Gunnar Heiðar skrifaði undir samning við Njarðvík út tímabilið. Hann tekur við liðinu af Arnari Hallssyni sem var látinn taka pokann sinn á sunnudaginn.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ráðinn nýr aðalþjálfari meistaraflokks karla.
— NjarðvíkFC (@fcnjardvik) July 19, 2023
Meira má lesa um málið hér:https://t.co/lBnEqbj5Ho
Áfram Njarðvík! pic.twitter.com/bW1ImFIWsY
Á síðasta tímabili stýrði Gunnar Heiðar Vestra í Lengjudeildinni. Þar áður þjálfaði hann KFS.
Gunnar Heiðar átti farsælan feril og lék með ÍBV, KFS, Halmstads, Hannover 96, Valerenga, Esbjerg, Reading, Fredrikstad, Norrköping, Konyaspor og Häcken. Hann lék 24 landsleiki og skoraði fimm mörk.
Gunnar Heiðar stýrir Njarðvík í fyrsta sinn á föstudaginn þegar liðið fær Gróttu í heimsókn. Njarðvíkingar eru í ellefta og næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar með átta stig, þremur stigum frá öruggu sæti.