Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 16:36 Teitur Björn, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi, segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um bann við hvalveiðum vera reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína. vísir/vilhelm/sjálfstæðisflokkurinn Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann telur ákvörðun Svandísar, sem óvænt tilkynnti í morgun um þá ákvörðun sína að veiðar á langreyð yrðu tímabundið bannaðar til 31. ágúst, ámælisverðar. Reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína Eins og fram hefur komið stóð til að veiðar hæfust á morgun og var undirbúningur vegna þeirra á lokametrum. „Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið er reiðarslag fyrir fjölda fólks sem missir nú atvinnu sína. Ég hef farið fram á það að atvinnuveganefnd Alþingis verði kölluð saman sem allra fyrst og ráðherra geri grein fyrir máli sínu á þeim vettvangi. Mörgum spurningum og stórum álitaefnum hefur ekki verið svarað,“ segir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni. Vísir hefur rætt við fjölda manna innan Sjálfstæðisflokksins sem eru á einu máli um að við slíkt gerræði, sem þeir kalla þessa ákvörðun Svandísar, sé vart við búandi. Hvað sem mönnum kann að finnast um hvalveiðar til eða frá. Þeir hafa þó margir kosið að tjá sig ekki opinberlega um stöðuna að sinni, sem er viðkvæm en talið er að stjórnarsamstarfið sé í hættu. Vinnubrögðin gagnrýnd Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi hefur gagnrýnt vinnubrögðin og sagt þau vart ásættanleg. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í samtali við fréttastofu að honum væri brugðið: „Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð.“ Sigurður Ingi segist ekki ánægður með ákvörðun Svandísar og efast um að hún geti talist það sem heitir meðalhófsstjórnsýsla.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að hann væri ekki sammála ákvörðun Svandísar í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann sagðist telja að þetta væri ekki meðalhófsstjórnsýsla. „Það er fullt af fólki sem er bæði búið að vera að undirbúa þessa vertíð, það er fullt af fólki sem reiknaði með að fá hér tekjur á næstu tveimur mánuðum,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Tengdar fréttir Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann telur ákvörðun Svandísar, sem óvænt tilkynnti í morgun um þá ákvörðun sína að veiðar á langreyð yrðu tímabundið bannaðar til 31. ágúst, ámælisverðar. Reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína Eins og fram hefur komið stóð til að veiðar hæfust á morgun og var undirbúningur vegna þeirra á lokametrum. „Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið er reiðarslag fyrir fjölda fólks sem missir nú atvinnu sína. Ég hef farið fram á það að atvinnuveganefnd Alþingis verði kölluð saman sem allra fyrst og ráðherra geri grein fyrir máli sínu á þeim vettvangi. Mörgum spurningum og stórum álitaefnum hefur ekki verið svarað,“ segir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni. Vísir hefur rætt við fjölda manna innan Sjálfstæðisflokksins sem eru á einu máli um að við slíkt gerræði, sem þeir kalla þessa ákvörðun Svandísar, sé vart við búandi. Hvað sem mönnum kann að finnast um hvalveiðar til eða frá. Þeir hafa þó margir kosið að tjá sig ekki opinberlega um stöðuna að sinni, sem er viðkvæm en talið er að stjórnarsamstarfið sé í hættu. Vinnubrögðin gagnrýnd Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi hefur gagnrýnt vinnubrögðin og sagt þau vart ásættanleg. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í samtali við fréttastofu að honum væri brugðið: „Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð.“ Sigurður Ingi segist ekki ánægður með ákvörðun Svandísar og efast um að hún geti talist það sem heitir meðalhófsstjórnsýsla.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að hann væri ekki sammála ákvörðun Svandísar í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann sagðist telja að þetta væri ekki meðalhófsstjórnsýsla. „Það er fullt af fólki sem er bæði búið að vera að undirbúa þessa vertíð, það er fullt af fólki sem reiknaði með að fá hér tekjur á næstu tveimur mánuðum,“ segir Sigurður Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Tengdar fréttir Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45
Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07
Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22