Ámundi allur Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 11:31 Ámundi Ámundason, útgefandi og auglýsingastjóri, var einstaklega litríkur maður og setti sín spor á tíðarandann. vísir/ernir Ámundi Ámundason, sem kallaður var umboðsmaður Íslands löngu áður en Einar Bárðarson varð svo mikið sem hugmynd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 14. júní. Ámundi var 78 ára að aldri þegar hann andaðist. Hann var af þeim sem hann þekktu ávallt og einfaldlega kallaður Ámi og var einstaklega litríkur persónuleiki og eftirminnilegur. Og setti sannarlega sitt mark á tíðarandann. Ámi var á árum áður þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi landsins. Hann var umboðsmaður Hljóma frá Keflavík, á velmektarárum þeirra og fór með hljómsveitina hringinn um landið. Þeir hafa sagt frá því að hafa verið á ríflegum skipstjóralaunum við þá spilamennsku og byggði til að mynda Rúnar heitinn Júlíusson sér hús í Keflavík fyrir afraksturinn. Ámundi var einstaklega afkastamikill á þessu sviði tónlistarinnar og skemmtanalífsins; stofnaði hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Ámundi var þannig lykilmaður þegar Stuðmenn voru við upptökur í London árið 1974 og fjármagnaði að einhverju leyti ævintýri þeirra þar en þeir hafa reyndar sagt frá því að þar hafi þeir lifað við sult og seyru í London, sumir hverjir. Eftir mikil ævintýri í tónlistarbransanum og ýmsum uppákomum sem hann stóð fyrir í skemmtanalífi landsmanna sneri Ámi sér að auglýsingasölu. Hann var á árum áður afar handgenginn Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og leiðtoga krata á Íslandi til langs tíma. Ámundi gerðist auglýsingastjóri Alþýðublaðsins, alræmdur sem slíkur en sagðar hafa verið sögur af því að hann hafi hótað þeim sem voru tregir í taumi því að ef þeir keyptu ekki auglýsingu af sér kæmi hann með Jón Baldvin og blési til vinnustaðafundar á staðnum. Við þá hótun brustu yfirleitt varnir. Ámundi kom svo að auglýsingasölu fyrir Fréttablaðið og tengd blöð sem 365 gaf út; Birtu og DV. Leið Ámunda lá þaðan yfir í útgáfu þar sem hann nýtti hæfileika sína á sviði auglýsingasölu og þekkingar á dægurmenningu. Hann stofnaði útgáfufélagið Fótspor sem meðal annars út ýmis staðbundin bæjarblöð. Sú útgáfusaga endaði með því að fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressan, yfirtók þann rekstur. Fylgdu þeim vendingum nokkrar væringingar. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ sagði Ámundi á einum tímapunkti þess máls í samtali við Vísi. Ámundi lætur eftir sig fjögur börn auk barnabarna. Andlát Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ámundi var 78 ára að aldri þegar hann andaðist. Hann var af þeim sem hann þekktu ávallt og einfaldlega kallaður Ámi og var einstaklega litríkur persónuleiki og eftirminnilegur. Og setti sannarlega sitt mark á tíðarandann. Ámi var á árum áður þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi landsins. Hann var umboðsmaður Hljóma frá Keflavík, á velmektarárum þeirra og fór með hljómsveitina hringinn um landið. Þeir hafa sagt frá því að hafa verið á ríflegum skipstjóralaunum við þá spilamennsku og byggði til að mynda Rúnar heitinn Júlíusson sér hús í Keflavík fyrir afraksturinn. Ámundi var einstaklega afkastamikill á þessu sviði tónlistarinnar og skemmtanalífsins; stofnaði hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Ámundi var þannig lykilmaður þegar Stuðmenn voru við upptökur í London árið 1974 og fjármagnaði að einhverju leyti ævintýri þeirra þar en þeir hafa reyndar sagt frá því að þar hafi þeir lifað við sult og seyru í London, sumir hverjir. Eftir mikil ævintýri í tónlistarbransanum og ýmsum uppákomum sem hann stóð fyrir í skemmtanalífi landsmanna sneri Ámi sér að auglýsingasölu. Hann var á árum áður afar handgenginn Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og leiðtoga krata á Íslandi til langs tíma. Ámundi gerðist auglýsingastjóri Alþýðublaðsins, alræmdur sem slíkur en sagðar hafa verið sögur af því að hann hafi hótað þeim sem voru tregir í taumi því að ef þeir keyptu ekki auglýsingu af sér kæmi hann með Jón Baldvin og blési til vinnustaðafundar á staðnum. Við þá hótun brustu yfirleitt varnir. Ámundi kom svo að auglýsingasölu fyrir Fréttablaðið og tengd blöð sem 365 gaf út; Birtu og DV. Leið Ámunda lá þaðan yfir í útgáfu þar sem hann nýtti hæfileika sína á sviði auglýsingasölu og þekkingar á dægurmenningu. Hann stofnaði útgáfufélagið Fótspor sem meðal annars út ýmis staðbundin bæjarblöð. Sú útgáfusaga endaði með því að fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressan, yfirtók þann rekstur. Fylgdu þeim vendingum nokkrar væringingar. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ sagði Ámundi á einum tímapunkti þess máls í samtali við Vísi. Ámundi lætur eftir sig fjögur börn auk barnabarna.
Andlát Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira