Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 10. júní 2023 11:31 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vera ánægð með að samningar hafi náðst og að náðst hafi að hækka lægstu laun. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. Fréttir bárust í morgun af undirritun nýs kjarasamnings milli ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum var aflýst í kjölfarið. Samningurinn fól í sér 35 þúsund króna lágmarkshækkun mánaðarlauna og desemberuppbót upp á 131 þúsund krónur fyrir árið 2023. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsundum og var einnig samið um hækkun á lægstu launum. Hækkun lægstu laun Vísir náði tali af Heiðu Björgu í kjölfar fréttanna sem kveðst ánægð með niðurstöðuna. Samningurinn fælist helst í hækkun á lægstu launum og að sáttagreiðsla hefði reddað málunum. Eruð þið ánægð með niðurstöðuna? „Við erum auðvitað mjög ánægð með að við höfum náð sátt við BSRB um að þessi verkföll taki enda því það er auðvitað gríðarlega erfitt þegar verkföll eru og deila er í svona miklum hnút.“ „Við erum líka mjög ánægð með að áhersla okkar á að lægstu launin hækki verulega hafi náðst í gegn og við erum sannarlega að sameinast um það að við viljum borga sömu laun fyrir sömu vinnu,“ segir Heiða um hækkun lægstu launa. Hvað felst í þessum samningum? „Ég myndi segja fyrst og fremst það að lægstu launin eru að hækka. Það er þarna gert ráð fyrir ákveðnum greiðslum sem hækki laun í ákveðnum stéttum til samræmis við það sem er að gerast í Reykjavík og það mun taka gildi í haust. Við munum þá skoða það í samhengi við aðra samninga með haustinu,“ segir Heiða. Sáttagreiðsla leysti hnútinn Sveitarfélögin gátu ekki gengist við kröfum um afturvirkni en aftur á móti náðist sátt um innanhússtillögu að sáttagreiðslu. „Það náðist sátt um það að leggja til hliðar þessa kröfu um afturvirkni þar sem okkur fannst hún erfið,“ segir Heiða um kröfur um afturvirkni launa. „Hins vegar náðist sátt um það að allir myndu taka undir innanhússtillögur ríkissáttasemjara sem hljóðaði upp á það að við myndum greiða eitthvað sem kallast sáttagreiðslu til að ljúka þessu verkfalli og reyna að komast öll út úr þessari deilu. Hún er búin að reynast okkar starfsfólki og sveitarfélögum mjög erfið en ekki síst okkar fólki og íbúum sem hafa þurft að búa við skerta þjónustu jafnvel vikum saman, sem er auðvitað óásættanlegt,“ bætir hún við. „Þannig að við ákváðum að fallast á þessa sáttagreiðslu og vonum að þetta verði bara til þess að sú deila sé á bak við okkur, við getum horft fram á veginn og byggt upp góða og öfluga þjónustu með okkar góða starfsfólki,“ segir Heiða jafnframt. Félagsfólk fái ekki greiðslur umfram aðra Heiða segir félagsmenn BSRB ekki fá neinar greiðslur umfram félagsmenn annarra stéttarfélaga. Félagsfólk BSRB fái sáttagreiðsluna greidda næstu mánaðamót. Eru þau að fá eitthvað umfram aðra? „Nei, þau eru í rauninni ekki að gera það. Það eru þessar greiðslur, aukagreiðslur á tvö starfsheiti eða einhver starfsheiti í tveimur störfum, sem við munum skoða í samhengi við aðra samninga,“ segir Heiða. „Við munum semja við Starfsgreinasambandið í haust og höfum samið við Eflingu,“ segir hún og bætir við að þó verið sé að semja núna hafi þau enn góðan tíma til að semja við aðra aðila á markaði. „Við lögðum mikla áherslu á að hækka lægstu launin og það skipti okkur miklu máli. Við vitum að sveitarfélögin borga ekki hæstu launin en við viljum ekki heldur borga mjög lág laun. Við viljum reyna gera eins vel og við getum í því umhverfi sem við erum í.“ Fólk geti gengið sátt aftur til starfa Það hafi mikla þýðingu að hafa náð sátt, að sögn Heiðu. Nú geti fólk gengið aftur til starfa í sátt og samlyndi. Hvaða þýðingu hefur samningurinn? „Það hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir okkur að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. Það er mjög alvarlegt fyrir samfélagið þegar sveitarfélögin virka ekki eins og þau eiga að gera. Það eru ekki bara leikskólar heldur ýmis önnur störf sem þetta mikilvæga starfsfólk BSRB vinnur og okkur finnst auðvitað erfitt að vera í deilum við starfsfólkið okkar,“ segir Heiða. Stærsta og besta þýðingin sé að hafa náð sátt og að nú verði hægt að ganga aftur til starfa í sátt og samlyndi. „Það sem sveitarfélögin leggja upp með er að við viljum núna taka vel á móti fólkinu okkar þegar það kemur til starfa. Mesta virðið í því er að við getum haldið áfram og hækkað þarna lægstu launin sem okkur þótti mjög mikilvægt. Við verðum bara að vera bjartsýn þó að við hefðum viljað ljúka þessu fyrr og mögulega aðeins öðruvísi,“ segir Heiða að lokum. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Sjá meira
Fréttir bárust í morgun af undirritun nýs kjarasamnings milli ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum var aflýst í kjölfarið. Samningurinn fól í sér 35 þúsund króna lágmarkshækkun mánaðarlauna og desemberuppbót upp á 131 þúsund krónur fyrir árið 2023. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsundum og var einnig samið um hækkun á lægstu launum. Hækkun lægstu laun Vísir náði tali af Heiðu Björgu í kjölfar fréttanna sem kveðst ánægð með niðurstöðuna. Samningurinn fælist helst í hækkun á lægstu launum og að sáttagreiðsla hefði reddað málunum. Eruð þið ánægð með niðurstöðuna? „Við erum auðvitað mjög ánægð með að við höfum náð sátt við BSRB um að þessi verkföll taki enda því það er auðvitað gríðarlega erfitt þegar verkföll eru og deila er í svona miklum hnút.“ „Við erum líka mjög ánægð með að áhersla okkar á að lægstu launin hækki verulega hafi náðst í gegn og við erum sannarlega að sameinast um það að við viljum borga sömu laun fyrir sömu vinnu,“ segir Heiða um hækkun lægstu launa. Hvað felst í þessum samningum? „Ég myndi segja fyrst og fremst það að lægstu launin eru að hækka. Það er þarna gert ráð fyrir ákveðnum greiðslum sem hækki laun í ákveðnum stéttum til samræmis við það sem er að gerast í Reykjavík og það mun taka gildi í haust. Við munum þá skoða það í samhengi við aðra samninga með haustinu,“ segir Heiða. Sáttagreiðsla leysti hnútinn Sveitarfélögin gátu ekki gengist við kröfum um afturvirkni en aftur á móti náðist sátt um innanhússtillögu að sáttagreiðslu. „Það náðist sátt um það að leggja til hliðar þessa kröfu um afturvirkni þar sem okkur fannst hún erfið,“ segir Heiða um kröfur um afturvirkni launa. „Hins vegar náðist sátt um það að allir myndu taka undir innanhússtillögur ríkissáttasemjara sem hljóðaði upp á það að við myndum greiða eitthvað sem kallast sáttagreiðslu til að ljúka þessu verkfalli og reyna að komast öll út úr þessari deilu. Hún er búin að reynast okkar starfsfólki og sveitarfélögum mjög erfið en ekki síst okkar fólki og íbúum sem hafa þurft að búa við skerta þjónustu jafnvel vikum saman, sem er auðvitað óásættanlegt,“ bætir hún við. „Þannig að við ákváðum að fallast á þessa sáttagreiðslu og vonum að þetta verði bara til þess að sú deila sé á bak við okkur, við getum horft fram á veginn og byggt upp góða og öfluga þjónustu með okkar góða starfsfólki,“ segir Heiða jafnframt. Félagsfólk fái ekki greiðslur umfram aðra Heiða segir félagsmenn BSRB ekki fá neinar greiðslur umfram félagsmenn annarra stéttarfélaga. Félagsfólk BSRB fái sáttagreiðsluna greidda næstu mánaðamót. Eru þau að fá eitthvað umfram aðra? „Nei, þau eru í rauninni ekki að gera það. Það eru þessar greiðslur, aukagreiðslur á tvö starfsheiti eða einhver starfsheiti í tveimur störfum, sem við munum skoða í samhengi við aðra samninga,“ segir Heiða. „Við munum semja við Starfsgreinasambandið í haust og höfum samið við Eflingu,“ segir hún og bætir við að þó verið sé að semja núna hafi þau enn góðan tíma til að semja við aðra aðila á markaði. „Við lögðum mikla áherslu á að hækka lægstu launin og það skipti okkur miklu máli. Við vitum að sveitarfélögin borga ekki hæstu launin en við viljum ekki heldur borga mjög lág laun. Við viljum reyna gera eins vel og við getum í því umhverfi sem við erum í.“ Fólk geti gengið sátt aftur til starfa Það hafi mikla þýðingu að hafa náð sátt, að sögn Heiðu. Nú geti fólk gengið aftur til starfa í sátt og samlyndi. Hvaða þýðingu hefur samningurinn? „Það hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir okkur að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. Það er mjög alvarlegt fyrir samfélagið þegar sveitarfélögin virka ekki eins og þau eiga að gera. Það eru ekki bara leikskólar heldur ýmis önnur störf sem þetta mikilvæga starfsfólk BSRB vinnur og okkur finnst auðvitað erfitt að vera í deilum við starfsfólkið okkar,“ segir Heiða. Stærsta og besta þýðingin sé að hafa náð sátt og að nú verði hægt að ganga aftur til starfa í sátt og samlyndi. „Það sem sveitarfélögin leggja upp með er að við viljum núna taka vel á móti fólkinu okkar þegar það kemur til starfa. Mesta virðið í því er að við getum haldið áfram og hækkað þarna lægstu launin sem okkur þótti mjög mikilvægt. Við verðum bara að vera bjartsýn þó að við hefðum viljað ljúka þessu fyrr og mögulega aðeins öðruvísi,“ segir Heiða að lokum.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Sjá meira
Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54