„Menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 11:00 Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir málin í Stúkunni í gær. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans tóku umræðu um leikaraskap og myndbandadómgæslu í Stúkunni í gær. Umræðan hófst eftir að þeir skoðuðu vítið sem ÍBV fékk í leiknum á móti Keflavík. Bjarki Björn Gunnarsson fiskaði vítið og meiddist við það þannig að hann varð að fara að velli. Það er gömul saga og ný að dýfingar setji sinn svip á fótboltaleiki og það á einnig við um íslenska boltann. Rúlla, velta sér og dýfa „Stóra málið í þessu er það að þetta er stórt, mikið og flókið mál. Við erum að sjá unga stráka koma upp í meistaraflokk sem eru búnir að alast upp í gegnum yngri flokkana horfandi á knattspyrnumenn rúlla, velta sér og dýfa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Hluti af þeirra leik er að dýfa og henda sér niður. Það er orðið of mikið af þessu. Mér finnst aftur á móti þróunin hafa farið í hina áttina núna. Þetta er að lagast og þetta mun lagast enn meira loksins þegar við fáum VAR hérna á Íslandi þá verður þetta enn betra,“ sagði Lárus Orri. „Ég held að dómararnir séu að standa sig mjög vel miðað við það að þeir séu ekki með VAR hérna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Samræður á milli dómara um þetta „Þegar kemur að gula spjaldinu fyrir dýfuna þá eru klárlega búnar að eiga sér einhverjar samræður á milli dómara því þetta er fjórða gula spjaldið í síðustu tveimur umferðum,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Sem er mjög jákvætt,“ skaut Lárus inn í og hélt svo áfram: „Ef við förum yfir í Daníel í Víkingi í leiknum á móti Keflavík. Hann dýfir sér og fær víti. Hann fær slæma umfjöllun. Ég er búin að fylgjast með honum í sumar og talaði um hann fyrir mót sem mjög spennandi leikmann. Hann er búinn að standa sig vel og hefur verið að minnka þetta mikið í sínum leik,“ sagði Lárus. Menn græða ekki „Hann dýfir sér þarna, fær víti og fær slæma umfjöllun um það. Hann hefði svo seinna í leiknum átt að fá eitt, jafnvel tvö víti en fékk þau ekki. Dómarinn finnur það þegar hann dæmir fyrsta vítið að þetta var ekki rétt. Mín kenning er sú að á endanum ekki að græða það mikið á þessu,“ sagði Lárus. „Eins og í fyrra með hann Kristal. Hann var kominn með orð á sig um að hann væri að dýfa sér. Það var verið að sparka í hann og hann var ekki fá atvik einmitt út af þessu. Þá sagði ég að ef hann ætlaði að fara út í atvinnumennsku þá verður hann að minnka þetta,“ sagði Lárus. Á réttri leið „Hvað gerist þegar hann kemur út í atvinnumennskuna. Hann er tekinn fyrir það af sínum þjálfara,“ sagði Lárus. „Hvað gerir hann þá? Skiptir um land og skiptir um lið. Kominn til Danmerkur núna,“ skaut Guðmundur inn í. „Ég held að við séum á réttri leið með þetta en menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott því þetta er hluti af leiknum,“ sagði Lárus. Það má horfa á spjallið þeirra úr Stúkunni í gær hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Dýfur og myndbandadómgæsla Besta deild karla Stúkan Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Umræðan hófst eftir að þeir skoðuðu vítið sem ÍBV fékk í leiknum á móti Keflavík. Bjarki Björn Gunnarsson fiskaði vítið og meiddist við það þannig að hann varð að fara að velli. Það er gömul saga og ný að dýfingar setji sinn svip á fótboltaleiki og það á einnig við um íslenska boltann. Rúlla, velta sér og dýfa „Stóra málið í þessu er það að þetta er stórt, mikið og flókið mál. Við erum að sjá unga stráka koma upp í meistaraflokk sem eru búnir að alast upp í gegnum yngri flokkana horfandi á knattspyrnumenn rúlla, velta sér og dýfa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Hluti af þeirra leik er að dýfa og henda sér niður. Það er orðið of mikið af þessu. Mér finnst aftur á móti þróunin hafa farið í hina áttina núna. Þetta er að lagast og þetta mun lagast enn meira loksins þegar við fáum VAR hérna á Íslandi þá verður þetta enn betra,“ sagði Lárus Orri. „Ég held að dómararnir séu að standa sig mjög vel miðað við það að þeir séu ekki með VAR hérna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Samræður á milli dómara um þetta „Þegar kemur að gula spjaldinu fyrir dýfuna þá eru klárlega búnar að eiga sér einhverjar samræður á milli dómara því þetta er fjórða gula spjaldið í síðustu tveimur umferðum,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Sem er mjög jákvætt,“ skaut Lárus inn í og hélt svo áfram: „Ef við förum yfir í Daníel í Víkingi í leiknum á móti Keflavík. Hann dýfir sér og fær víti. Hann fær slæma umfjöllun. Ég er búin að fylgjast með honum í sumar og talaði um hann fyrir mót sem mjög spennandi leikmann. Hann er búinn að standa sig vel og hefur verið að minnka þetta mikið í sínum leik,“ sagði Lárus. Menn græða ekki „Hann dýfir sér þarna, fær víti og fær slæma umfjöllun um það. Hann hefði svo seinna í leiknum átt að fá eitt, jafnvel tvö víti en fékk þau ekki. Dómarinn finnur það þegar hann dæmir fyrsta vítið að þetta var ekki rétt. Mín kenning er sú að á endanum ekki að græða það mikið á þessu,“ sagði Lárus. „Eins og í fyrra með hann Kristal. Hann var kominn með orð á sig um að hann væri að dýfa sér. Það var verið að sparka í hann og hann var ekki fá atvik einmitt út af þessu. Þá sagði ég að ef hann ætlaði að fara út í atvinnumennsku þá verður hann að minnka þetta,“ sagði Lárus. Á réttri leið „Hvað gerist þegar hann kemur út í atvinnumennskuna. Hann er tekinn fyrir það af sínum þjálfara,“ sagði Lárus. „Hvað gerir hann þá? Skiptir um land og skiptir um lið. Kominn til Danmerkur núna,“ skaut Guðmundur inn í. „Ég held að við séum á réttri leið með þetta en menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott því þetta er hluti af leiknum,“ sagði Lárus. Það má horfa á spjallið þeirra úr Stúkunni í gær hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Dýfur og myndbandadómgæsla
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira