Gísli gat ekki lyft höndinni: „Með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 10:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið Evrópumeistari í gær, degi eftir að hafa farið úr hægri axlarlið. Getty/Marius Becker Gísli Þorgeir Kristjánsson náði á einhvern ótrúlegan hátt að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær, degi eftir að hafa farið úr axlarlið, og skora sex mörk í sigri Magdeburg á Kielce í Köln í gær. Hann segir verkjalyf hafa hjálpað sér en gat þó aldrei lyft skothendinni með eðlilegum hætti. Gísli hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína og verið líkt við Tortímandann, vélmenni og uppvakning, þar sem hann lét meiðslin ekki stöðva sig í gær. Maschine https://t.co/P2UB9CT0bQ— Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) June 18, 2023 „Mig langaði auðvitað svo mikið að spila hérna, í þessu andrúmslofti og með þessa stuðningsmenn. Ég fann það [í fyrradag] hvað við vildum mikið vinna þessa keppni en ég var ekki viss [í gærmorgun] hvort að ég myndi geta spilað. Öxlin mín... ég er með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér, sem draga úr sársaukanum, en það er allt þess virði,“ sagði Gísli á Twitch-rás EHF eftir leikinn. Everyone be quiet when the MVP is talking #EHFFINAL4 Join the Show LIVE on Twitch: https://t.co/V9my6qPDBV pic.twitter.com/r3PnLehMck— EHF Home of Handball (@HomeofHandball) June 18, 2023 Spyrillinn benti á að Gísli hefði aldrei getað beitt skothendinni með eðlilegum hætti, en samt náð að skora sex mörk. „Ég gat ekki lyft henni hærra. Jafnvel með þessi verkjalyf þá gat ég ekki lyft öxlinni ofar en 90 gráður en þetta er allt þess virði og mér gæti ekki verið meira sama um hvernig ég skoraði mörkin. Við unnum og þetta er eitt besta augnablik lífs míns. Ég man ekki eftir að hafa fundið svona mikla gleði,“ sagði Gísli. Gísli var eftir leikinn valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar, í bestu félagsliðadeild í heimi, rétt eftir að hafa verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi. Gísli tók undir það að hann tilheyrði liði sem hreinlega neitaði að gefast upp, sama hvaða staða kæmi upp. „Já, svo sannarlega. Þegar ég fór úr axlarlið í gær þá þjöppuðu strákarnir sér allir enn meira saman. Það eru allir tilbúnir að taka af skarið. Í gær var Marko Bezjak með kennslustund í því að vera leikstjórnandi og það var svo gaman fyrir mig að sjá þennan frábæra náunga, og gaman fyrir mig að við næðum að kveðja hann svona. Hugarfarið í þessu liði er svo frábært að ég get ekki lýst því,“ sagði Gísli. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03 Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25 Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Gísli hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína og verið líkt við Tortímandann, vélmenni og uppvakning, þar sem hann lét meiðslin ekki stöðva sig í gær. Maschine https://t.co/P2UB9CT0bQ— Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) June 18, 2023 „Mig langaði auðvitað svo mikið að spila hérna, í þessu andrúmslofti og með þessa stuðningsmenn. Ég fann það [í fyrradag] hvað við vildum mikið vinna þessa keppni en ég var ekki viss [í gærmorgun] hvort að ég myndi geta spilað. Öxlin mín... ég er með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér, sem draga úr sársaukanum, en það er allt þess virði,“ sagði Gísli á Twitch-rás EHF eftir leikinn. Everyone be quiet when the MVP is talking #EHFFINAL4 Join the Show LIVE on Twitch: https://t.co/V9my6qPDBV pic.twitter.com/r3PnLehMck— EHF Home of Handball (@HomeofHandball) June 18, 2023 Spyrillinn benti á að Gísli hefði aldrei getað beitt skothendinni með eðlilegum hætti, en samt náð að skora sex mörk. „Ég gat ekki lyft henni hærra. Jafnvel með þessi verkjalyf þá gat ég ekki lyft öxlinni ofar en 90 gráður en þetta er allt þess virði og mér gæti ekki verið meira sama um hvernig ég skoraði mörkin. Við unnum og þetta er eitt besta augnablik lífs míns. Ég man ekki eftir að hafa fundið svona mikla gleði,“ sagði Gísli. Gísli var eftir leikinn valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar, í bestu félagsliðadeild í heimi, rétt eftir að hafa verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi. Gísli tók undir það að hann tilheyrði liði sem hreinlega neitaði að gefast upp, sama hvaða staða kæmi upp. „Já, svo sannarlega. Þegar ég fór úr axlarlið í gær þá þjöppuðu strákarnir sér allir enn meira saman. Það eru allir tilbúnir að taka af skarið. Í gær var Marko Bezjak með kennslustund í því að vera leikstjórnandi og það var svo gaman fyrir mig að sjá þennan frábæra náunga, og gaman fyrir mig að við næðum að kveðja hann svona. Hugarfarið í þessu liði er svo frábært að ég get ekki lýst því,“ sagði Gísli.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03 Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25 Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13
Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03
Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25
Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30