Aðeins ein útsending er á dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 í dag, enda er íþróttalífið að miklu leyti í dvala yfir hásumarið.
Sýnt verður frá því þegar okkar fólk á Stöð 2 Sport kíkti til Vestmannaeyja síðustu helgi og fylgdist með einu stærsta knattspyrnumóti sumarsins, Orkumótinu.
Þátturinn byrjar á slaginu klukkan 20:00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport.