Fjölskylda hennar leitaði til fjölmiðla vegna óánægju með aðgerðaleysi forsvarsmanna BBC.
Móðir umræddrar ungar konu, sem er nú tuttugu ára, sagði blaðamönnum The Sun, í grein sem birt var um helgina, að skjáskot væri til af viðkomandi kynni á nærfötunum þar sem hann átti í myndbandssamtali við táninginn. Maðurinn er sagður hafa greitt konunni meira en 35 þúsund pund fyrir myndir og myndbönd og hófust greiðslurnar þegar konan var sautján ára táningur.
Fjölskylda konunnar segist hafa kvartað til BBC þann 19. maí en maðurinn hafi enn birst í sjónvarpinu. Því nálgaðist móðirin blaðamenn Sun en tekið er fram í greininni að móðirin vildi ekki greiðslu. Viðkomandi sjónvarpsmaður er enn sagður á launum hjá BBC en hann á ekki að sjást aftur í sjónvarpi í bráð.
Í frétt á vef Guardian er haft eftir forsvarsmönnum ríkisútvarpsins að ásakanirnar séu teknar alvarlega. Það var á föstudaginn sem sú yfirlýsing var gefin út en síðan þá hafa forsvarsmennirnir ekkert sagt.
Sjónvarpsstjörnur eins og Rylan Clark, Jeremy Vine, Gary Lineker og aðrir hafa stigið fram og þvertekið fyrir að um þá sé að ræða.
Hate to disappoint the haters but it s not me.
— Gary Lineker (@GaryLineker) July 8, 2023