Kommúnistaleiðtogi í klandri eftir sólgleraugnastuld Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 10:39 Moxnes var gripinn glóðvolgur í fríhöfn Gardermoen-flugvallar í Osló um miðjan júní. Vísir/EPA Heitt er nú undir Bjørnari Moxnes, leiðtoga norska kommúnistaflokksins Rauða flokksins, eftir að upp komst að hann var staðinn að því að stela sólgleraugum í síðasta mánuði. Flokkurinn lýsti yfir stuðningi við Moxnes en eining ríkir ekki um hann. Uppákoman átti sér stað í fríhöfninni á Gardermoen-flugvelli í Osló 16. júní en ekki var upplýst um hana fyrr en á föstudag. Norska ríkisútvarpið NRK segir að Moxnes hafi stolið Hugo Boss-sólgleraugum úr verslun og verið sektaður um 3.000 norskra krónur, rúmar 38.000 íslenskar krónur. Til að bæta gráu ofan á svart varð Moxnes margsaga um það sem gerðist. Í fyrstu hélt hann því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Síðar viðurkenndi hann að hafa rifið verðmiða af sólgleraugunum og stungið þeim í farangur sinn. Moxnes baðst afsökunar á stuldinum og tilraunum sínum til að drepa málinu á dreif um helgina. Á blaðamannafundi sem hann boðaði til sagði hann að hann hafi skilað gleraugunum þegar öryggisvörður stöðvaði hann á flugvellinum. NRK segir að heimildir þess hermi að Moxnes hafi þvert á móti þrætt fyrir að vera með gleraugun þegar hann var stöðvaður. Hann hafi þá verið leiddur í burtu og gleraugun fundist í fórum hans. Moxnes sagði ríkisfjölmiðlunum að hann hefði verið í áfalli þegar öryggisvörður stöðvaði hann og að hann skildi það ef hann hefði virst ósamvinnuþýður. Vill að Moxnes víki Forysta Rauða flokksins lýsti yfir stuðningi við Moxnes um helgina. Mímir Kristjánsson, hálfíslenskur þingmaður flokksins, sagðist meðal annars enn bera traust til leiðtogans. Ekki eru þó allir á eitt sáttir. Ýmsir héraðsleiðtogar flokksins hafa krafist þess að haldinn verði neyðarfundur um stöðu Moxnes. Sumir telja að hann eigi að stíga til hliðar. „Traust er ekki eitthvað sem flokksforystan getur bara tekið ákvörðun um,“ segir Viktor Stein, leiðtogi flokksins í Nordland. Fram að þessu hefur flokksforystan þó tekið fálega í kröfur um mál leiðtogans verði tekið fyrir frekar. Noregur Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Uppákoman átti sér stað í fríhöfninni á Gardermoen-flugvelli í Osló 16. júní en ekki var upplýst um hana fyrr en á föstudag. Norska ríkisútvarpið NRK segir að Moxnes hafi stolið Hugo Boss-sólgleraugum úr verslun og verið sektaður um 3.000 norskra krónur, rúmar 38.000 íslenskar krónur. Til að bæta gráu ofan á svart varð Moxnes margsaga um það sem gerðist. Í fyrstu hélt hann því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Síðar viðurkenndi hann að hafa rifið verðmiða af sólgleraugunum og stungið þeim í farangur sinn. Moxnes baðst afsökunar á stuldinum og tilraunum sínum til að drepa málinu á dreif um helgina. Á blaðamannafundi sem hann boðaði til sagði hann að hann hafi skilað gleraugunum þegar öryggisvörður stöðvaði hann á flugvellinum. NRK segir að heimildir þess hermi að Moxnes hafi þvert á móti þrætt fyrir að vera með gleraugun þegar hann var stöðvaður. Hann hafi þá verið leiddur í burtu og gleraugun fundist í fórum hans. Moxnes sagði ríkisfjölmiðlunum að hann hefði verið í áfalli þegar öryggisvörður stöðvaði hann og að hann skildi það ef hann hefði virst ósamvinnuþýður. Vill að Moxnes víki Forysta Rauða flokksins lýsti yfir stuðningi við Moxnes um helgina. Mímir Kristjánsson, hálfíslenskur þingmaður flokksins, sagðist meðal annars enn bera traust til leiðtogans. Ekki eru þó allir á eitt sáttir. Ýmsir héraðsleiðtogar flokksins hafa krafist þess að haldinn verði neyðarfundur um stöðu Moxnes. Sumir telja að hann eigi að stíga til hliðar. „Traust er ekki eitthvað sem flokksforystan getur bara tekið ákvörðun um,“ segir Viktor Stein, leiðtogi flokksins í Nordland. Fram að þessu hefur flokksforystan þó tekið fálega í kröfur um mál leiðtogans verði tekið fyrir frekar.
Noregur Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira