Þann 26. maí 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt. Umsóknarfrestur rann út þann 12. júní síðastliðinn, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Ásgerður var sett dómari við Landsrétt frá og með 8. maí síðastliðnum til og með 28. febrúar 2029. Hæfisnefnd hafði metið Ásgerði og Kjartan Björgvinsson jafnhæf og þurfti ráðherra því að gera upp á milli þeirra, þegar Ásgerður var sett dómari.
Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd, sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara, til meðferðar. Skipað verður í embættið frá og með 21. ágúst næstkomandi.