunum á strákunum hvað þeir hlustuðu vel á mig og Ole [Nesselquist] aðstoðarþjálfara og tóku eftir. Þeir voru sjálfir að berja á hvorum öðrum á bak og maður sá einhvern neista í augunum á strákunum og við virkilega trúðum að neistinn gæti fleytt okkur yfir þessa hindrun. Við skoruðum snemma í framlengingunni og mér finnst þetta aldrei stórhætta eftir það.“ Rúnar tók marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld og telur að liðið getur byggt á þessu fyrir komandi átök. „Jóhannes Kristinn [Bjarnason] er búinn að vera frábær í þessari stöðu, hann hefur gríðarlega hlaupagetu. Mér fannst öll varnarlínan góð. Inn á miðsvæðinu eru við bara tveir og við erum í undirtölu þar, þrír á tvo gegn þessu 4-3-3 kerfi þeirra en við leystum það virkilega vel og fengum síðan hjálp frá framherjunum okkar. Kristján Flóki [Finnbogason] skoraði gott mark og allir þeir sem komu inn á stóðu vel, Luke [Rae] var frábær og Benoný Breki [Andrésson] sömuleiðis. Hann gerði fullt af litlum hlutum og náði að halda boltanum, tefja kannski aðeins til að landa þessu,“ sagði Rúnar þegar hann spurður út í frammistöðu leikmanna í kvöld. KR-ingar fá nokkra daga hvíld þangað til að þeir mæta á völlinn á ný en næsta umferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina. „Við verðum að sleikja sárin núna, auðvitað viltu aldrei fara í framlengingu þegar er stutt í næsta leik. Það er kannski ennþá skemmtilegra þegar þú vinnur leikinn en ef við hefðum tapað hefði maður verið hundfúll. Þegar maður vinnur er léttara yfir öllu þannig við erum bara gríðarlega sáttir að vera komnir í undanúrslit.“ Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld og mæta þeir Víkingum í Víkinni í byrjun júlí. „Þriðja árið í röð sem við förum í Víkina og höfum tapað síðustu tvö ár. Nú er kominn tími á að við stríðum þeim og reynum að koma okkur áfram. Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar, það er að vinna alla leiki og það voru bara góð lið eftir. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum, heima eða úti, þetta eru toppliðin frá tímabilinu í fyrra þannig það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Mjólkurbikar karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Sjá meira