Landlæknir tryggði ekki öryggi upplýsinga í lyfjagátt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júní 2023 12:06 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Byggðist það á skorti á rekjanleika uppflettinga í gáttinni. Þrátt fyrir ábyrgð lyfjabúða er sjálfstæð skylda talin hvíla á embættinu sem rekur gáttina. Í úrlausn Persónuverndar kemur fram að stofnunin hafi farið í frumkvæðisathugun á því hvort landlæknir hafi tryggt viðeigandi upplýsingaöryggi. Í lyfjaávísanagátt er rafrænum lyfjaávísunum miðlað milli útgefenda þeirra og lyfjabúða og er hún starfrækt af embætti landlæknis. Fjallað hefur verið um dæmi þess að starfsfólk apóteka hafi flett upp þjóðþekktu fólki í lyfjagáttinni. Þá hefur apótekið Lyfja kært fyrrverandi starfsmann til lögreglu vegna tilefnislausrar uppflettingar í gáttinni. Landlæknir ber lögum samkvæmt að gera ráðstafanir sem miða að því að varna gegn óheimilum aðgangi að persónuupplýsingum í gáttinni. Í ákvörðun Persónuverndar segir að aðgerðarskráning sé nauðsynleg ráðstöfun til að tryggja eftirlit með notkun upplýsinganna. Þannig væri tryggður rekjanleiki uppflettinga og vinnsluaðgerða. Í ljósi þess að engin aðgerðarskráning var til staðar í gáttinni, skorti, að mati Persónuverndar, ráðstafanir sem varna gegn óheimilum aðgangi að upplýsingum. Aðgangsstýring að upplýsingum er einnig ábótavant og ámælisvert að landlæknir hafi ekki bundið aðgang að upplýsingum neinum skilyrðum sem lúta að upplýsingaöryggi. Segir að hvað sem ábyrgð lyfjabúðanna sjálfra líði, hvíli á landlækni sjálfstæð skylda til að tryggja margnefnt upplýsingaöryggi. „Það breytir ekki framangreindri niðurstöðu að lyfjabúðir hafa aðgang að upplýsingum í lyfjaávísanagátt í gegnum lyfjaafgreiðslukerfi, enda leiðir það allt að einu til þess að upplýsingar í gáttinni eru gerðar tiltækar af hálfu embættisins,“ segir í ákvörðuninni. Var því lagt fyrir embætti landlæknis að gera viðeigandi ráðstafanir til að varna gegn óheimilum aðgangi að upplýsingu í lyfjaávísangátt. „Svo sem með því að binda aðgang lyfjabúða að lyfjaávísanagátt því skilyrði að þær takmarki aðgang við þá starfsmenn sem á honum þurfa að halda starfs síns vegna og skrái jafnframt upplýsingar um uppflettingar einstakra starfsmanna.“ Heilbrigðismál Lyf Upplýsingatækni Persónuvernd Tengdar fréttir Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40 Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. 19. maí 2023 06:45 Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. 11. maí 2023 06:44 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Í úrlausn Persónuverndar kemur fram að stofnunin hafi farið í frumkvæðisathugun á því hvort landlæknir hafi tryggt viðeigandi upplýsingaöryggi. Í lyfjaávísanagátt er rafrænum lyfjaávísunum miðlað milli útgefenda þeirra og lyfjabúða og er hún starfrækt af embætti landlæknis. Fjallað hefur verið um dæmi þess að starfsfólk apóteka hafi flett upp þjóðþekktu fólki í lyfjagáttinni. Þá hefur apótekið Lyfja kært fyrrverandi starfsmann til lögreglu vegna tilefnislausrar uppflettingar í gáttinni. Landlæknir ber lögum samkvæmt að gera ráðstafanir sem miða að því að varna gegn óheimilum aðgangi að persónuupplýsingum í gáttinni. Í ákvörðun Persónuverndar segir að aðgerðarskráning sé nauðsynleg ráðstöfun til að tryggja eftirlit með notkun upplýsinganna. Þannig væri tryggður rekjanleiki uppflettinga og vinnsluaðgerða. Í ljósi þess að engin aðgerðarskráning var til staðar í gáttinni, skorti, að mati Persónuverndar, ráðstafanir sem varna gegn óheimilum aðgangi að upplýsingum. Aðgangsstýring að upplýsingum er einnig ábótavant og ámælisvert að landlæknir hafi ekki bundið aðgang að upplýsingum neinum skilyrðum sem lúta að upplýsingaöryggi. Segir að hvað sem ábyrgð lyfjabúðanna sjálfra líði, hvíli á landlækni sjálfstæð skylda til að tryggja margnefnt upplýsingaöryggi. „Það breytir ekki framangreindri niðurstöðu að lyfjabúðir hafa aðgang að upplýsingum í lyfjaávísanagátt í gegnum lyfjaafgreiðslukerfi, enda leiðir það allt að einu til þess að upplýsingar í gáttinni eru gerðar tiltækar af hálfu embættisins,“ segir í ákvörðuninni. Var því lagt fyrir embætti landlæknis að gera viðeigandi ráðstafanir til að varna gegn óheimilum aðgangi að upplýsingu í lyfjaávísangátt. „Svo sem með því að binda aðgang lyfjabúða að lyfjaávísanagátt því skilyrði að þær takmarki aðgang við þá starfsmenn sem á honum þurfa að halda starfs síns vegna og skrái jafnframt upplýsingar um uppflettingar einstakra starfsmanna.“
Heilbrigðismál Lyf Upplýsingatækni Persónuvernd Tengdar fréttir Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40 Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. 19. maí 2023 06:45 Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. 11. maí 2023 06:44 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40
Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. 19. maí 2023 06:45
Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. 11. maí 2023 06:44