Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2023 14:52 Sérðagerðarsveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í aðgerðum lögreglu í skútumálinu á varðbátnum Óðni. Hér er mynd af bátnum í Sundahöfn frá 2018. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. Tugir manns komu að umfangsmiklum aðgerðum snemma morguns á laugardag þegar lögreglan stöðvaði skútuna, handtók þrjá og lagði hald á mikið magn fíkniefna. Rúv greindi frá því í gærkvöldi að fíkniefnin sem um væri að ræða væru tugir kílóa af hassi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfesti í samtali við Vísi að um væri að ræða hass. Er það ekki heldur óvenjulegt? „Jú, það er óvenjulegt,“ sagði Grímur. „Það er mjög langt síðan við höfum verið að leggja hald á í eitthvað í líkingu við þetta magn af hassi. Það er langt síðan.“ Erum við að fara sjá aukið hass í umferð eða er þetta tilfallandi? „Við erum bara að rannsaka þetta. En maður getur velt vöngum, er þetta fyrir íslenskan markað eða einhvern annan markað. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og getum ekki tjáð okkur um á þessum tímapunkti,“ sagði hann. Ekki enn ljóst á hvaða ferðalagi skútan væri Ferðalag skútunnar er enn til rannsóknar og segir Grímur verið að skoða hvaðan hún kom og hvert hún var að fara. „Við erum með það til rannsóknar á hvaða ferðalagi skútan var, hvort þetta var að koma hingað, hvort þetta var að fara annað eða hvernig það var, það er til skoðunar. Á þessu stigi í svona málum er allt til skoðunar.“ Þetta var ansi fjölmenn aðgerð, þið voruð með fjölmennan hóp og landhelgisgæslan var líka viðstödd, var mikill aðdragandi að þessu? „Það er auðvitað alltaf aðdragandi að svona málum en ekki þannig að ég vilji fara út í einhver efnisatriði á þessu stigi,“ sagði Grímur. Aðspurður út í tímasetningar handtakanna sagði Grímur mennina tvo sem voru um borð í skipinu og þann sem var á landi hafa verið handtekna á svipuðum tíma. Hann gæti þó ekki farið nánar út í það hvernig handtakan fór fram á þessu stigi málsins. „Skútan var á siglingu þegar við handtókum þá og síðan var hún færð til hafnar og áfram til höfuðborgarinnar,“ sagði hann. Skýrslutökur og gagnasöfnun Skýrslutökur á mönnunum sem eru allir erlendir standa enn yfir og er verið að safna gögnum í málinu. Þá er lögreglan hérlendis í samskiptum við kollega sína erlendis vegna málsins. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. júlí og sagði Grímur að það lægi ekki enn fyrir hvort varðhaldið yrði framlengt. „Við sjáum bara hvernig þessi rannsókn gengur og svo tökum við ákvörðun,“ sagði hann. Er búið að taka skýrslur af mönnunum? „Það er verið að taka skýrslur og við erum að safna alls konar gögnum til að fylla upp í myndina,“ sagði Grímur. Mennirnir þrír væru allir erlendir en það væri ekki tímabært að staðfesta hvaðan þeir væru. Aðspurður hvort lögreglan væri í samskiptum við erlenda kollega sína svaraði Grímur játandi og sagði „í svona málum erum við það alltaf.“ Þau samskipti væru þegar hafin en Grímur gat þó ekki staðfest hvar hún væri. Þá sagði hann líklegt að það yrði ekki meira að frétta af málinu fyrr en nær dragi 10. júlí þegar gæsluvarðhald mannanna rennur út. Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Landhelgisgæslan Skútumálið 2023 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira
Tugir manns komu að umfangsmiklum aðgerðum snemma morguns á laugardag þegar lögreglan stöðvaði skútuna, handtók þrjá og lagði hald á mikið magn fíkniefna. Rúv greindi frá því í gærkvöldi að fíkniefnin sem um væri að ræða væru tugir kílóa af hassi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfesti í samtali við Vísi að um væri að ræða hass. Er það ekki heldur óvenjulegt? „Jú, það er óvenjulegt,“ sagði Grímur. „Það er mjög langt síðan við höfum verið að leggja hald á í eitthvað í líkingu við þetta magn af hassi. Það er langt síðan.“ Erum við að fara sjá aukið hass í umferð eða er þetta tilfallandi? „Við erum bara að rannsaka þetta. En maður getur velt vöngum, er þetta fyrir íslenskan markað eða einhvern annan markað. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og getum ekki tjáð okkur um á þessum tímapunkti,“ sagði hann. Ekki enn ljóst á hvaða ferðalagi skútan væri Ferðalag skútunnar er enn til rannsóknar og segir Grímur verið að skoða hvaðan hún kom og hvert hún var að fara. „Við erum með það til rannsóknar á hvaða ferðalagi skútan var, hvort þetta var að koma hingað, hvort þetta var að fara annað eða hvernig það var, það er til skoðunar. Á þessu stigi í svona málum er allt til skoðunar.“ Þetta var ansi fjölmenn aðgerð, þið voruð með fjölmennan hóp og landhelgisgæslan var líka viðstödd, var mikill aðdragandi að þessu? „Það er auðvitað alltaf aðdragandi að svona málum en ekki þannig að ég vilji fara út í einhver efnisatriði á þessu stigi,“ sagði Grímur. Aðspurður út í tímasetningar handtakanna sagði Grímur mennina tvo sem voru um borð í skipinu og þann sem var á landi hafa verið handtekna á svipuðum tíma. Hann gæti þó ekki farið nánar út í það hvernig handtakan fór fram á þessu stigi málsins. „Skútan var á siglingu þegar við handtókum þá og síðan var hún færð til hafnar og áfram til höfuðborgarinnar,“ sagði hann. Skýrslutökur og gagnasöfnun Skýrslutökur á mönnunum sem eru allir erlendir standa enn yfir og er verið að safna gögnum í málinu. Þá er lögreglan hérlendis í samskiptum við kollega sína erlendis vegna málsins. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. júlí og sagði Grímur að það lægi ekki enn fyrir hvort varðhaldið yrði framlengt. „Við sjáum bara hvernig þessi rannsókn gengur og svo tökum við ákvörðun,“ sagði hann. Er búið að taka skýrslur af mönnunum? „Það er verið að taka skýrslur og við erum að safna alls konar gögnum til að fylla upp í myndina,“ sagði Grímur. Mennirnir þrír væru allir erlendir en það væri ekki tímabært að staðfesta hvaðan þeir væru. Aðspurður hvort lögreglan væri í samskiptum við erlenda kollega sína svaraði Grímur játandi og sagði „í svona málum erum við það alltaf.“ Þau samskipti væru þegar hafin en Grímur gat þó ekki staðfest hvar hún væri. Þá sagði hann líklegt að það yrði ekki meira að frétta af málinu fyrr en nær dragi 10. júlí þegar gæsluvarðhald mannanna rennur út.
Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Landhelgisgæslan Skútumálið 2023 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira