Yfirgefa Íslandsbanka og vilja að stjórnendur greiði sekt úr eigin vasa Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 23:50 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna hvetur neytendur til að velja með veskinu. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Stjórn Neytendasamtakanna hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti félagsins frá Íslandsbanka vegna þeirra brota sem stjórnendur hans hafa gerst uppvísir að í tengslum við sölu hluta í bankanum. Þetta varð ljóst á stjórnarfundi samtakanna í dag. Ekki liggur fyrir hvaða fjármálastofnun verður fyrir valinu en framkvæmdastjóra hefur verið falið að leita tilboða í viðskiptin. Mbl.is greindi fyrst frá. „Auðvitað mun þetta ekki höggva nein stór skörð í viðskipti bankans. Neytendasamtökin eru ekki það stór aðili en við höfum nú oft sinnis bent á það að eitt af fáum tækjum sem neytendur hafa í raun og veru er veskið. Við höfum hvatt félagsmenn og aðra neytendur til að velja með veskinu, að skipta við þau fyrirtæki sem okkur hugnast að gera og við erum bara að fylgja því á borði það sem við segjum í orði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Aðspurður hvort samtökin vilji með þessu hvetja fólk til þess að færa viðskipti sín frá Íslandsbanka segir Breki að samtökin sendi bara þau almennu skilaboð til allra neytenda að þeir beini sínum viðskiptum til þeirra fyrirtækja sem þeim hugnast. Vill að stjórnendur séu sektaðir Breki segir að Neytendasamtökin vilji sjá sektargreiðslur greiddar úr vasa stjórnenda frekar en sjóðum fyrirtækjanna sjálfra. Íslandsbanki hefur fallist á að greiða 1,2 milljarð króna í sekt vegna þeirra brota sem Fjármálaeftirlitið fann í söluferlinu en þetta er langhæsta sekt sem lögð hefur verið á fjármálafyrirtæki hérlendis. „Það eru alltaf fyrirtækin sem greiða sektirnar en fyrirtæki taka ekki ákvarðanir, það eru stjórnendur eða starfsmenn sem taka ákvarðanir. Við höfum bent á að það væri nú meiri fælingarmáttur fólginn í því ef þeir sem taka ákvarðanirnar myndu greiða sektirnar en ekki fyrirtækin sjálf.“ „Það er ákveðin hætta á því, og við höfum séð það að fyrirtæki í einokunarstöðu og fákeppni hafa beinlínis lýst því yfir að sektargreiðslur muni fara áfram og lenda á herðum neytenda. Sér í lagi í ljósi þessu miklu ábyrgðar sem stjórnendur oft vísa í þegar talað er um launin þeirra þá væri nú réttast að þeir sýndu það líka í verki að ábyrgðin næði þá líka til sektargreiðslna þegar þeir taka ákvarðanir sem varða við lög, eins og í þessu tilviki.“ Mikill stormur hefur geisað um Íslandsbanka síðustu daga en lítið hefur verið um svör frá fulltrúum bankans.Vilhelm Gunnarsson Lífeyrissjóðir eigi að hafa hærra Einnig kallar Breki eftir því að lífeyrissjóðir, sem oftar en ekki eiga stóran hluta bréfa í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins, séu virkari eigendur og fari til að mynda fram á að fyrirtæki setji sér launa- og arðsemisstefnur. Ríkið fer með 42,5 prósenta hlut í Íslandsbanka en Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, og lífeyrissjóðirnir Brú, Stapi og Birta eru einnig á meðal stærstu eigenda bankans. „Þegar svona lagað gerist á vakt eigenda, hvort sem það eru brot eða mikil arðsemi, sér í lagi núna á þessum tímum þar sem allir eru hvattir til að herða óðlina og þurfa að gefa eitthvað eftir þá er arðsemi og há laun á endanum bara á ábyrgð eigenda,“ segir Breki að lokum. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Félagasamtök Íslandsbanki Tengdar fréttir Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. 26. júní 2023 21:28 Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. 26. júní 2023 09:23 Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Þetta varð ljóst á stjórnarfundi samtakanna í dag. Ekki liggur fyrir hvaða fjármálastofnun verður fyrir valinu en framkvæmdastjóra hefur verið falið að leita tilboða í viðskiptin. Mbl.is greindi fyrst frá. „Auðvitað mun þetta ekki höggva nein stór skörð í viðskipti bankans. Neytendasamtökin eru ekki það stór aðili en við höfum nú oft sinnis bent á það að eitt af fáum tækjum sem neytendur hafa í raun og veru er veskið. Við höfum hvatt félagsmenn og aðra neytendur til að velja með veskinu, að skipta við þau fyrirtæki sem okkur hugnast að gera og við erum bara að fylgja því á borði það sem við segjum í orði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Aðspurður hvort samtökin vilji með þessu hvetja fólk til þess að færa viðskipti sín frá Íslandsbanka segir Breki að samtökin sendi bara þau almennu skilaboð til allra neytenda að þeir beini sínum viðskiptum til þeirra fyrirtækja sem þeim hugnast. Vill að stjórnendur séu sektaðir Breki segir að Neytendasamtökin vilji sjá sektargreiðslur greiddar úr vasa stjórnenda frekar en sjóðum fyrirtækjanna sjálfra. Íslandsbanki hefur fallist á að greiða 1,2 milljarð króna í sekt vegna þeirra brota sem Fjármálaeftirlitið fann í söluferlinu en þetta er langhæsta sekt sem lögð hefur verið á fjármálafyrirtæki hérlendis. „Það eru alltaf fyrirtækin sem greiða sektirnar en fyrirtæki taka ekki ákvarðanir, það eru stjórnendur eða starfsmenn sem taka ákvarðanir. Við höfum bent á að það væri nú meiri fælingarmáttur fólginn í því ef þeir sem taka ákvarðanirnar myndu greiða sektirnar en ekki fyrirtækin sjálf.“ „Það er ákveðin hætta á því, og við höfum séð það að fyrirtæki í einokunarstöðu og fákeppni hafa beinlínis lýst því yfir að sektargreiðslur muni fara áfram og lenda á herðum neytenda. Sér í lagi í ljósi þessu miklu ábyrgðar sem stjórnendur oft vísa í þegar talað er um launin þeirra þá væri nú réttast að þeir sýndu það líka í verki að ábyrgðin næði þá líka til sektargreiðslna þegar þeir taka ákvarðanir sem varða við lög, eins og í þessu tilviki.“ Mikill stormur hefur geisað um Íslandsbanka síðustu daga en lítið hefur verið um svör frá fulltrúum bankans.Vilhelm Gunnarsson Lífeyrissjóðir eigi að hafa hærra Einnig kallar Breki eftir því að lífeyrissjóðir, sem oftar en ekki eiga stóran hluta bréfa í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins, séu virkari eigendur og fari til að mynda fram á að fyrirtæki setji sér launa- og arðsemisstefnur. Ríkið fer með 42,5 prósenta hlut í Íslandsbanka en Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, og lífeyrissjóðirnir Brú, Stapi og Birta eru einnig á meðal stærstu eigenda bankans. „Þegar svona lagað gerist á vakt eigenda, hvort sem það eru brot eða mikil arðsemi, sér í lagi núna á þessum tímum þar sem allir eru hvattir til að herða óðlina og þurfa að gefa eitthvað eftir þá er arðsemi og há laun á endanum bara á ábyrgð eigenda,“ segir Breki að lokum.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Félagasamtök Íslandsbanki Tengdar fréttir Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. 26. júní 2023 21:28 Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. 26. júní 2023 09:23 Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. 26. júní 2023 21:28
Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. 26. júní 2023 09:23
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25