„Þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2023 23:08 Kristrún í ræðustól í kvöld. skjáskot Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, segir ákall eftir aðgerðum standa upp úr að liðnum þingvetri. Flokkur hennar hafi reynt að stappa stálinu í ríkisstjórnina sem beri sig illa og tali eins og hún stýri engu. Eldhúsdagsumræður á Alþingi fóru fram í kvöld. Kristrún er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og flutti því fyrstu ræðu kvöldins. Samfylkingin mælist nú með 28,4 prósenta fylgi, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp. Meðal aðgerða sem Kristrún nefnir eru vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar. „Fleira þarf að gera, og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn, hæstvirt, ætti að geta fallist á, miðað við hvernig þau tala að minnsta kosti.“ Flokkur hennar hafi stundað jákvæða pólitík í vetur og sett fram lausnir með áherslu á efnahags og velferðamál. „Samfylkingin hefur reynt að stappa stálinu í hæstvirta ríkisstjórn, sem ber sig illa. Lætur raunar eins og hún stýri engu og geti þess vegna enga ábyrgð tekið á aðstæðum, á meðan við höfum talað kjark og von í þjóðina. Við höfum veitt ábyrga stjórnarandstöðu, sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu,“ sagði Kristrún. Stöðugleiki með velferð Þá nefndi hún fjörtíu opna fundi flokksins með almenningi um heilbrigðismál. Þau samtöl segir hún grunninn að aðgerðum Samfylkingarinnar. „Þetta verklag er lykilinn að því að endurvekja von og trú fólks á að við getum gert hlutina betur hérna sem velferðarsamfélag.“ Varðandi velferðarmálin sagði Kristrún: „Hlutverk hins opinbera á húsnæðismarkaði á að vera veigameira. Lítil og meðalstór fyrirtæki standa mun betur að vígi í slíku umhverfi. Auk þess sem launafólk getur sætt sig við minni prósentuhækkanir þar sem hið opinbera hefur bolmagn til að standa vörð um húsnæðisöryggi fólks,“ sagði hún og hélt áfram: „Við verjum stöðugleikann best með því að verja velferðina. Á þessu grundvallast stefna sósíaldemókrata sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndunum.“ Endurtekið efni Á mánudag kynnti ríkisstjórnin aðgerðarpakka til að sporna gegn verðbólgu. Aðgerðum þessum er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Pakkann segir Kristrún endurtekið efni. „Það er alvarlegt mál hvernig hæstvirt ríkisstjórn skapar aftur og aftur falskar væntingar hjá fólkinu í landinu með uppblásnum fyrirsögnum sem reynist svo engin innistæða fyrir. Síðast í fyrradag var trommað upp með svokallaðan aðgerðapakka upp á 36 milljarða sem reyndist síðan ekki neitt nema endurtekið efni úr gamalli fjármálaáætlun, áætlun sem hafði áður fengið falleinkunn hvað varðar viðureignina við verðbólguna,“ sagði Kristrún. Það komi sá tími þar sem þjóðin standi á krossgötum. „Og við þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera. Velferðarþjóð? Stolt þjóð með sterkt velferðarkerfi? Eða lausbundið samansafn einstaklinga þar sem keyrt er á þeirri mýtu að það sem helst skilgreini velsæld fólks sé skattprósentan sem er greidd, ekki gæði velferðarþjónustunnar í landinu.“ Svar Samfylkingar segir hún skýrt: „Styrkjum velferðina, fyrir Ísland allt. Sterk velferð, stolt þjóð. Þetta er sá valkostur sem Samfylkingin mun bjóða upp á.“ Alþingi Samfylkingin Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Eldhúsdagsumræður á Alþingi fóru fram í kvöld. Kristrún er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og flutti því fyrstu ræðu kvöldins. Samfylkingin mælist nú með 28,4 prósenta fylgi, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp. Meðal aðgerða sem Kristrún nefnir eru vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar. „Fleira þarf að gera, og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn, hæstvirt, ætti að geta fallist á, miðað við hvernig þau tala að minnsta kosti.“ Flokkur hennar hafi stundað jákvæða pólitík í vetur og sett fram lausnir með áherslu á efnahags og velferðamál. „Samfylkingin hefur reynt að stappa stálinu í hæstvirta ríkisstjórn, sem ber sig illa. Lætur raunar eins og hún stýri engu og geti þess vegna enga ábyrgð tekið á aðstæðum, á meðan við höfum talað kjark og von í þjóðina. Við höfum veitt ábyrga stjórnarandstöðu, sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu,“ sagði Kristrún. Stöðugleiki með velferð Þá nefndi hún fjörtíu opna fundi flokksins með almenningi um heilbrigðismál. Þau samtöl segir hún grunninn að aðgerðum Samfylkingarinnar. „Þetta verklag er lykilinn að því að endurvekja von og trú fólks á að við getum gert hlutina betur hérna sem velferðarsamfélag.“ Varðandi velferðarmálin sagði Kristrún: „Hlutverk hins opinbera á húsnæðismarkaði á að vera veigameira. Lítil og meðalstór fyrirtæki standa mun betur að vígi í slíku umhverfi. Auk þess sem launafólk getur sætt sig við minni prósentuhækkanir þar sem hið opinbera hefur bolmagn til að standa vörð um húsnæðisöryggi fólks,“ sagði hún og hélt áfram: „Við verjum stöðugleikann best með því að verja velferðina. Á þessu grundvallast stefna sósíaldemókrata sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndunum.“ Endurtekið efni Á mánudag kynnti ríkisstjórnin aðgerðarpakka til að sporna gegn verðbólgu. Aðgerðum þessum er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Pakkann segir Kristrún endurtekið efni. „Það er alvarlegt mál hvernig hæstvirt ríkisstjórn skapar aftur og aftur falskar væntingar hjá fólkinu í landinu með uppblásnum fyrirsögnum sem reynist svo engin innistæða fyrir. Síðast í fyrradag var trommað upp með svokallaðan aðgerðapakka upp á 36 milljarða sem reyndist síðan ekki neitt nema endurtekið efni úr gamalli fjármálaáætlun, áætlun sem hafði áður fengið falleinkunn hvað varðar viðureignina við verðbólguna,“ sagði Kristrún. Það komi sá tími þar sem þjóðin standi á krossgötum. „Og við þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera. Velferðarþjóð? Stolt þjóð með sterkt velferðarkerfi? Eða lausbundið samansafn einstaklinga þar sem keyrt er á þeirri mýtu að það sem helst skilgreini velsæld fólks sé skattprósentan sem er greidd, ekki gæði velferðarþjónustunnar í landinu.“ Svar Samfylkingar segir hún skýrt: „Styrkjum velferðina, fyrir Ísland allt. Sterk velferð, stolt þjóð. Þetta er sá valkostur sem Samfylkingin mun bjóða upp á.“
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira