„Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 14:09 Dolly Parton er hún tilkynnti að ný plata væri á leiðinni. Getty/Mike Marsland Tónlistarkonan Dolly Parton hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera orðin sjötíu og sjö ára gömul. Hún gaf nýlega út nýtt lag og von er á nýrri plötu frá henni á næstunni. Ferill Dolly Parton hófst á sjötta áratugi síðustu aldar en hún er engu að síður ennþá í fullu fjöri. Á síðasta ári var hún tilnefnd sem meðlimur í heiðurshöll tónlistarmanna (e. Rock & Roll Hall of Fame). Upphaflega afþakkaði hún tilnefninguna en að lokum sagði hún já og var þá tekin inn. Dolly ætlar einmitt að halla sér meira út í rokkið á nýjustu plötunni sinni sem ber heitið Rockstar. Á plötunni verða góðir gestir með Dolly en þar má helst nefna Elton John, Miley Cyrus, Lizzo og Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr. Fyrsta lagið af plötunni er komið út og má sjá það hér fyrir neðan. Í viðtali á útvarpsstöðinni Greatest Hits í Bretlandi útskýrir Dolly að upphaflega hafi hún gert lagið með Paul en þá hugsað að hún ætti að tékka á Ringo líka. „Ég hugsaði: „Vá, fáum Ringo til að gera trommurnar sem við gerðum upp á nýtt.“ Því við vorum þegar búin að taka þær upp.“ Í viðtalinu segir Dolly líka að hún ætli sér ekki að hætta að vinna. „Ég er búinn að vera að þessu í sextíu ár núna, ég byrjaði þegar ég var tíu ára,“ segir hún. „Ég myndi aldrei setjast í helgan stein! Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi á sviði einn daginn - og vonandi lagi sem ég skrifaði - það er þannig sem ég vona að ég fari. Ég hef ekki mikið val þegar kemur að því en þangað til ætla ég að slá járnið á meðan það er heitt.“ Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Ferill Dolly Parton hófst á sjötta áratugi síðustu aldar en hún er engu að síður ennþá í fullu fjöri. Á síðasta ári var hún tilnefnd sem meðlimur í heiðurshöll tónlistarmanna (e. Rock & Roll Hall of Fame). Upphaflega afþakkaði hún tilnefninguna en að lokum sagði hún já og var þá tekin inn. Dolly ætlar einmitt að halla sér meira út í rokkið á nýjustu plötunni sinni sem ber heitið Rockstar. Á plötunni verða góðir gestir með Dolly en þar má helst nefna Elton John, Miley Cyrus, Lizzo og Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr. Fyrsta lagið af plötunni er komið út og má sjá það hér fyrir neðan. Í viðtali á útvarpsstöðinni Greatest Hits í Bretlandi útskýrir Dolly að upphaflega hafi hún gert lagið með Paul en þá hugsað að hún ætti að tékka á Ringo líka. „Ég hugsaði: „Vá, fáum Ringo til að gera trommurnar sem við gerðum upp á nýtt.“ Því við vorum þegar búin að taka þær upp.“ Í viðtalinu segir Dolly líka að hún ætli sér ekki að hætta að vinna. „Ég er búinn að vera að þessu í sextíu ár núna, ég byrjaði þegar ég var tíu ára,“ segir hún. „Ég myndi aldrei setjast í helgan stein! Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi á sviði einn daginn - og vonandi lagi sem ég skrifaði - það er þannig sem ég vona að ég fari. Ég hef ekki mikið val þegar kemur að því en þangað til ætla ég að slá járnið á meðan það er heitt.“
Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira