Hann var á dögunum valinn besti leikmaður Magdeburg en nú hefur hann verið valinn bestur allra í deildinni.
M-V-P! M-V-P! M-V-P!
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 16, 2023
DKB MVP 2022/23: Gisli Kristjansson ist Spieler der Saison der @liquimoly_hbl
_____
| #SCMHUJA | pic.twitter.com/RjvZyFtLZB
Fyrr á tímabilinu framlengdi Gísli samning sinn til 2028 og ljóst að stjórnarmenn Magdeburg sjá ekki eftir því.
Gísli var með 107 mörk í sjöunda sæti yfir stoðsendingahæstu menn. Marian Michalcik var stoðsendingahæstur með 168 mörk.
Gísli skoraði 152 mörk og var í níunda sæti yfir markahæstu menn í allri deildinni. Markahæstur var Casper Ulrich Mortensen með 234 mörk.
Þrátt fyrir afrek Gísla meiddist þessi 23 ára FH-ingur illa á tímabilinu. Hann braut á sér ökklann í maí. Meiðslin litu svo illa út að Magdeburg greindi frá því að tímabilinu væri lokið hjá honum. Hann snéri þó mánuði síðar til baka á ótrúlegan hátt.