Bylgjulestin verður staðsett á hátíðarsvæði Kótelettunnar þar sem dagskrá hefst kl. 13. Boðið verður upp á grillsýningu, grillmeistarakeppni, leiktæki, barnadagskrá og glæsilega tónlistardagskrá um kvöldið. Lestarstjórarnir Vala Eiríks, Ómar Úlfur og Erna Hrönn verða í beinni útsendingu frá kl. 12 – 16 á laugardaginn frá Bylgjulestarbílnum.

Spáð er sól og allt að 20 stiga hita og því er ljóst að erfitt verður að finna skemmtilegri stemningu en á Selfossi næsta laugardag. Láttu endilega sjá þig!
Hægt er að skoða fjölbreytta dagskrá Kótelettunnar hér sem inniheldur m.a. fjölskylduhátíð, grillsýningu og frábæra tónleika.

Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar munu setja upp leiki, Hekla býður upp á bílasýningu og við gefum fyrstu krökkunum sem mæta gjafapoka með allskonar skemmtilegu.
Einnig verður boðið upp á skemmtilegan leik sem heitir Tengiru? en hann er leikur Bylgjulestarinnar í sumar. Kynntu þér leikinn nánar hér.
Matarvagnar frá Götubitanum verða með okkur með ljúffengan mat og leiktæki og hoppukastalar frá Kastalar ehf. verða á staðnum.

Kíktu við og taktu þátt í fjörinu, svalaðu þorstanum með sykurlausu appelsíni, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Siríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Vodafone, Heklu, Samgöngustofu og Nettó.
Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar.