The Dial of Destiny: Enginn apabisness hjá öldungi Heiðar Sumarliðason skrifar 8. júlí 2023 09:10 Fimmta ævintýrið um Henry Jones jr er nú komið í kvikmyndahús. Eitt sinn sýndi Ríkissjónvarpið sjónvarpsþáttaröð um ævintýri hins unga Indiana Jones. Nú sýna íslensk kvikmyndahús ævintýri hins aldna Indiana Jones. Ber hún titilinn Indiana Jones: The Dial of Destiny og fjallar um leitina að skífu örlaganna. Það var mikill hasar í The Young Indiana Jones Chronicles. Það blés ekki byrlega með roskna Henry Jones Jr. (Harrison Ford) í kjölfar frumsýningar myndarinnar á Cannes í vor. Dómar gagnrýnenda voru í lakari kantinum og hugsaðu flestir með sér að hér væri meira af því sama og var á boðstólum í The Crystal Skull, hinu auðgleymda fjórða ævintýri fornleifafræðingsins spræka. En viðtökur á henni voru heldur kuldalegar. Eftir að Dial of Destiny fór í almennar sýningar fóru þó að birtast tíst þess efnis frá áhorfendum að gagnrýnendur hefðu hreinlega rangt fyrir sér, að hún væri betri en meðaleinkunn hennar á t.d. Metacritic gæfi til kynna. En hver er svo niðurstaðan? Jú, Indiana Jones: The Dial of Destiny er hreinlega hin fínasta skemmtun. Ég veit ekki alveg hvaða stemning var þarna meðal krítíkera sem sáu hana á Cannes, þeir voru kannski með sólsting. Hún nær að sjálfsögðu ekki sömu hæðum og fyrsta myndin Raiders of the Lost Ark, sem kom út árið 1981. Sú eldist mjög vel og virkar enn líkt og vel stjórnuð sinfónía þar sem allir spila fullkomlega á sín hljóðfæri. Hún inniheldur hættu, húmor og mystík, allt í réttum hlutföllum, hvergi feilnóta slegin. Hinar þrjár voru hins vegar æði misjafnar að gæðum. Hvar er hún í gæðaröðinni? Ég rifjaði upp kynni mín við fyrri myndir áður en ég sá þá nýjustu og raðaði ég þeim í þessa röð eftir gæðum: Raiders of the Lost Ark. The Last Crusade. The Temple of Doom. The Crystal Skull. Óþægilega nánir feðgar í nasistafylgsni. Framhaldsmyndirnar eru því miður ekki jafn góðar og Raiders, enda er það sjaldnast tilfellið. Hvað þá þegar komið er að fimmtu myndinni í seríu, þá er bara gefið að efnið er farið að þynnast. The Dial of Destiny er hins vegar að mínu mati ein sú frambærilegasta af framhaldsmyndunum og á ég erfitt að gera upp á milli hennar og The Last Crusade. Sennilega hefur Crusade vinninginn, en Dial er þó betri en hin óhóflega Temple og þunglamalega Crystal Skull. Ég man að sem barni þótti Temple hreint stórkostleg, en þegar ég horfði á hana aftur fyrir nokkrum vikum áttaði ég mig á ástæðu hrifningar minnar: Hún er barnamynd - reyndar mjög ógeðsleg barnamynd. Þegar ég horfi nú á hana með fullorðinsaugum átta ég mig á að hún fer yfir strikið í öllu! Ævintýrin eru of svakaleg, pöddurnar of viðbjóðslegar, viðfang ástarsögunnar Willie (Kate Capshaw) of ýkt og fimm ára guttinn (Ke Huy Quan) of góður í karate. Temple of Doom fór yfir öll strik sem hægt var að fara yfir. Þetta var síðan allt temprað niður í The Last Crusade og átti ég töluvert auðveldara með að klára enduráhorfið þar. T.d. er glensið milli Jones Jr. og Jones Sr. (Sean Connery) stórskemmtilegt, innkoma hins unga Indiana (River Phoenix) vel heppnuð og senan þar sem Adolf Hitler áritar glósubókina ógleymanleg. Sendiboðinn Shia skotinn The Kingdom of the Crystal Skull er sú versta í seríunni og kristallast það í apastökki persónu Shia LeBeouf - sem lék son Indy og Marion (Karen Allen) - svo slæm er sú sena að m.a.s. leikarinn sjálfur skammaðist sín svo fyrir hana að hann talaði um það opinberlega. Hann hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér, þessi sena er hræðileg, en hvað fékk Shia að launum? Jú, hann var drepinn. Eða öllu heldur, persóna hans var send í stríð og látin deyja þar. Ég sem hélt að búið væri að afnema dauðarefsingar í Kaliforníu. Mögulega eru Disney og Lucasfilm að senda skilaboð með þessu: Haltu kjafti eða við drepum persónuna þína og reynum að eyðileggja feril þinn. Harrison Ford tók þátt í aðförinni af fullum krafti og fyrir það að tala illa um myndina kallaði Ford LeBeouf meira að segja: „A fucking idiot.“ Ég held nú reyndar að Ford ætti að líta sér nær miðað við hvernig hann hefur sjálfur talað um Star Wars myndirnar. Ford var sífellt að hvetja George Lucas til að drepa Han Solo. LeBeouf er þó sjálfsagt slétt sama, enda forgangsraðar hann ferli sínum og áhorfendum ofar því að leika í rándýru rusli. Mögulega segja þessi orð Ford meira um hann sjálfan. Nýir gaurar við stýrið Fyrstu fjórar Indiana Jones myndirnar voru allar samstarf George Lucas og Steven Spielberg en The Dial of Destiny er sú fyrsta þeirra sem vinirnir rosknu stíga til hliðar og leyfa öðrum að sjá um erfiðisvinnuna, líkt og best er að gera þegar beinin eru farin að bogna og vitið að fjara út. Ég skil þá vel, enda báðir korter í áttrætt. Hin vel heppnaða Copland var önnur kvikmynd James Mangold. Leikstjórinn James Mangold hefur tekið við stjórnartaumunum og er það mjög góð lending. Það eru fáir í Hollywood jafn traustverðir, með feril sem inniheldur kvikmyndir á borð við Copland, Logan og 3:10 to Yuma. Sér til halds og trausts hefur hann teymi reyndra handritsgaura (Indy virðist vera drengjaklúbbur): Jez Butterworth, bróður hans John-Henry og David Koepp. Á ferilsskrá þeirra eru handrit að kvikmyndum á borð við Jurassic Park, Spider-Man, Edge of Tomorrow og Spectre. Draumalið. Útkoman er þó ekki á pari við það besta sem þessir höfundar hafa gert á ferlinum, The Dial of Destiny er nefnilega beggja blands, margt gott, annað ekki jafn gott. Tíminn í forgrunni Á þematísku stigi er pælingin á bakvið söguna vel úr garði gerð. Hér er verið að vinna með tímann, tímann sem er að renna úr greipum prófessorsins. Nútíminn hefur hafið innreið sína; gaurar lentir á tunglinu og gellur farnar að gera sig gjaldgengar á nýjum vettvangi. Indy líður best á hestbaki, þó svo hann lifi á gervihnattaöld. Myndin hefst reyndar á ansi vel leystu tímaflakki, þar sem ungur tölvugerður Indy er aftur að fást við nasisista (Sovíetmenn og -konur voru orðnir óvinirnir í The Kingdom of the Crystal Skull). Ef ég hefði ekki vitað að Harrison Ford er augljóslega ekki lengur fertugur er ég ekki svo viss um að ég hefði áttað mig á að í þessum sekvens er hann tölvugerður. Þessi fyrsti hluti er vel heppnaður klassískur Indiana Jones og ýtir Dial of Destiny hressilega úr vör. Í kjölfar hans er okkur varpað fram í tímann um tæp 40 ár og hittum við öldunginn Indy daginn sem hann sest í helgan stein sem háskólaprófessor. Þrátt fyrir að stríðið sé löngu búið rekst hann aftur á nasista - eðlilega, enda nasistar í forgrunni allra bestu ævintýra hans. Þessi hluti myndarinnar, og fram að hléi, er sá sísti. Ég var hálf feginn þegar ljósin kviknuðu, mér var hreinlega farið að leiðast. Leiðastigsmælir Ég reyni ávallt að vera meðvitaður um stigið á milli skemmtunar og leiða þegar ég horfi á kvikmyndir, reyni að bera kennsl á sveiflur og greina svo hvað veldur. Ég held að pendúllinn hafi byrjað að sveiflast frá leiða í skemmtun eftir hlé þegar raunverulegar áætlanir illmennisins Dr. Voller (Mads Mikkelsen) urðu skýrar. Þar á undan voru áætlanir hans helst til mikið á huldu. Það var svo margt sem hann gat gert við skífu örlaganna en um leið og ætlun hans teiknaðist upp varð sem sögunni yxu hendur, kæmu út úr tjaldinu og gripu mig með. Mads Mikkelsen fær einnig yfirhalningu og yngist upp um allavega átján ár. Senan þar sem þessar áætlarnir hans upplýsast er einnig snilldarlega framkvæmd, þar hefur Dr. Voller ekki á orði hvað hann ætlar sér nákvæmlega, heldur gefur það í skyn og skolast það yfir áhorfandann í gegnum undirtexta. Ég tek hattinn ofan fyrir þessum skrifum hjá nýja gauragengi Spielbergs. Fram að þessu voru ýmsar senur og handritslausnir sem fóru í taugarnar á mér, eins og full augljós plasering á flugnámi drengsins Teddy (Ethann Isidore). Um leið og það atvik átti sér stað hugsuðu sennilega flestir áhorfendur: Jæja, það kemur þá sena þar sem hann þarf að fljúga flugvél sem hann ræður illa við. Og auðvitað kom hún um það bil klukkustund síðar. Þessi mynd er auðvitað uppfull af lötum skrifum, en þau fóru hins vegar ekki jafn mikið í taugarnar á mér eftir hlé, enda er maður sem áhorfandi líklegri til að fyrirgefa slappa handritsúrvinnslu Hollywood-maskínunnar ef búið er að skapa streng við framvinduna. Það er nefnilega ekki nóg að persóna Indiana Jones sé á tjaldinu, það þarf að skapa almennilega framvindu sem áhorfandinn fjárfestir í af lífi og sál. Það heppnast hér eftir hlé og nægði mér að minnsta kosti, allavega gekk ég glaður í bragði út úr kvikmyndahúsinu og aftur inn í nútímann. Niðurstaða: Indiana Jones: The Dial of Destiny víkur sér undan mistökum fyrri mynda um prófessorinn með svipuna, enginn apabissness (Skull), ekkert ógeð (Temple) og úr verður hinn bærilegasti Indiana Jones hasar. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það var mikill hasar í The Young Indiana Jones Chronicles. Það blés ekki byrlega með roskna Henry Jones Jr. (Harrison Ford) í kjölfar frumsýningar myndarinnar á Cannes í vor. Dómar gagnrýnenda voru í lakari kantinum og hugsaðu flestir með sér að hér væri meira af því sama og var á boðstólum í The Crystal Skull, hinu auðgleymda fjórða ævintýri fornleifafræðingsins spræka. En viðtökur á henni voru heldur kuldalegar. Eftir að Dial of Destiny fór í almennar sýningar fóru þó að birtast tíst þess efnis frá áhorfendum að gagnrýnendur hefðu hreinlega rangt fyrir sér, að hún væri betri en meðaleinkunn hennar á t.d. Metacritic gæfi til kynna. En hver er svo niðurstaðan? Jú, Indiana Jones: The Dial of Destiny er hreinlega hin fínasta skemmtun. Ég veit ekki alveg hvaða stemning var þarna meðal krítíkera sem sáu hana á Cannes, þeir voru kannski með sólsting. Hún nær að sjálfsögðu ekki sömu hæðum og fyrsta myndin Raiders of the Lost Ark, sem kom út árið 1981. Sú eldist mjög vel og virkar enn líkt og vel stjórnuð sinfónía þar sem allir spila fullkomlega á sín hljóðfæri. Hún inniheldur hættu, húmor og mystík, allt í réttum hlutföllum, hvergi feilnóta slegin. Hinar þrjár voru hins vegar æði misjafnar að gæðum. Hvar er hún í gæðaröðinni? Ég rifjaði upp kynni mín við fyrri myndir áður en ég sá þá nýjustu og raðaði ég þeim í þessa röð eftir gæðum: Raiders of the Lost Ark. The Last Crusade. The Temple of Doom. The Crystal Skull. Óþægilega nánir feðgar í nasistafylgsni. Framhaldsmyndirnar eru því miður ekki jafn góðar og Raiders, enda er það sjaldnast tilfellið. Hvað þá þegar komið er að fimmtu myndinni í seríu, þá er bara gefið að efnið er farið að þynnast. The Dial of Destiny er hins vegar að mínu mati ein sú frambærilegasta af framhaldsmyndunum og á ég erfitt að gera upp á milli hennar og The Last Crusade. Sennilega hefur Crusade vinninginn, en Dial er þó betri en hin óhóflega Temple og þunglamalega Crystal Skull. Ég man að sem barni þótti Temple hreint stórkostleg, en þegar ég horfði á hana aftur fyrir nokkrum vikum áttaði ég mig á ástæðu hrifningar minnar: Hún er barnamynd - reyndar mjög ógeðsleg barnamynd. Þegar ég horfi nú á hana með fullorðinsaugum átta ég mig á að hún fer yfir strikið í öllu! Ævintýrin eru of svakaleg, pöddurnar of viðbjóðslegar, viðfang ástarsögunnar Willie (Kate Capshaw) of ýkt og fimm ára guttinn (Ke Huy Quan) of góður í karate. Temple of Doom fór yfir öll strik sem hægt var að fara yfir. Þetta var síðan allt temprað niður í The Last Crusade og átti ég töluvert auðveldara með að klára enduráhorfið þar. T.d. er glensið milli Jones Jr. og Jones Sr. (Sean Connery) stórskemmtilegt, innkoma hins unga Indiana (River Phoenix) vel heppnuð og senan þar sem Adolf Hitler áritar glósubókina ógleymanleg. Sendiboðinn Shia skotinn The Kingdom of the Crystal Skull er sú versta í seríunni og kristallast það í apastökki persónu Shia LeBeouf - sem lék son Indy og Marion (Karen Allen) - svo slæm er sú sena að m.a.s. leikarinn sjálfur skammaðist sín svo fyrir hana að hann talaði um það opinberlega. Hann hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér, þessi sena er hræðileg, en hvað fékk Shia að launum? Jú, hann var drepinn. Eða öllu heldur, persóna hans var send í stríð og látin deyja þar. Ég sem hélt að búið væri að afnema dauðarefsingar í Kaliforníu. Mögulega eru Disney og Lucasfilm að senda skilaboð með þessu: Haltu kjafti eða við drepum persónuna þína og reynum að eyðileggja feril þinn. Harrison Ford tók þátt í aðförinni af fullum krafti og fyrir það að tala illa um myndina kallaði Ford LeBeouf meira að segja: „A fucking idiot.“ Ég held nú reyndar að Ford ætti að líta sér nær miðað við hvernig hann hefur sjálfur talað um Star Wars myndirnar. Ford var sífellt að hvetja George Lucas til að drepa Han Solo. LeBeouf er þó sjálfsagt slétt sama, enda forgangsraðar hann ferli sínum og áhorfendum ofar því að leika í rándýru rusli. Mögulega segja þessi orð Ford meira um hann sjálfan. Nýir gaurar við stýrið Fyrstu fjórar Indiana Jones myndirnar voru allar samstarf George Lucas og Steven Spielberg en The Dial of Destiny er sú fyrsta þeirra sem vinirnir rosknu stíga til hliðar og leyfa öðrum að sjá um erfiðisvinnuna, líkt og best er að gera þegar beinin eru farin að bogna og vitið að fjara út. Ég skil þá vel, enda báðir korter í áttrætt. Hin vel heppnaða Copland var önnur kvikmynd James Mangold. Leikstjórinn James Mangold hefur tekið við stjórnartaumunum og er það mjög góð lending. Það eru fáir í Hollywood jafn traustverðir, með feril sem inniheldur kvikmyndir á borð við Copland, Logan og 3:10 to Yuma. Sér til halds og trausts hefur hann teymi reyndra handritsgaura (Indy virðist vera drengjaklúbbur): Jez Butterworth, bróður hans John-Henry og David Koepp. Á ferilsskrá þeirra eru handrit að kvikmyndum á borð við Jurassic Park, Spider-Man, Edge of Tomorrow og Spectre. Draumalið. Útkoman er þó ekki á pari við það besta sem þessir höfundar hafa gert á ferlinum, The Dial of Destiny er nefnilega beggja blands, margt gott, annað ekki jafn gott. Tíminn í forgrunni Á þematísku stigi er pælingin á bakvið söguna vel úr garði gerð. Hér er verið að vinna með tímann, tímann sem er að renna úr greipum prófessorsins. Nútíminn hefur hafið innreið sína; gaurar lentir á tunglinu og gellur farnar að gera sig gjaldgengar á nýjum vettvangi. Indy líður best á hestbaki, þó svo hann lifi á gervihnattaöld. Myndin hefst reyndar á ansi vel leystu tímaflakki, þar sem ungur tölvugerður Indy er aftur að fást við nasisista (Sovíetmenn og -konur voru orðnir óvinirnir í The Kingdom of the Crystal Skull). Ef ég hefði ekki vitað að Harrison Ford er augljóslega ekki lengur fertugur er ég ekki svo viss um að ég hefði áttað mig á að í þessum sekvens er hann tölvugerður. Þessi fyrsti hluti er vel heppnaður klassískur Indiana Jones og ýtir Dial of Destiny hressilega úr vör. Í kjölfar hans er okkur varpað fram í tímann um tæp 40 ár og hittum við öldunginn Indy daginn sem hann sest í helgan stein sem háskólaprófessor. Þrátt fyrir að stríðið sé löngu búið rekst hann aftur á nasista - eðlilega, enda nasistar í forgrunni allra bestu ævintýra hans. Þessi hluti myndarinnar, og fram að hléi, er sá sísti. Ég var hálf feginn þegar ljósin kviknuðu, mér var hreinlega farið að leiðast. Leiðastigsmælir Ég reyni ávallt að vera meðvitaður um stigið á milli skemmtunar og leiða þegar ég horfi á kvikmyndir, reyni að bera kennsl á sveiflur og greina svo hvað veldur. Ég held að pendúllinn hafi byrjað að sveiflast frá leiða í skemmtun eftir hlé þegar raunverulegar áætlanir illmennisins Dr. Voller (Mads Mikkelsen) urðu skýrar. Þar á undan voru áætlanir hans helst til mikið á huldu. Það var svo margt sem hann gat gert við skífu örlaganna en um leið og ætlun hans teiknaðist upp varð sem sögunni yxu hendur, kæmu út úr tjaldinu og gripu mig með. Mads Mikkelsen fær einnig yfirhalningu og yngist upp um allavega átján ár. Senan þar sem þessar áætlarnir hans upplýsast er einnig snilldarlega framkvæmd, þar hefur Dr. Voller ekki á orði hvað hann ætlar sér nákvæmlega, heldur gefur það í skyn og skolast það yfir áhorfandann í gegnum undirtexta. Ég tek hattinn ofan fyrir þessum skrifum hjá nýja gauragengi Spielbergs. Fram að þessu voru ýmsar senur og handritslausnir sem fóru í taugarnar á mér, eins og full augljós plasering á flugnámi drengsins Teddy (Ethann Isidore). Um leið og það atvik átti sér stað hugsuðu sennilega flestir áhorfendur: Jæja, það kemur þá sena þar sem hann þarf að fljúga flugvél sem hann ræður illa við. Og auðvitað kom hún um það bil klukkustund síðar. Þessi mynd er auðvitað uppfull af lötum skrifum, en þau fóru hins vegar ekki jafn mikið í taugarnar á mér eftir hlé, enda er maður sem áhorfandi líklegri til að fyrirgefa slappa handritsúrvinnslu Hollywood-maskínunnar ef búið er að skapa streng við framvinduna. Það er nefnilega ekki nóg að persóna Indiana Jones sé á tjaldinu, það þarf að skapa almennilega framvindu sem áhorfandinn fjárfestir í af lífi og sál. Það heppnast hér eftir hlé og nægði mér að minnsta kosti, allavega gekk ég glaður í bragði út úr kvikmyndahúsinu og aftur inn í nútímann. Niðurstaða: Indiana Jones: The Dial of Destiny víkur sér undan mistökum fyrri mynda um prófessorinn með svipuna, enginn apabissness (Skull), ekkert ógeð (Temple) og úr verður hinn bærilegasti Indiana Jones hasar.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira