Zak er í flugi til Spánar: „Við vitum ekkert hvað bíður hans“ Árni Sæberg skrifar 20. júní 2023 10:24 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, var settur um borð í flugvél Icelandair til Barselóna nú í morgunsárið. Aðstandandi hans hér heima segir algjöra óvissu vera uppi um það hvað bíður hans á Spáni. Fréttastofa hefur undafarið fjallað um mál hælisleitandans Zaks, hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa. Hildur Blöndal Sveinsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur staðið í ströngu með Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Í samtali við Vísi fyrir skömmu staðfesti hún að Zak hefði verið sendur úr landi í morgun. „Við vitum ekkert hvað bíður hans þegar hann lendir. En við erum í sambandi við lögfræðing, sem vonandi hittir hann þegar hann lendir og verður með honum. Hann fer væntanlega í einhverja yfirheyrslu eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hún segir að aðstandendur Zaks vonist eftir kraftaverki, að hann fái að halda áfram til Georgíu í gegnum Istanbúl á morgun. „En ég verð að segja að við erum mjög svartsýn á að svo verði. En við ætlum samt að halda í vonina enn um sinn og sjá hvernig stjórnvöld bregðast við.“ Viðbrögðin gleðja Þrátt fyrir að niðurstaðan sé vonbrigði segir Hildur að viðbrögð við fréttaflutningi af máli Zaks gleðji. „Að sjá að það er enn þá einhver mannúð í samfélaginu. Þó að það sé eitt og eitt nettröll sem maður vildi helst hafa annars staðar.“ Þá segir hún að stjórnvöld hafi einnig brugðist við fréttaflutningi. Innan við klukkustund frá því að fyrsta frétt Vísis af málinu var birt hafi Útlendingastofnun haft samband við Zak og boðið honum að koma og sækja fæðingarvottorð sitt. Hann hafði lengi staðið í stappi við kerfið um að fá mikilvæg skjöl afhent. Rætt var við Hildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hún fór yfir stöðuna eins og hún var í gær: Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fréttastofa hefur undafarið fjallað um mál hælisleitandans Zaks, hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa. Hildur Blöndal Sveinsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur staðið í ströngu með Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Í samtali við Vísi fyrir skömmu staðfesti hún að Zak hefði verið sendur úr landi í morgun. „Við vitum ekkert hvað bíður hans þegar hann lendir. En við erum í sambandi við lögfræðing, sem vonandi hittir hann þegar hann lendir og verður með honum. Hann fer væntanlega í einhverja yfirheyrslu eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hún segir að aðstandendur Zaks vonist eftir kraftaverki, að hann fái að halda áfram til Georgíu í gegnum Istanbúl á morgun. „En ég verð að segja að við erum mjög svartsýn á að svo verði. En við ætlum samt að halda í vonina enn um sinn og sjá hvernig stjórnvöld bregðast við.“ Viðbrögðin gleðja Þrátt fyrir að niðurstaðan sé vonbrigði segir Hildur að viðbrögð við fréttaflutningi af máli Zaks gleðji. „Að sjá að það er enn þá einhver mannúð í samfélaginu. Þó að það sé eitt og eitt nettröll sem maður vildi helst hafa annars staðar.“ Þá segir hún að stjórnvöld hafi einnig brugðist við fréttaflutningi. Innan við klukkustund frá því að fyrsta frétt Vísis af málinu var birt hafi Útlendingastofnun haft samband við Zak og boðið honum að koma og sækja fæðingarvottorð sitt. Hann hafði lengi staðið í stappi við kerfið um að fá mikilvæg skjöl afhent. Rætt var við Hildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hún fór yfir stöðuna eins og hún var í gær:
Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira