Tólf ára Íslandsmeistari í tennis | Öruggt hjá Rafni Kumar Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júlí 2023 19:46 Rafn Kumar Bonifacius og Garima Nitinkumar Kalugade. Tennissamband Íslands Hin tólf ára Garima Nitinkumar gerði sér lítið fyrir í dag og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tennis utanhúss þegar hún lagði Sofiu Sóley Jónasdóttur í úrslitaleik. Þær Garima og Sofia Sóley tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigrum á Önnu Soffíu Grönholm og Eygló Dís Ármannsdóttur í undanúrslitum í gær en úrslitaleikurinn í dag var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sofia Sóley vann 6-2 sigur í fyrsta settinu en Garima jafnaði með því að vinna annað settið sömuleiðis 6-2. Í úrslitasettinu náði hin unga Garima 5-2 forystu en Sofiu Sóley tókst að minnka muninn með sigri í næstu lotu. Garima tryggði sér hins vegar Íslandsmeistaratiilinn í næstu lotu, vann þriðja settið 6-3 og leikinn 2-1. Andri Már Eggertsson hitti Garimu að máli eftir leik sem var vitaskuld sátt með titilinn. „Þetta er mjög gaman. Sofia og Anna Soffía eru fyrirmyndir fyrir mér. Sofia spilaði mjög vel í dag og sérstaklega í fyrsta settinu,“ sagði Garima. „Mér fannst ég gefa góðar uppgjafir, eins og alltaf,“ bætti hún við þegar Andri Már spurði hana hvað hefði gengið vel í dag. Hún segist stefna á toppinn. „Mig langar á toppinn, ég og systir mín,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í tennis en Garima varð einnig Íslandsmeistari innanhúss í vetur. Vann pabba sinn í úrslitum Rafn Kumar Bonificius varð Íslandsmeistari í karlaflokki í dag eftir öruggan sigur á föður sínum Raj Bonificius í tveimursettum. Rafn Kumar vann 6-2 í fyrsta setti og 6-1 í öðru og þar með leikinn 2-0. „Það er kannski aðeins öðruvísi þegar maður er að spila við pabba sinn, en það er alltaf gott að vinna,“ sagði Rafn Kumar í samtali við Andra Má eftir leikinn í dag, aðspurður hvort það væri alltaf jafn sætt að vinna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er það ekkert sérstaklega skemmtilegt, þetta er aðeins of nálægt manni. Auðvitað er þetta alveg gaman en þetta var skemmtilegra fyrir tólf árum þegar hann var um fertugt og ég yngri en tvítugt. Þetta lítur kannski svolítið skringilega út í dag.“ Hann segist hafa átt von á öruggum sigri. „Ég bjóst alveg við því. Hann spilaði aðeins betur en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Rafn Kumar sem sagðist gera ráð fyrir að pabbi hans væri þreyttari aðilinn eftir leikinn. Tennis Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira
Þær Garima og Sofia Sóley tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigrum á Önnu Soffíu Grönholm og Eygló Dís Ármannsdóttur í undanúrslitum í gær en úrslitaleikurinn í dag var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sofia Sóley vann 6-2 sigur í fyrsta settinu en Garima jafnaði með því að vinna annað settið sömuleiðis 6-2. Í úrslitasettinu náði hin unga Garima 5-2 forystu en Sofiu Sóley tókst að minnka muninn með sigri í næstu lotu. Garima tryggði sér hins vegar Íslandsmeistaratiilinn í næstu lotu, vann þriðja settið 6-3 og leikinn 2-1. Andri Már Eggertsson hitti Garimu að máli eftir leik sem var vitaskuld sátt með titilinn. „Þetta er mjög gaman. Sofia og Anna Soffía eru fyrirmyndir fyrir mér. Sofia spilaði mjög vel í dag og sérstaklega í fyrsta settinu,“ sagði Garima. „Mér fannst ég gefa góðar uppgjafir, eins og alltaf,“ bætti hún við þegar Andri Már spurði hana hvað hefði gengið vel í dag. Hún segist stefna á toppinn. „Mig langar á toppinn, ég og systir mín,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í tennis en Garima varð einnig Íslandsmeistari innanhúss í vetur. Vann pabba sinn í úrslitum Rafn Kumar Bonificius varð Íslandsmeistari í karlaflokki í dag eftir öruggan sigur á föður sínum Raj Bonificius í tveimursettum. Rafn Kumar vann 6-2 í fyrsta setti og 6-1 í öðru og þar með leikinn 2-0. „Það er kannski aðeins öðruvísi þegar maður er að spila við pabba sinn, en það er alltaf gott að vinna,“ sagði Rafn Kumar í samtali við Andra Má eftir leikinn í dag, aðspurður hvort það væri alltaf jafn sætt að vinna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er það ekkert sérstaklega skemmtilegt, þetta er aðeins of nálægt manni. Auðvitað er þetta alveg gaman en þetta var skemmtilegra fyrir tólf árum þegar hann var um fertugt og ég yngri en tvítugt. Þetta lítur kannski svolítið skringilega út í dag.“ Hann segist hafa átt von á öruggum sigri. „Ég bjóst alveg við því. Hann spilaði aðeins betur en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Rafn Kumar sem sagðist gera ráð fyrir að pabbi hans væri þreyttari aðilinn eftir leikinn.
Tennis Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira