Forsetinn endurkjörinn með 87 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 10. júlí 2023 14:41 Shavkat Mirziyoyev hefur gegnt embætti forseta Úsbekistans frá árinu 2016. AP Shavkat Mirziyoyev hefur verið endurkjörinn sem forseti Mið-Asíuríkisins Úsbekistans. Samkvæmt tölum frá kjörstjórn hlaut forsetinn 87,1 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær og mun hann því sitja sitt þriðja kjörtímabil. Boðað var skyndilega til kosninga í landinu eftir að breytingar á stjórnarskránni voru samþykktar á dögunum. Hinn 65 ára Mirziyoyev mun því að óbreyttu sitja á forsetastóli til ársins 2030. Fjórir voru í framboði í kosningunum, Mirziyoyev og þrír fremur óþekktir frambjóðendur. Kosningaeftirlitsmenn á vegum ÖSE hafa bent á að þetta sé augljóslega ein birtingarmynd mjög veikrar stjórnarandstöðu í landinu. Mirziyoyev er menntaður verkfræðingur og hefur lýst sjálfum sér sem umbótasinna sem vinni að því að skapa „Nýtt Úsbekistan“. Í kosningabaráttunni lagði hann mesta áherslu á efnahags- og menntamál, auk þess að hann sagðist vilja vinna að fjölgun ferðamanna til landsins og aukningar erlendrar fjárfestingar. Mirziyoyev boðaði til kosninganna í kjölfar nýsamþykktra stjórnarskrárbreytinga sem tryggja að forseti geti setið tvö kjörtímabil. Hann gæti því í raun nú gegnt embætti forseta til ársins 2037. Frjáls félagasamtök segja að staða mannréttindamála hafi batnað nokkuð í Úsbekistan í stjórnartíð Mirziyoyev, samanborið við í stjórnartíð forverans, Islam Karimovs. Mirziyoyev gegndi á sínum tíma embætti forsætisráðherra í stjórnartíð Karimovs, en hefur eftir að hann tók við forsetaembættinu ógilt einhver þau kúgunarlög sem komið var á í stjórnartíð Karimovs. Úsbekistan Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Boðað var skyndilega til kosninga í landinu eftir að breytingar á stjórnarskránni voru samþykktar á dögunum. Hinn 65 ára Mirziyoyev mun því að óbreyttu sitja á forsetastóli til ársins 2030. Fjórir voru í framboði í kosningunum, Mirziyoyev og þrír fremur óþekktir frambjóðendur. Kosningaeftirlitsmenn á vegum ÖSE hafa bent á að þetta sé augljóslega ein birtingarmynd mjög veikrar stjórnarandstöðu í landinu. Mirziyoyev er menntaður verkfræðingur og hefur lýst sjálfum sér sem umbótasinna sem vinni að því að skapa „Nýtt Úsbekistan“. Í kosningabaráttunni lagði hann mesta áherslu á efnahags- og menntamál, auk þess að hann sagðist vilja vinna að fjölgun ferðamanna til landsins og aukningar erlendrar fjárfestingar. Mirziyoyev boðaði til kosninganna í kjölfar nýsamþykktra stjórnarskrárbreytinga sem tryggja að forseti geti setið tvö kjörtímabil. Hann gæti því í raun nú gegnt embætti forseta til ársins 2037. Frjáls félagasamtök segja að staða mannréttindamála hafi batnað nokkuð í Úsbekistan í stjórnartíð Mirziyoyev, samanborið við í stjórnartíð forverans, Islam Karimovs. Mirziyoyev gegndi á sínum tíma embætti forsætisráðherra í stjórnartíð Karimovs, en hefur eftir að hann tók við forsetaembættinu ógilt einhver þau kúgunarlög sem komið var á í stjórnartíð Karimovs.
Úsbekistan Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira