Niðurrif Kató sagt óumhverfisvænt og tillitsleysi við menninguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2023 20:20 Húsið á sér ríkulega sögu. Skjáskot/Facebook Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að auglýsa deiliskipulag sem felur í sér að rífa húsið sem Hafnfirðingar þekkja sem Kató. Íbúi Hafnarfjarðar segir ríkjandi sýn bæjaryfirvalda á skipulagsmálum ekki taka tillit til menningar, sögu og umhverfismála. Davíð Arnar Stefánsson, Hafnfirðingur, segir að niðurrif hússins sé bæði í ósamræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að viðhalda sérkennum bæjarins auk þess sem niðurrif bygginga skilji eftir sig mikið kolefnisfótspor. Skóli, leikskóli og skurðstofur Davíð rekur ríkulega sögu hússins í samtali við Vísi. Hann segir frá því að nunnur sem ráku St. Jósefsspítalann hafi stofnað skóla í húsinu á síðustu öld sem síðar varð leikskóli. Svo hafi annað hús verið byggt undir starfsemi leikskólans og hann alfarið færður þangað. Þá hafi skurðstofur og augnlæknastofur verið starfandi um nokkurt skeið í húsinu en það staðið autt síðan sú starfsemi hætti. „Hin allra síðustu ár hefur húsið staðið autt og hefur látið mikið á sjá. Það lítur orðið hrikalega illa út,“ segir Davíð. Hann segir brýnt að bregðast við. Þá vekur Davíð athygli á blómstrandi starfsemi í húsi St. Jósefsspítalans eftir að það var gert upp og opnað á nýjan leik. Spítalinn stóð auður um stund en hús hans var á síðustu árum gert upp. Í húsnæði spítalans er nú svokallað lífsgæðasetur sem hýsir alls kyns heilsutengda starfsemi, til dæmis Parkinsonsamtökin og Janus, heilsurækt fyrir eldri borgara. Niðurrif í ósamræmi við stefnu sveitarfélagsins „Nú eru sem sagt uppi plön um að eigandi lóðarinnar ætli að byggja fimmtán íbúða fjölbýlishús,“ segir Davíð. Hann segir afstöðuleysi bæjarstjórnar ríkja í tengslum við viðhald hússins. Sveitarfélagið geti sett öll þau skilyrði við lóðareigandann, sé viljinn fyrir hendi. „Þarna hefur sveitarfélaginu verið í lófa lagt að setjast niður með eiganda lóðarinnar og viðhalda húsinu.“ Davíð segir ríkjandi stefnu sveitarfélagsins vera að viðhalda gömlu byggðinni í bænum. Hann segir Minjastofnun hafa lagst hart gegn breytingunum þegar umræða um fyrirhugað niðurrif hússins skapaðist árið 2015. Að auki hafi íbúar kært áformin um niðurrif Kató en þeirri kæru verið vísað frá. Hann segir ríkjandi sýn Hafnarfjarðarbæjar á skipulagsmálum vera að rífa og byggja nýtt í sífellu, algjörlega óháð menningarverðmætum, sögu og sér í lagi virðingu fyrir umhverfinu. „Það eru auðvitað fleiri leiðir til þess að laga umhverfið heldur en að rífa og byggja nýtt,“ segir Davíð. „Við verðum að fara að hugsa okkur tvisvar um áður en við byggjum alltaf til einnar nætur,“ segir hann. „Þetta er algjörlega galið, þetta einnota samfélag sem við erum að viðhalda hérna.“ Hafnarfjörður Menning Húsavernd Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Davíð Arnar Stefánsson, Hafnfirðingur, segir að niðurrif hússins sé bæði í ósamræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að viðhalda sérkennum bæjarins auk þess sem niðurrif bygginga skilji eftir sig mikið kolefnisfótspor. Skóli, leikskóli og skurðstofur Davíð rekur ríkulega sögu hússins í samtali við Vísi. Hann segir frá því að nunnur sem ráku St. Jósefsspítalann hafi stofnað skóla í húsinu á síðustu öld sem síðar varð leikskóli. Svo hafi annað hús verið byggt undir starfsemi leikskólans og hann alfarið færður þangað. Þá hafi skurðstofur og augnlæknastofur verið starfandi um nokkurt skeið í húsinu en það staðið autt síðan sú starfsemi hætti. „Hin allra síðustu ár hefur húsið staðið autt og hefur látið mikið á sjá. Það lítur orðið hrikalega illa út,“ segir Davíð. Hann segir brýnt að bregðast við. Þá vekur Davíð athygli á blómstrandi starfsemi í húsi St. Jósefsspítalans eftir að það var gert upp og opnað á nýjan leik. Spítalinn stóð auður um stund en hús hans var á síðustu árum gert upp. Í húsnæði spítalans er nú svokallað lífsgæðasetur sem hýsir alls kyns heilsutengda starfsemi, til dæmis Parkinsonsamtökin og Janus, heilsurækt fyrir eldri borgara. Niðurrif í ósamræmi við stefnu sveitarfélagsins „Nú eru sem sagt uppi plön um að eigandi lóðarinnar ætli að byggja fimmtán íbúða fjölbýlishús,“ segir Davíð. Hann segir afstöðuleysi bæjarstjórnar ríkja í tengslum við viðhald hússins. Sveitarfélagið geti sett öll þau skilyrði við lóðareigandann, sé viljinn fyrir hendi. „Þarna hefur sveitarfélaginu verið í lófa lagt að setjast niður með eiganda lóðarinnar og viðhalda húsinu.“ Davíð segir ríkjandi stefnu sveitarfélagsins vera að viðhalda gömlu byggðinni í bænum. Hann segir Minjastofnun hafa lagst hart gegn breytingunum þegar umræða um fyrirhugað niðurrif hússins skapaðist árið 2015. Að auki hafi íbúar kært áformin um niðurrif Kató en þeirri kæru verið vísað frá. Hann segir ríkjandi sýn Hafnarfjarðarbæjar á skipulagsmálum vera að rífa og byggja nýtt í sífellu, algjörlega óháð menningarverðmætum, sögu og sér í lagi virðingu fyrir umhverfinu. „Það eru auðvitað fleiri leiðir til þess að laga umhverfið heldur en að rífa og byggja nýtt,“ segir Davíð. „Við verðum að fara að hugsa okkur tvisvar um áður en við byggjum alltaf til einnar nætur,“ segir hann. „Þetta er algjörlega galið, þetta einnota samfélag sem við erum að viðhalda hérna.“
Hafnarfjörður Menning Húsavernd Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira