„Löggan var bara komin eftir fjórar mínútur og sjúkrabíll með því,“ segir Þórður Axel Þórisson, rekstrarstjóri mathallarinnar, í samtali við fréttastofu.
Að hans sögn átti árásin sér stað á Austurvelli eftir klukkan 23 í kvöld. Þaðan hafi maðurinn hlaupið yfir í mathöllina þar sem starfsfólk hlúði að honum þar til lögreglan og sjúkrabíll kom á svæðið.
Að sögn starfsmanns sem var á svæðinu hafi maðurinn með stungusárið verið með meðvitund og gengið sjálfur blóðugur út í sjúkrabílinn.
Ekki náðist í lögreglu við vinnslu fréttarinnar.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.