Sungið fyrir svínin áður en þau fara í gasklefann Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 08:00 Matvælastofnun hafa borist ábendingar og spurningar eftir umfjöllun fjölmiðla um gösun svína. Samkvæmt innanbúðarupplýsingum hjá Stjörnugrís öskra svínin og ærast í gasklefanum. Sérgreinadýralæknir hjá MAST segir gösun valda svínum stressi og þau reyni að komast úr aðstæðunum. „Þetta er færibandavinna. Svínin eru sett í holl og þeim slakað niður í gasklefann,“ segir manneskja sem tengist fyrirtækinu Stjörnugrís, það eina af fjórum á Íslandi sem notar gasdeyfingu við slátrun svína. Viðkomandi kýs að koma ekki fram undir nafni. „Þau öskra og hoppa og tryllast og missa vitið þegar þau eru gösuð. Þau vita ekkert hvað er í gangi. Svo þegar þau koma úr klefanum er komið við augnhimnuna til að athuga með viðbrögð, hvort þau séu með meðvitund eða ekki.“ Sé dýrið enn með meðvitund sé notuð „kindabyssa,“ eða svokölluð pinnabyssa til að ljúka verkinu. „Eftir að þau eru gösuð er skorinn upp allur kviðurinn á þeim,“ segir viðkomandi og segist vita til þess að ekki séu allir starfsmenn sáttir við þessa aðferð til að slátra dýrunum. Til dæmis syngi einn starfsmaður stundum fyrir svínin til að reyna að róa þau. Fjölmiðlar fá ekki að mynda Gösun svína Stjörnugríss hefur verið nokkuð til umfjöllunar eftir að myndband úr falinni myndavél úr bresku sláturhúsi var birt fyrir skemmstu. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku virðast dýrin í myndbandinu ærast úr hræðslu og séu þau ekki öll meðvitundarlaus eftir gösunina. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa skorað á Stjörnugrís að leyfa fjölmiðlum og dýravelferðarsamtökum að vera viðstödd svínaslátrun til að staðfesta yfirlýsingar um friðsælan dauðdaga. Í viðtali við Morgunblaðið þann 14. júní sagði Sigurður Berntsson, rekstrarstjóri Stjörnugríss: „Ég held að þetta sé besta fáanlega tækni sem hægt er að nota í dag. Þetta er einn sársaukaminnsti dauðdagi sem til er. Dýrin líða bara út af og sofna. Ég hef ekkert orðið var við einhver öskur eða læti.“ Í viðtali við Vísi tveimur dögum seinna sagði Geir Gunnar Geirsson, forstjóri, að ekki væri hægt að bera saman „öfgamyndband“ frá Bretlandi við íslenskar aðstæður. Jafn framt að fjölmiðlum yrði ekki leyft að mynda slátrun. Bakka og reyna að komast úr aðstæðum Sif Sigurðardóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að svínin upplifi óþægindi í gasklefanum. Það sé hins vegar ekki skráð sem frávik í eftirlitsskýrslum. Engar frávikaskýrslur hafi borist frá sláturhúsinu á Kjalarnesi. Dýralæknar fylgjast með mælingarbúnaðinum, styrk gassins og þeim tíma sem svínin verða fyrir áhrifum þess. Eftir gösun er athugað hvort að dýrin séu tilhlýðilega deyfð, hvort þau andi og sýni viðbrögð við snertingu á hornhimnu. „Ef dýrið er vissulega án meðvitundar er það blóðtæmt og deyr við það,“ segir Sif. Bendir hún á að eins og sjáist í skýrslu EFSA, evrópsku matvælaöryggisstofnunarinnar, um svínaslátrun upplifa dýrin ertingu á öndunarfærum þegar þau komast í tæri við gasið. Það gerist hér líkt og annars staðar. „Það veldur þeim stressi. Þau bakka og reyna að komast úr aðstæðunum. Þetta er gas og veldur upplifun sem þau túlka sem andnauð,“ segir Sif. „Grísunum er dýft ofan í meiri og meiri gasstyrk. Neðst niðri á að vera að minnsta kosti 80 prósent gasstyrkur. Þegar dýrin verða fyrst vör við þetta byrja þau að hnusa út í loftið og eftir því sem styrkur eykst verða þau fyrir þessum áhrifum, ertingu í slímhúð og svona. Þau vissulega finna fyrir gasinu.“ Fá krampa í vöðvaspennuskeiði Ef allt er eðlilegt eiga svínin að missa meðvitund innan 30 sekúndna. „Það er skeið í ferlinu sem kallast vöðvaspennuskeið. Þá fá þau krampa, missa líkamsstöðuna og þá eiga þau að vera meðvitundarlaus,“ segir Sif. Ef svínin eru ekki meðvitundarlaus þegar þau koma úr búnaðinum á að nota varadeyfingarbúnað. Rafklemmur eða pinnabyssu. „Þegar þú ert með gasdeyfingu er betra að vera með annars konar varadeyfingu. Annars þarftu að setja dýrin aftur í gasklefann,“ segir Sif. Sif staðfestir að Matvælastofnun hafi borist ábendingar og spurningar frá fólki um gösun svína, einkum eftir að fjallað var um málið í fjölmiðlum. Þeim ábendingum sé svarað. Marel framleiðir gasklefa Íslenska fyrirtækið Marel, sem er eitt af stærstu framleiðendum matvinnslutækja í heiminum, framleiðir gasklefa fyrir svínaslátrun. Kallast vélin Backloader G3 RelaX og er samkvæmt vefsíðu Marel „streitulaus“ fyrir dýrin. Teikning af gasdeyfingarbúnaði Marel. Backloader G3 RelaX getur gasað allt að 800 svínum á klukkutíma.Marel Segir enn fremur að fyrirtækið hafi mikla reynslu í að hanna sveigjanlega koltvíoxíðs deyfiklefa fyrir „mannúðlega slátrun svína.“ Hafi búnaðurinn verið settur upp í 800 sláturhúsum um allan heim. Í vélinni er hægt að gasa allt að 800 svín á klukkutíma. Hægt er að koma fyrir sex klefum, eða „gondólum“ í vélinni í einu og í hverjum klefa komast fyrir á bilinu 6 til 10 svín. Marel tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini Vísir sendi fyrirspurnir á Marel varðandi gasklefa sem fyrirtækið framleiðir. Marel segir velferð dýra grunnþátt í hugmyndafræði fyrirtækisins og það sé í góðu samtali og samstarfi við leiðandi háskóla á sviðinu. Fyrirtækið tjáir sig þó ekki um einstaka viðskiptavini. Er þessi aðferð mannúðleg að ykkar mati? „Velferð dýra er grunnþáttur í hugmyndafræði Marel um um ábyrga og sjálfbæra vinnslu á dýrapróteinum. Á ári hverju fjárfestir Marel 6% af tekjum í nýsköpun og vöruþróun á heildarlausnum, hugbúnaði og þjónustu til að efla hagkvæma, ábyrga og sjálfbæra vinnslu á matvælum.“ „Í því augnamiði erum við í góðu samtali og samstarfi við leiðandi háskóla á þessu sviði til að tryggja að vöruþróun taki mið af nýjustu rannsóknum og viðmiðum um dýravelferð. Í því samhengi má nefna að Marel er hluti af sameiginlegu verkefni innan Evrópusambandsins (ESB) til að þróa nýjar og betri deyfingarlausnir fyrir svín, en verkefnahópurinn samanstendur af leiðandi háskólum, rannsóknastofnunum og stórfyrirtækjum í matvælavinnslu innan Evrópu.“ „Hönnun CO2 deyfingarlausna Marel ætluðum fyrir svínavinnslu er í samræmi við gildandi reglur ESB. Þegar búnaður er keyptur, leggur Marel einnig mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum og starfsmönnum þeirra upp á þjálfun til að tryggja rétta notkun á búnaði og velferð dýra.“ Er þetta sambærilegur búnaður og notaður er í sláturhúsinu Pilgrim's Pride í Ashton-under-Lyne? „Marel tjáir sig ekki um viðskiptavini.“ Er ykkar búnaður notaður í sláturhúsi Stjörnugríss á Kjalarnesi? „Marel tjáir sig ekki um viðskiptavini.“ Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
„Þetta er færibandavinna. Svínin eru sett í holl og þeim slakað niður í gasklefann,“ segir manneskja sem tengist fyrirtækinu Stjörnugrís, það eina af fjórum á Íslandi sem notar gasdeyfingu við slátrun svína. Viðkomandi kýs að koma ekki fram undir nafni. „Þau öskra og hoppa og tryllast og missa vitið þegar þau eru gösuð. Þau vita ekkert hvað er í gangi. Svo þegar þau koma úr klefanum er komið við augnhimnuna til að athuga með viðbrögð, hvort þau séu með meðvitund eða ekki.“ Sé dýrið enn með meðvitund sé notuð „kindabyssa,“ eða svokölluð pinnabyssa til að ljúka verkinu. „Eftir að þau eru gösuð er skorinn upp allur kviðurinn á þeim,“ segir viðkomandi og segist vita til þess að ekki séu allir starfsmenn sáttir við þessa aðferð til að slátra dýrunum. Til dæmis syngi einn starfsmaður stundum fyrir svínin til að reyna að róa þau. Fjölmiðlar fá ekki að mynda Gösun svína Stjörnugríss hefur verið nokkuð til umfjöllunar eftir að myndband úr falinni myndavél úr bresku sláturhúsi var birt fyrir skemmstu. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku virðast dýrin í myndbandinu ærast úr hræðslu og séu þau ekki öll meðvitundarlaus eftir gösunina. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa skorað á Stjörnugrís að leyfa fjölmiðlum og dýravelferðarsamtökum að vera viðstödd svínaslátrun til að staðfesta yfirlýsingar um friðsælan dauðdaga. Í viðtali við Morgunblaðið þann 14. júní sagði Sigurður Berntsson, rekstrarstjóri Stjörnugríss: „Ég held að þetta sé besta fáanlega tækni sem hægt er að nota í dag. Þetta er einn sársaukaminnsti dauðdagi sem til er. Dýrin líða bara út af og sofna. Ég hef ekkert orðið var við einhver öskur eða læti.“ Í viðtali við Vísi tveimur dögum seinna sagði Geir Gunnar Geirsson, forstjóri, að ekki væri hægt að bera saman „öfgamyndband“ frá Bretlandi við íslenskar aðstæður. Jafn framt að fjölmiðlum yrði ekki leyft að mynda slátrun. Bakka og reyna að komast úr aðstæðum Sif Sigurðardóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að svínin upplifi óþægindi í gasklefanum. Það sé hins vegar ekki skráð sem frávik í eftirlitsskýrslum. Engar frávikaskýrslur hafi borist frá sláturhúsinu á Kjalarnesi. Dýralæknar fylgjast með mælingarbúnaðinum, styrk gassins og þeim tíma sem svínin verða fyrir áhrifum þess. Eftir gösun er athugað hvort að dýrin séu tilhlýðilega deyfð, hvort þau andi og sýni viðbrögð við snertingu á hornhimnu. „Ef dýrið er vissulega án meðvitundar er það blóðtæmt og deyr við það,“ segir Sif. Bendir hún á að eins og sjáist í skýrslu EFSA, evrópsku matvælaöryggisstofnunarinnar, um svínaslátrun upplifa dýrin ertingu á öndunarfærum þegar þau komast í tæri við gasið. Það gerist hér líkt og annars staðar. „Það veldur þeim stressi. Þau bakka og reyna að komast úr aðstæðunum. Þetta er gas og veldur upplifun sem þau túlka sem andnauð,“ segir Sif. „Grísunum er dýft ofan í meiri og meiri gasstyrk. Neðst niðri á að vera að minnsta kosti 80 prósent gasstyrkur. Þegar dýrin verða fyrst vör við þetta byrja þau að hnusa út í loftið og eftir því sem styrkur eykst verða þau fyrir þessum áhrifum, ertingu í slímhúð og svona. Þau vissulega finna fyrir gasinu.“ Fá krampa í vöðvaspennuskeiði Ef allt er eðlilegt eiga svínin að missa meðvitund innan 30 sekúndna. „Það er skeið í ferlinu sem kallast vöðvaspennuskeið. Þá fá þau krampa, missa líkamsstöðuna og þá eiga þau að vera meðvitundarlaus,“ segir Sif. Ef svínin eru ekki meðvitundarlaus þegar þau koma úr búnaðinum á að nota varadeyfingarbúnað. Rafklemmur eða pinnabyssu. „Þegar þú ert með gasdeyfingu er betra að vera með annars konar varadeyfingu. Annars þarftu að setja dýrin aftur í gasklefann,“ segir Sif. Sif staðfestir að Matvælastofnun hafi borist ábendingar og spurningar frá fólki um gösun svína, einkum eftir að fjallað var um málið í fjölmiðlum. Þeim ábendingum sé svarað. Marel framleiðir gasklefa Íslenska fyrirtækið Marel, sem er eitt af stærstu framleiðendum matvinnslutækja í heiminum, framleiðir gasklefa fyrir svínaslátrun. Kallast vélin Backloader G3 RelaX og er samkvæmt vefsíðu Marel „streitulaus“ fyrir dýrin. Teikning af gasdeyfingarbúnaði Marel. Backloader G3 RelaX getur gasað allt að 800 svínum á klukkutíma.Marel Segir enn fremur að fyrirtækið hafi mikla reynslu í að hanna sveigjanlega koltvíoxíðs deyfiklefa fyrir „mannúðlega slátrun svína.“ Hafi búnaðurinn verið settur upp í 800 sláturhúsum um allan heim. Í vélinni er hægt að gasa allt að 800 svín á klukkutíma. Hægt er að koma fyrir sex klefum, eða „gondólum“ í vélinni í einu og í hverjum klefa komast fyrir á bilinu 6 til 10 svín. Marel tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini Vísir sendi fyrirspurnir á Marel varðandi gasklefa sem fyrirtækið framleiðir. Marel segir velferð dýra grunnþátt í hugmyndafræði fyrirtækisins og það sé í góðu samtali og samstarfi við leiðandi háskóla á sviðinu. Fyrirtækið tjáir sig þó ekki um einstaka viðskiptavini. Er þessi aðferð mannúðleg að ykkar mati? „Velferð dýra er grunnþáttur í hugmyndafræði Marel um um ábyrga og sjálfbæra vinnslu á dýrapróteinum. Á ári hverju fjárfestir Marel 6% af tekjum í nýsköpun og vöruþróun á heildarlausnum, hugbúnaði og þjónustu til að efla hagkvæma, ábyrga og sjálfbæra vinnslu á matvælum.“ „Í því augnamiði erum við í góðu samtali og samstarfi við leiðandi háskóla á þessu sviði til að tryggja að vöruþróun taki mið af nýjustu rannsóknum og viðmiðum um dýravelferð. Í því samhengi má nefna að Marel er hluti af sameiginlegu verkefni innan Evrópusambandsins (ESB) til að þróa nýjar og betri deyfingarlausnir fyrir svín, en verkefnahópurinn samanstendur af leiðandi háskólum, rannsóknastofnunum og stórfyrirtækjum í matvælavinnslu innan Evrópu.“ „Hönnun CO2 deyfingarlausna Marel ætluðum fyrir svínavinnslu er í samræmi við gildandi reglur ESB. Þegar búnaður er keyptur, leggur Marel einnig mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum og starfsmönnum þeirra upp á þjálfun til að tryggja rétta notkun á búnaði og velferð dýra.“ Er þetta sambærilegur búnaður og notaður er í sláturhúsinu Pilgrim's Pride í Ashton-under-Lyne? „Marel tjáir sig ekki um viðskiptavini.“ Er ykkar búnaður notaður í sláturhúsi Stjörnugríss á Kjalarnesi? „Marel tjáir sig ekki um viðskiptavini.“
Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira