Verstappen í sérflokki í Austurríki Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júlí 2023 18:46 Verstappen stóð efstur á palli eftir keppni dagsins. Vísir/Getty Max Verstappen kom, sá og sigraði í Formúlu 1 keppnum helgarinnar. Hann stóð uppi sem sigurvegari í kappakstri dagsins og er langefstur í keppni ökumanna. Max Verstappen hefur verið í sérflokki Formúlu 1 síðustu misserin. Í gær vann hann sigur í sprettakstri og tryggði sér 8 stig í keppni ökuþóra Formúlunnar. Í dag var síðan komið að aðalhluta keppninnar. Þar var það að sjálfsögðu Vestappen sem varð hlutskarpastur. Hann kom fyrstur í mark en Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari, varð annar. Sergio Perez, félagi Verstappen hjá Red Bull, varð í þriðja sæti. Þar sem Verstappen náði einnig hraðasta hringnum í kappakstri dagsins náði hann hámarksstigafjölda um helgina og jók því enn á forskot sitt í keppni ökumanna. Hann er langefstur með 229 stig en Perez er í öðru sæti með 148. Þetta þýðir auðvitað að lið Red Bull er með örugga forystu í keppni bílaframleiðanda. Þeir eru með 377 stig í efsta sæti, Mercedes í öðru með 178 stig og Aston Martin í því þriðja með 172 stig. Akstursíþróttir Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Max Verstappen hefur verið í sérflokki Formúlu 1 síðustu misserin. Í gær vann hann sigur í sprettakstri og tryggði sér 8 stig í keppni ökuþóra Formúlunnar. Í dag var síðan komið að aðalhluta keppninnar. Þar var það að sjálfsögðu Vestappen sem varð hlutskarpastur. Hann kom fyrstur í mark en Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari, varð annar. Sergio Perez, félagi Verstappen hjá Red Bull, varð í þriðja sæti. Þar sem Verstappen náði einnig hraðasta hringnum í kappakstri dagsins náði hann hámarksstigafjölda um helgina og jók því enn á forskot sitt í keppni ökumanna. Hann er langefstur með 229 stig en Perez er í öðru sæti með 148. Þetta þýðir auðvitað að lið Red Bull er með örugga forystu í keppni bílaframleiðanda. Þeir eru með 377 stig í efsta sæti, Mercedes í öðru með 178 stig og Aston Martin í því þriðja með 172 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira