Hannes afhenti Selenskí trúnaðarbréf sitt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júní 2023 17:41 Hannes Heimisson, sendiherra, afhendir Selenskí Úkraínuforseta trúnaðarbréf sitt. Stjórnarráðið Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Varsjá, afhenti í gær Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Athöfnin fór fram við kirkju heilagrar Soffíu í Kænugarði. Að henni lokinni átti Hannes tvíhliða fund með forsetanum þar sem þeir ræddu um söguleg tengsl Íslands og Úkraínu og mikilvægi samstöðu með Úkraínu gagnvart innrásarstríðinu. Ísland muni styðja við málstað Úkraínu Í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Hannes hafi borið Úkraínuforseta kveðju íslenskra stjórnvalda og íslensku þjóðarinnar og hann hafi lýsti aðdáun á hugrekki Úkraínumanna gegn innrás Rússlands. Einnig greindi hann frá því að mikil samstaða væri á Íslandi um stuðning við Úkraínu. Þá greindi Hannes frá því á fundi þeirra að Ísland myndi leggja áherslu á að styrkja samskipti við Úkraínu á næstu árum, taka þátt í að styðja varnarbaráttu landsins og uppbyggingu og styðja áfram við Úkraínu með framlögum í tengslum við varnir landsins og mannúðarmál. Þessu til viðbótar sagði hann Ísland muni leggja áherslu á að styðja við málstað Úkraínu með pólitískum hætti ásamt því að efla viðskiptaleg og menningarleg tengsl milli landanna. Þakkaði Íslendingum fyrir stuðninginn Í tilkynningu á vef úkraínskra stjórnvalda kemur fram að Zelensky hafi þakkað Íslandi fyrir stuðning við Úkraínu. Óskaði hann Íslandi til hamingju með formennsku í Evrópuráðinu og nýafstaðin leiðtogafund í Reykjavík. Í því samhengi tiltók hann sérstaklega stofnun tjónaskrárinnar sem er liður í að draga Rússland til ábyrgðar fyrir þann skaða sem innrás þeirra hefur valdið. Ísland opnaði sendiráð í Póllandi á síðasta ári en auk Póllands eru Búlgaría, Rúmenía og Úkraína í umdæmi sendiráðsins. Áður var Úkraína á meðal umdæmisríkja sendiráðs Íslands í Helsinki. Nú þegar trúnaðarbréf hefur verið afhent getur Hannes formlega hafið störf sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Sendiherrar fjögurra annarra ríkja gagnvart Úkraínu afhentu trúnaðarbréf í sömu athöfn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Athöfnin fór fram við kirkju heilagrar Soffíu í Kænugarði. Að henni lokinni átti Hannes tvíhliða fund með forsetanum þar sem þeir ræddu um söguleg tengsl Íslands og Úkraínu og mikilvægi samstöðu með Úkraínu gagnvart innrásarstríðinu. Ísland muni styðja við málstað Úkraínu Í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Hannes hafi borið Úkraínuforseta kveðju íslenskra stjórnvalda og íslensku þjóðarinnar og hann hafi lýsti aðdáun á hugrekki Úkraínumanna gegn innrás Rússlands. Einnig greindi hann frá því að mikil samstaða væri á Íslandi um stuðning við Úkraínu. Þá greindi Hannes frá því á fundi þeirra að Ísland myndi leggja áherslu á að styrkja samskipti við Úkraínu á næstu árum, taka þátt í að styðja varnarbaráttu landsins og uppbyggingu og styðja áfram við Úkraínu með framlögum í tengslum við varnir landsins og mannúðarmál. Þessu til viðbótar sagði hann Ísland muni leggja áherslu á að styðja við málstað Úkraínu með pólitískum hætti ásamt því að efla viðskiptaleg og menningarleg tengsl milli landanna. Þakkaði Íslendingum fyrir stuðninginn Í tilkynningu á vef úkraínskra stjórnvalda kemur fram að Zelensky hafi þakkað Íslandi fyrir stuðning við Úkraínu. Óskaði hann Íslandi til hamingju með formennsku í Evrópuráðinu og nýafstaðin leiðtogafund í Reykjavík. Í því samhengi tiltók hann sérstaklega stofnun tjónaskrárinnar sem er liður í að draga Rússland til ábyrgðar fyrir þann skaða sem innrás þeirra hefur valdið. Ísland opnaði sendiráð í Póllandi á síðasta ári en auk Póllands eru Búlgaría, Rúmenía og Úkraína í umdæmi sendiráðsins. Áður var Úkraína á meðal umdæmisríkja sendiráðs Íslands í Helsinki. Nú þegar trúnaðarbréf hefur verið afhent getur Hannes formlega hafið störf sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Sendiherrar fjögurra annarra ríkja gagnvart Úkraínu afhentu trúnaðarbréf í sömu athöfn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira