Alls eru 25 manns ákærðir vegna árásarinnar sem átti sér stað að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember á síðasta ári þegar hópur grímuklæddra karlmana ruddist inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur. Málið vakti óhug í samfélaginu og hafði lögregla aukin viðbúnað í kjölfarið. Þingfesting í málinu fór fram í mars á þessu ári og aðalmeðferð fer fram 25. september í veislusal Gullhamra, vegna fjölda sakbornginga.
Í frétt Mbl.is um fyrirtöku málsins, sem fór fram í dag, segir að einn sakborninga, sem hafði áður viðurkennt að hafa stungið þrjá inni á skemmtistaðnum, hafi breytti afstöðu sinn og viðurkenni nú aðeins að hafa stungið tvo. Í þeim tilfellum játar hann stórfellda líkamsárás en neitar að með árásinni hafi hann gerst sekur um tilraun til manndráps.
Þá hafi verið lagt fram geðmat á manninum sem sakaður er um að hafa stungið mennina þrjá og samkvæmt matinu er hann talinn sakhæfur. Enginn sakborninga hafi verið viðstaddur, einungis átta verjendur.
Tíu sakborningar eru ákærðir fyrir að veitast að mönnunum með höggum og spörkum og fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hutdeild í árásinni. Í því felst að hafa ruðst inn á staðinn, verið inni í húsnæðinu á meðan árásinnni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá og veitt árásarmönnunum liðsinni.