Afturelding áfram taplaust | Leiknir kom til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2023 21:40 Topplið Aftureldingar stefnir hraðbyr á Bestu deildina. Afturelding Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Topplið Aftureldingar vann 1-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Þá kom Leiknir Reykjavík til baka gegn Ægi frá Þorlákshöfn. Aron Elí Sævarsson tryggði toppliði Aftureldingar 1-0 sigurinn á Þrótti Reykjavík með marki þegar tæp klukkustund var liðin. Afturelding er sem fyrr á toppnum, nú með 29 stig að loknum 11 leikjum. Þróttur er í 7. sæti með 13 stig eftir jafn marga leiki. Í Breiðholti kom Sindri Björnsson Leikni yfir gegn nýliðum Ægis en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Dimitrije Cokic jafnaði metin og Ivo Braz kom Ægi yfir með marki úr vítaspyrnu. Þegar fimm mínútur lifðu leiks jafnaði Omar Sowe metin fyrir heimamenn. Það var svo í uppbótatíma sem Baldvin Freyr Berndsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja þar með Leikni sigurinn. Leiknir er nú með 11 stig í 9. sæti á meðan Ægir er í botnsætinu með 4 stig. Grindavík og Þór Akureyri gerðu 1-1 jafntefli suður með sjó. Marc Rochester Sörensen kom Þór yfir eftir rúma klukkustund en Marko Vardic jafnaði fyrir heimamenn undir lokin og þar við sat, lokatölur 1-1. Grindavík er í 4. sæti með 15 stig en Þór Ak. er í 5. sæti með 14 stig. Í Njarðvík mættust heimamenn og Fjölnir. Undir lok fyrri hálfleiks kom Bjarni Gunnarsson gestunum í Fjölni yfir þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Walid Birrou Essafi varði út í teiginn. Bjarni fékk svo beint rautt spjald örskömmu síðar og Fjölnir marki yfir en manni færri í hálfleik. Hreggviður Hermannsson jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hreggviður ákvað að feta í spor Bjarna og lét henda sér af velli þegar hann nældi í sitt annað gula spjald á 64. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Fjölnir er í 2. sæti með 22 stig en Njarðvík í 11. sæti með 8 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Aron Elí Sævarsson tryggði toppliði Aftureldingar 1-0 sigurinn á Þrótti Reykjavík með marki þegar tæp klukkustund var liðin. Afturelding er sem fyrr á toppnum, nú með 29 stig að loknum 11 leikjum. Þróttur er í 7. sæti með 13 stig eftir jafn marga leiki. Í Breiðholti kom Sindri Björnsson Leikni yfir gegn nýliðum Ægis en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Dimitrije Cokic jafnaði metin og Ivo Braz kom Ægi yfir með marki úr vítaspyrnu. Þegar fimm mínútur lifðu leiks jafnaði Omar Sowe metin fyrir heimamenn. Það var svo í uppbótatíma sem Baldvin Freyr Berndsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja þar með Leikni sigurinn. Leiknir er nú með 11 stig í 9. sæti á meðan Ægir er í botnsætinu með 4 stig. Grindavík og Þór Akureyri gerðu 1-1 jafntefli suður með sjó. Marc Rochester Sörensen kom Þór yfir eftir rúma klukkustund en Marko Vardic jafnaði fyrir heimamenn undir lokin og þar við sat, lokatölur 1-1. Grindavík er í 4. sæti með 15 stig en Þór Ak. er í 5. sæti með 14 stig. Í Njarðvík mættust heimamenn og Fjölnir. Undir lok fyrri hálfleiks kom Bjarni Gunnarsson gestunum í Fjölni yfir þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Walid Birrou Essafi varði út í teiginn. Bjarni fékk svo beint rautt spjald örskömmu síðar og Fjölnir marki yfir en manni færri í hálfleik. Hreggviður Hermannsson jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hreggviður ákvað að feta í spor Bjarna og lét henda sér af velli þegar hann nældi í sitt annað gula spjald á 64. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Fjölnir er í 2. sæti með 22 stig en Njarðvík í 11. sæti með 8 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram