„Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. júlí 2023 20:03 Allir viðmælendurnir sem Fréttastofa ræddi við voru sammála um að Íslandsbankamálið væri hneykslanlegt og það þyrfti harðari aðgerðir gagnvart þeim sem sekir væru. Vísir/Dúi Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. Stjórn Íslandsbanka boðaði í dag til hluthafafundar sem haldinn verður 28. júlí næstkomandi. Þar verður farið yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið og ný stjórn kjörin. Finnur Árnason, stjórnarformaður bankans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til háværra krafna um birtingu á starfslokasamningi Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, fyrr en lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Landsmenn hneykslaðir og krefjast Íslandsbankamálið er afar umdeilt og hefur verið harðlega gagnrýnt. Fréttastofa fór í Kringluna til að heyra hvað fólkið í landinu hefði að segja um málið. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli og það krefðist uppsagna.Vísir/Dúi „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sólrún Jónsdóttir um bankasöluna. Henni fannst jafnframt að bankinn ætti að taka miklu meiri ábyrgð á málinu heldur hann hefði gert. Ásta Björk nokkur sagði málið mjög spillt og hún ætti í raun ekki orð yfir því. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli. „Það sem á að gera er að segja þeim upp sem hafa komið nálægt þessum verknaði sem var framinn,“ sagði Þórir aðspurður út í það hvernig bankinn ætti að bregðast við. „Alls ekki borga þeim starfslokasamning“ Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, hluthafi í Íslandsbanka, sagði rétt að Birna tæki ábyrgð á sölunni en henni fyndist rétt að reka þá sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og það ætti alls ekki að borga þeim starfslokasamninga. Guðrúni Sigríði fannst að það ætti að reka þá sölumenn sem væru sekir í málinu og það ætti alls ekki að greiða þeim starfslokasamninga.Vísir/Dúi „Birna bankastjóri er búinn að vera byggja upp góðan banka og sterkan. Svo eru einhverjir starfsmenn sem fyllast af græðgi sem maður hélt að væri búið að koma í veg fyrir að hægt væri að gera,“ sagði Guðrún Sigríður í samtali við Fréttastofu. „Það var kannski alveg rétt að hún tæki ábyrgðina á þessu. En það sem mér finnst líka af því ég er hluthafi í Íslandsbanka, svo það sé sagt, að þá finnst mér líka að það ætti að reka þessa sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og alls ekki borga þeim starfslokasamning,“ sagði hún jafnframt. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka boðaði í dag til hluthafafundar sem haldinn verður 28. júlí næstkomandi. Þar verður farið yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið og ný stjórn kjörin. Finnur Árnason, stjórnarformaður bankans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til háværra krafna um birtingu á starfslokasamningi Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, fyrr en lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Landsmenn hneykslaðir og krefjast Íslandsbankamálið er afar umdeilt og hefur verið harðlega gagnrýnt. Fréttastofa fór í Kringluna til að heyra hvað fólkið í landinu hefði að segja um málið. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli og það krefðist uppsagna.Vísir/Dúi „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sólrún Jónsdóttir um bankasöluna. Henni fannst jafnframt að bankinn ætti að taka miklu meiri ábyrgð á málinu heldur hann hefði gert. Ásta Björk nokkur sagði málið mjög spillt og hún ætti í raun ekki orð yfir því. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli. „Það sem á að gera er að segja þeim upp sem hafa komið nálægt þessum verknaði sem var framinn,“ sagði Þórir aðspurður út í það hvernig bankinn ætti að bregðast við. „Alls ekki borga þeim starfslokasamning“ Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, hluthafi í Íslandsbanka, sagði rétt að Birna tæki ábyrgð á sölunni en henni fyndist rétt að reka þá sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og það ætti alls ekki að borga þeim starfslokasamninga. Guðrúni Sigríði fannst að það ætti að reka þá sölumenn sem væru sekir í málinu og það ætti alls ekki að greiða þeim starfslokasamninga.Vísir/Dúi „Birna bankastjóri er búinn að vera byggja upp góðan banka og sterkan. Svo eru einhverjir starfsmenn sem fyllast af græðgi sem maður hélt að væri búið að koma í veg fyrir að hægt væri að gera,“ sagði Guðrún Sigríður í samtali við Fréttastofu. „Það var kannski alveg rétt að hún tæki ábyrgðina á þessu. En það sem mér finnst líka af því ég er hluthafi í Íslandsbanka, svo það sé sagt, að þá finnst mér líka að það ætti að reka þessa sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og alls ekki borga þeim starfslokasamning,“ sagði hún jafnframt.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira