Yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft séu loðnar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 07:01 Snæbjörn segir engan vilja viðurkenna hversu stór hluti íslenskrar raforku fer í að grafa eftir bitcoin. Egill Aðalsteinsson Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum. Að sögn Snæbjarnar fást ekki upplýsingar frá íslenskum yfirvöldum um hversu stór hluti raforkunýtingar gagnavera fari í rafmyntagröft. Heldur ekki frá gagnaverunum sjálfum. Enginn vilji ræða hversu mikið þetta sé þrátt fyrir fyrirspurnir blaðamanna og þingmanna. Í aðsendri grein á Vísi á sunnudag greinir hann hins vegar frá tölum norska bitcoin-sérfræðingsins Jaran Mellerud, þar sem kemur fram að reiknigeta Íslands sé 1,3 prósent af heildinni. Það nemur 120 megawöttum af þeim 140 sem fóru til gagnavera á Íslandi árið 2022 samkvæmt Orkustofnun. Eða 85 prósent. Gagnaver nota 30 prósentum meira rafmagn en heimilin í landinu, sem þýðir að það fer meiri orka í að grafa eftir bitcoin en að knýja öll heimili landsins. Bitcoin er langstærsta rafmynt heims og Íslendingar eru langstærstu framleiðendur þess miðað við höfðatölu. „Þetta eru bestu tölurnar sem við höfum því enginn vill tala um þetta hérna á Íslandi,“ segir Snæbjörn sem er alfarið á móti nýtingu raforku til rafmyntagraftar. „Við höfum ekkert að gera við að styðja við svona spákaupmennsku með okkar rafmagni. Það eru miklu meiri verðmæti undir í náttúrunni. Það er hægt að gera alls konar vitleysu með orku en þetta er sennilega mesta vitleysan,“ segir hann. Kærðu Hvammsvirkjun Náttúrugrið eru tiltölulega ný náttúruverndarsamtök, stofnuð árið 2021. Takmark þeirra er að styðja við vernd líffræðilegs og jarðfræðilegs fjölbreytileika landsins á breiðum grunni. Hafa forsvarsmenn samtakanna þegar kært ýmis mál, svo sem framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá í samfloti með Náttúruverndarsamtök Íslands og Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF). Náttúrugrið kærðu framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar.Skipulagsstofnun Snæbjörn segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft loðnar. Í apríl árið 2021 sagði Hörður Arnarson forstjóri í Fréttablaðinu að ekki yrðu reistar virkjanir til þess að mæta aukinni orkuþörf gagnaveranna. Í þættinum Kveik á RÚV í apríl á þessu ári sagði hann hins vegar að Hvammsvirkjun myndi skaffa ýmsum raforku, þar á meðal gagnaverum. Ætti ekki að viðgangast „Það væri skömminni skárra ef gagnaverin væru að nýtast til annars en að grafa eftir bitcoin. En miðað við tölurnar þá fer 85 prósent orkunnar í bitcoin. Enda er gröfturinn gríðarlega orkufrekur. Þrátt fyrir yfirlýsingar hefur þetta ekkert minnkað,“ segir Snæbjörn. „Þetta er orkusóun sem ætti ekki að viðgangast í samfélagi eins og við lifum í í dag.“ Þá sé mikið áhyggjuefni að rafmyntafyrirtæki séu byrjuð að tala um að auka umsvif sín á Íslandi. En eins og Vísir greindi frá í síðasta mánuði hefur kínverska rafmyntafyrirtækið Bit Digital tilkynnt að það sé að auka umsvifin á Íslandi þó ekki sé greint frá því hvaðan orkan eigi að koma. Ástæðan er sú að Bandaríkin séu byrjuð að herða reglur og leggja á háa skatta á starfsemina. Þá er búið að úthýsa rafmyntragreftri frá Kína. Umhverfismál Rafmyntir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01 Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. 19. apríl 2023 22:32 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Að sögn Snæbjarnar fást ekki upplýsingar frá íslenskum yfirvöldum um hversu stór hluti raforkunýtingar gagnavera fari í rafmyntagröft. Heldur ekki frá gagnaverunum sjálfum. Enginn vilji ræða hversu mikið þetta sé þrátt fyrir fyrirspurnir blaðamanna og þingmanna. Í aðsendri grein á Vísi á sunnudag greinir hann hins vegar frá tölum norska bitcoin-sérfræðingsins Jaran Mellerud, þar sem kemur fram að reiknigeta Íslands sé 1,3 prósent af heildinni. Það nemur 120 megawöttum af þeim 140 sem fóru til gagnavera á Íslandi árið 2022 samkvæmt Orkustofnun. Eða 85 prósent. Gagnaver nota 30 prósentum meira rafmagn en heimilin í landinu, sem þýðir að það fer meiri orka í að grafa eftir bitcoin en að knýja öll heimili landsins. Bitcoin er langstærsta rafmynt heims og Íslendingar eru langstærstu framleiðendur þess miðað við höfðatölu. „Þetta eru bestu tölurnar sem við höfum því enginn vill tala um þetta hérna á Íslandi,“ segir Snæbjörn sem er alfarið á móti nýtingu raforku til rafmyntagraftar. „Við höfum ekkert að gera við að styðja við svona spákaupmennsku með okkar rafmagni. Það eru miklu meiri verðmæti undir í náttúrunni. Það er hægt að gera alls konar vitleysu með orku en þetta er sennilega mesta vitleysan,“ segir hann. Kærðu Hvammsvirkjun Náttúrugrið eru tiltölulega ný náttúruverndarsamtök, stofnuð árið 2021. Takmark þeirra er að styðja við vernd líffræðilegs og jarðfræðilegs fjölbreytileika landsins á breiðum grunni. Hafa forsvarsmenn samtakanna þegar kært ýmis mál, svo sem framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá í samfloti með Náttúruverndarsamtök Íslands og Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF). Náttúrugrið kærðu framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar.Skipulagsstofnun Snæbjörn segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft loðnar. Í apríl árið 2021 sagði Hörður Arnarson forstjóri í Fréttablaðinu að ekki yrðu reistar virkjanir til þess að mæta aukinni orkuþörf gagnaveranna. Í þættinum Kveik á RÚV í apríl á þessu ári sagði hann hins vegar að Hvammsvirkjun myndi skaffa ýmsum raforku, þar á meðal gagnaverum. Ætti ekki að viðgangast „Það væri skömminni skárra ef gagnaverin væru að nýtast til annars en að grafa eftir bitcoin. En miðað við tölurnar þá fer 85 prósent orkunnar í bitcoin. Enda er gröfturinn gríðarlega orkufrekur. Þrátt fyrir yfirlýsingar hefur þetta ekkert minnkað,“ segir Snæbjörn. „Þetta er orkusóun sem ætti ekki að viðgangast í samfélagi eins og við lifum í í dag.“ Þá sé mikið áhyggjuefni að rafmyntafyrirtæki séu byrjuð að tala um að auka umsvif sín á Íslandi. En eins og Vísir greindi frá í síðasta mánuði hefur kínverska rafmyntafyrirtækið Bit Digital tilkynnt að það sé að auka umsvifin á Íslandi þó ekki sé greint frá því hvaðan orkan eigi að koma. Ástæðan er sú að Bandaríkin séu byrjuð að herða reglur og leggja á háa skatta á starfsemina. Þá er búið að úthýsa rafmyntragreftri frá Kína.
Umhverfismál Rafmyntir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01 Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. 19. apríl 2023 22:32 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01
Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. 19. apríl 2023 22:32