Sló heimsmet þegar hann leysti Rubiks-kubb á ótrúlegum tíma Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2023 15:11 Max Park bíður eftir kallinu til að geta hafist handa. Skjáskot/Youtube Heimsmetið í lausn Rubiks-kubbs féll í morgun. Hinn 21 árs gamli Max Park sló metið þegar hann leysti kubbinn, sem var af hefðbundinni 3x3x3-gerð, á 3,13 sekúndum. Fyrra metið átti Yusheng Du sem leysti kubbinn á 3,47 sekúndum í Wuhu í Kína í nóvember 2018. Hann var þá nítján ára. Heimsmetið hafði því staðið í tæp fimm ár þegar það var slegið í morgun. Hér fyrir neðan má sjá Max Park slá heimsmetið við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Heimsmeistari í fjölda greina Á Rubiks-keppnismótum sem þessum er keppt í tveimur greinum. Annars vegar hröðustu stöku lausn á kubbi og hins vegar hröðustu meðallausn, þar sem er tekinn meðalhraði fimm lausna. Max Park er ansi þekkt nafn í Rubiks-kubbaheiminum í dag, hann hefur unnið 401 keppni á vegum Heimskubbasambandsins (WCA) og á fjölda heimsmeta. Max Park nýbúinn að slá heimsmetið í lausn á 3x3x3-Rubik's-kubbi í morgun. Skjáskot/Youtube Í raun á hann svo gott sem öll heimsmet í bæði stakri lausn og meðallausn Rubiks-kubba frá 3x3x3-kubbum upp í 7x7x7-kubba. Eina heimsmetið sem hann á ekki er í meðallausn á 3x3x3-kubbi. Þar er hann með næsthraðasta tímann frá upphafi en heimsmetið á þar hinn 21 árs gamli Yiheng Wang. Saga Park er raunar ansi merkileg en þegar hann var tveggja ára gamall var hann greindur með alvarlega einhverfu. Foreldrum hans var tjáð að hann þyrfti mikla umönnun alla ævi og að hreyfigetu hans yrði verulega hamlað. Til að hjálpa honum að efla hreyfigetu sína gaf móðir Park honum Rubiks-kubb og varð hann strax dolfallinn. Hann fann sannarlega sína fjöl þar og hefur náð að blómstra á vettvangi Rubiks-kubbsins. Hér fyrir neðan má sjá myndband um sögu Max Park sem faðir hans segir frá: Bandaríkin Borðspil Grín og gaman Tengdar fréttir Sjáðu vélmenni leysa Rubik's kubb á 0,38 sekúndu Það vefst fyrir flestum að leysa Rubik´s kubb og eru einfaldlega ekki margir sem geta það. 8. mars 2018 16:30 Setti nýtt heimsmet á Rubik´s tening Fyrra metið var 4,69 og var það sett fyrir einungis mánuði síðan. 29. október 2017 21:00 Leysir Rubik's-kubb í fallhlífarstökki Það vefst fyrir flestum að leysa Rubik´s kubb og eru einfaldlega ekki margir sem geta það. 29. október 2017 16:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Fyrra metið átti Yusheng Du sem leysti kubbinn á 3,47 sekúndum í Wuhu í Kína í nóvember 2018. Hann var þá nítján ára. Heimsmetið hafði því staðið í tæp fimm ár þegar það var slegið í morgun. Hér fyrir neðan má sjá Max Park slá heimsmetið við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Heimsmeistari í fjölda greina Á Rubiks-keppnismótum sem þessum er keppt í tveimur greinum. Annars vegar hröðustu stöku lausn á kubbi og hins vegar hröðustu meðallausn, þar sem er tekinn meðalhraði fimm lausna. Max Park er ansi þekkt nafn í Rubiks-kubbaheiminum í dag, hann hefur unnið 401 keppni á vegum Heimskubbasambandsins (WCA) og á fjölda heimsmeta. Max Park nýbúinn að slá heimsmetið í lausn á 3x3x3-Rubik's-kubbi í morgun. Skjáskot/Youtube Í raun á hann svo gott sem öll heimsmet í bæði stakri lausn og meðallausn Rubiks-kubba frá 3x3x3-kubbum upp í 7x7x7-kubba. Eina heimsmetið sem hann á ekki er í meðallausn á 3x3x3-kubbi. Þar er hann með næsthraðasta tímann frá upphafi en heimsmetið á þar hinn 21 árs gamli Yiheng Wang. Saga Park er raunar ansi merkileg en þegar hann var tveggja ára gamall var hann greindur með alvarlega einhverfu. Foreldrum hans var tjáð að hann þyrfti mikla umönnun alla ævi og að hreyfigetu hans yrði verulega hamlað. Til að hjálpa honum að efla hreyfigetu sína gaf móðir Park honum Rubiks-kubb og varð hann strax dolfallinn. Hann fann sannarlega sína fjöl þar og hefur náð að blómstra á vettvangi Rubiks-kubbsins. Hér fyrir neðan má sjá myndband um sögu Max Park sem faðir hans segir frá:
Bandaríkin Borðspil Grín og gaman Tengdar fréttir Sjáðu vélmenni leysa Rubik's kubb á 0,38 sekúndu Það vefst fyrir flestum að leysa Rubik´s kubb og eru einfaldlega ekki margir sem geta það. 8. mars 2018 16:30 Setti nýtt heimsmet á Rubik´s tening Fyrra metið var 4,69 og var það sett fyrir einungis mánuði síðan. 29. október 2017 21:00 Leysir Rubik's-kubb í fallhlífarstökki Það vefst fyrir flestum að leysa Rubik´s kubb og eru einfaldlega ekki margir sem geta það. 29. október 2017 16:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Sjáðu vélmenni leysa Rubik's kubb á 0,38 sekúndu Það vefst fyrir flestum að leysa Rubik´s kubb og eru einfaldlega ekki margir sem geta það. 8. mars 2018 16:30
Setti nýtt heimsmet á Rubik´s tening Fyrra metið var 4,69 og var það sett fyrir einungis mánuði síðan. 29. október 2017 21:00
Leysir Rubik's-kubb í fallhlífarstökki Það vefst fyrir flestum að leysa Rubik´s kubb og eru einfaldlega ekki margir sem geta það. 29. október 2017 16:00