Hamilton og Verstappen ósammála um stóra reglubreytingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2023 20:31 Lewis Hamilton og Max Verstappen eru langt frá því að vera sammála. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vill að ný regla verði kynnt til leiks í Formúlu 1 sem segir til um hvenær lið megi byrja að vinna í bíl næsta tímabils. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er þó ekki sammála. Ástæða þess að Hamilton, ökumaður Mercedes, vill að breytingar verði gerðar á reglunum og að lið mættu ekki byrja að vinna í bíl næsta tímabils fyrr en á ákveðnum tímapunkti er sú að hann telur að það myndi minnka bilið á milli liðanna í Formúlu 1. Eins og staðan er nún er Red Bull með langbesta bílinn og nú þegar liðið er með 154 stiga forskot í heimsmeistarakeppni bílasmiða getur liðið í raun farið að vinna í að þróa bíl fyrir næsta tímabil. Önnur lið sem enn eru í harðri baráttu um sæti þurfa hins vegar að einbeita sér að bílum þessa tímabils. „Bíllinn sem við erum með núna er á réttri leið og undir lok tímabilsins munum við líklega ná Red Bull,“ sagði Hamilton í vikunni. „En það er bara af því að þeir eru líklega nú þegar farnir að einbeita sér að næsta tímabili. Þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar á sínum bíl þar sem þeir eru með vel yfir hundrað stiga forskot.“ Max Verstappen has dismissed Lewis Hamilton's suggestion that F1 should prevent teams from switching development to next year's car early! 😳#Hamilton #Verstappen #Formula1 #F1 pic.twitter.com/BWL2756fsa— PlanetF1 (@Planet_F1) June 29, 2023 Max Verstappen, ökumaður Red Bull og ríkjandi heimsmeistari, er hins vegar ekki sammála þessum ummælum Hamilton. „Lífið er ósanngjarnt, ekki bara í Formúlu 1,“ sagði Verstappen aðspurður út í þessar hugmyndir Hamilton. „Það er mikið í þessu lífi sem er ósanngjarnt og þú þarft bara að taka því. Það var enginn að tala um þetta þegar hann var að vinna hvern heimsmeistaratitilinn á fætur öðrum, er það nokkuð? Þannig ég held að við ættum ekki að vera að gera það núna.“ Akstursíþróttir Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Sjá meira
Ástæða þess að Hamilton, ökumaður Mercedes, vill að breytingar verði gerðar á reglunum og að lið mættu ekki byrja að vinna í bíl næsta tímabils fyrr en á ákveðnum tímapunkti er sú að hann telur að það myndi minnka bilið á milli liðanna í Formúlu 1. Eins og staðan er nún er Red Bull með langbesta bílinn og nú þegar liðið er með 154 stiga forskot í heimsmeistarakeppni bílasmiða getur liðið í raun farið að vinna í að þróa bíl fyrir næsta tímabil. Önnur lið sem enn eru í harðri baráttu um sæti þurfa hins vegar að einbeita sér að bílum þessa tímabils. „Bíllinn sem við erum með núna er á réttri leið og undir lok tímabilsins munum við líklega ná Red Bull,“ sagði Hamilton í vikunni. „En það er bara af því að þeir eru líklega nú þegar farnir að einbeita sér að næsta tímabili. Þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar á sínum bíl þar sem þeir eru með vel yfir hundrað stiga forskot.“ Max Verstappen has dismissed Lewis Hamilton's suggestion that F1 should prevent teams from switching development to next year's car early! 😳#Hamilton #Verstappen #Formula1 #F1 pic.twitter.com/BWL2756fsa— PlanetF1 (@Planet_F1) June 29, 2023 Max Verstappen, ökumaður Red Bull og ríkjandi heimsmeistari, er hins vegar ekki sammála þessum ummælum Hamilton. „Lífið er ósanngjarnt, ekki bara í Formúlu 1,“ sagði Verstappen aðspurður út í þessar hugmyndir Hamilton. „Það er mikið í þessu lífi sem er ósanngjarnt og þú þarft bara að taka því. Það var enginn að tala um þetta þegar hann var að vinna hvern heimsmeistaratitilinn á fætur öðrum, er það nokkuð? Þannig ég held að við ættum ekki að vera að gera það núna.“
Akstursíþróttir Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Sjá meira