Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 06:34 Óli Björn er síður en svo sáttur við matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann sakar Svandísi um atlögu að ríkisstjórnarsamstarfinu og segir hana hafa veikt og grafið undan möguleikum hennar til að „leysa erfið verkefni á komandi mánuðum“. Óli Björn fer í grein sinni aftur til þess þegar ríkisstjórnin var mynduð og vitnar í stefnuræðu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, frá 1997 þar sem hann ræddi samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Davíð hefði sagt að eðlilega væri „togstreita á milli flokkanna um einstök mál“ en „slíkar glímur eru jafnan háðar undir formerkjum þess að ná niðurstöðu sem báðir flokkar geta unað við en forðast er að setja samstarfsflokki óbilgjörn eða óaðgengileg skilyrði“. Óli Björn segir framgöngu Svandísar í hvalveiðimálinu hins vegar bera þess merki að lítill skilningur sé á mikilvægi þess að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. „Engu virðist skipta að ráðherrann gangi berlega gegn vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar,“ segir hann. Hann segir stjórnsýslu ráðherra ósanngjarna og ólöglega. „Ráðherrann hefur kastað blautri tusku í andlit allra þingmanna samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar. Það er pólitískur barnaskapur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á samstarfið innan ríkisstjórnarinnar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli matvælaráðherra og stjórnarþingmanna er lítið og það mun hafa áhrif á samstarf þeirra á komandi mánuðum,“ segir Óli Björn. Hann segir framgöngu Svandísar vatn á myllu þeirra sem hafa efast um áframhaldandi samstarf við flokk sem sé „lengst til vinstri“. „Flokk sem fagnar þegar ekki er hægt að nýta sjálfbærar orkuauðlindir, flokk sem ekki er tilbúinn til að horfast í augu við vanda vegna flóttamanna, flokk sem telur betra að auka álögur á fyrirtæki og launafólk en að nýta sameiginlega fjármuni betur, flokk sem er sannfærður um að biðraðir séu betri en að nýta einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu. Eitt er víst. Við sem berjumst fyrir atvinnufrelsi, sjálfbærri nýtingu auðlinda og stjórnsýslu þar sem meðalhófs og sanngirni er gætt eigum litla samleið með ráðherra sem gengur fram með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert. Það eru gömul sannindi og ný að vantraust grefur undan samstarfi.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann sakar Svandísi um atlögu að ríkisstjórnarsamstarfinu og segir hana hafa veikt og grafið undan möguleikum hennar til að „leysa erfið verkefni á komandi mánuðum“. Óli Björn fer í grein sinni aftur til þess þegar ríkisstjórnin var mynduð og vitnar í stefnuræðu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, frá 1997 þar sem hann ræddi samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Davíð hefði sagt að eðlilega væri „togstreita á milli flokkanna um einstök mál“ en „slíkar glímur eru jafnan háðar undir formerkjum þess að ná niðurstöðu sem báðir flokkar geta unað við en forðast er að setja samstarfsflokki óbilgjörn eða óaðgengileg skilyrði“. Óli Björn segir framgöngu Svandísar í hvalveiðimálinu hins vegar bera þess merki að lítill skilningur sé á mikilvægi þess að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. „Engu virðist skipta að ráðherrann gangi berlega gegn vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar,“ segir hann. Hann segir stjórnsýslu ráðherra ósanngjarna og ólöglega. „Ráðherrann hefur kastað blautri tusku í andlit allra þingmanna samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar. Það er pólitískur barnaskapur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á samstarfið innan ríkisstjórnarinnar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli matvælaráðherra og stjórnarþingmanna er lítið og það mun hafa áhrif á samstarf þeirra á komandi mánuðum,“ segir Óli Björn. Hann segir framgöngu Svandísar vatn á myllu þeirra sem hafa efast um áframhaldandi samstarf við flokk sem sé „lengst til vinstri“. „Flokk sem fagnar þegar ekki er hægt að nýta sjálfbærar orkuauðlindir, flokk sem ekki er tilbúinn til að horfast í augu við vanda vegna flóttamanna, flokk sem telur betra að auka álögur á fyrirtæki og launafólk en að nýta sameiginlega fjármuni betur, flokk sem er sannfærður um að biðraðir séu betri en að nýta einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu. Eitt er víst. Við sem berjumst fyrir atvinnufrelsi, sjálfbærri nýtingu auðlinda og stjórnsýslu þar sem meðalhófs og sanngirni er gætt eigum litla samleið með ráðherra sem gengur fram með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert. Það eru gömul sannindi og ný að vantraust grefur undan samstarfi.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira