Liverpool að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 14:00 Jordan Henderson og Fabinho hafa lagt línurnar á miðju Liverpool undanfarin ár en eru núna á förum. Getty/Will Palmer Liverpool mætir með mjög breytt lið til leiks á komandi tímabili og þá einkum á einum stað á vellinum. Liverpool þurfti vissulega að bæta við sig öflugum miðjumönnum eftir vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þótti næsta víst að það væri nokkrir öflugir á leiðinni. Fáir bjuggust þó við því að liðið myndi missa svo marga miðjumenn eins og raunin hefur orðið. Miðjumennirnir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru allir farnir frá félaginu en saman léku þeir 607 leiki fyrir Liverpool. Saudi Arabia interest changes Liverpool transfer landscape https://t.co/cV0jv0R5v8— TheFanSource (@FanSourceNews) July 21, 2023 Þar fór mikil reynsla af miðjunni en síðustu daga hafa borist fréttir af tveimur miðjumönnum í viðbót sem eru á förum. Breska ríkisútvarpið fór yfir stöðuna á miðju Liverpool liðsins eins og sjá má hér. Liverpool er þannig væntanlega að selja bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí-Arabíu. Henderson er fyrirliði liðsins og hefur lyft öllum mögulegum bikurum í boði en hann á að baki 491 leik fyrir Liverpool. Fabinho lék 219 leiki fyrir Liverpool. Fari þeir líka, eins og fátt kemur í veg fyrir, þá er Liverpool búið að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins. Liverpool er búið að kaupa miðjumennina Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai í sumar en það er ljóst að eftir að allir þessi reynslumiklu menn eru á förum að það þarf að kaupa fleiri miðjumenn í sumar. Jürgen Klopp getur ekki bara treyst á unga og efnilega leikmenn í Liverpool sem eru reyndar nokkrir. Curtis Jones og Harvey Elliott urðu Evrópumeistarar með 21 árs liði Englendinga á dögunum og Stefan Bajcetic stimplaði sig inn á miðjuna á síðasta tímabili. Thiago Alcantara er enn leikmaður Liverpool en hann er mikið meiddur og virðist ekki hafa náð sér enn af meiðslum síðasta tímabils. Það má ekki gleyma Trent Alexander-Arnold en þessar breytingar gætu aukið líkur á því að hann spili meira inn á miðjunni í stað þess að spila sem hægri bakvörður. Alexander-Arnold hefur meðal annars fengið tækifæri á miðjunni í enska landsliðinu. Hinn nítján ára gamli Romeo Lavia hjá Southampton þykir góður kostur og annar ungur leikmaður sem Liverpool hefur áhuga á er Moises Caicedo hjá Brighton en hann er líklegast að fara til Chelsea. Við höfum því örugglega ekki heyrt síðustu fréttirnar af nýjum miðjumanni á leið til Liverpool. Hver eða hverjir það verða verður bara koma í ljós. Liverpool liðið mætir að minnsta kosti með gerbreytta miðju á komandi tímabili. Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Liverpool þurfti vissulega að bæta við sig öflugum miðjumönnum eftir vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þótti næsta víst að það væri nokkrir öflugir á leiðinni. Fáir bjuggust þó við því að liðið myndi missa svo marga miðjumenn eins og raunin hefur orðið. Miðjumennirnir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru allir farnir frá félaginu en saman léku þeir 607 leiki fyrir Liverpool. Saudi Arabia interest changes Liverpool transfer landscape https://t.co/cV0jv0R5v8— TheFanSource (@FanSourceNews) July 21, 2023 Þar fór mikil reynsla af miðjunni en síðustu daga hafa borist fréttir af tveimur miðjumönnum í viðbót sem eru á förum. Breska ríkisútvarpið fór yfir stöðuna á miðju Liverpool liðsins eins og sjá má hér. Liverpool er þannig væntanlega að selja bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí-Arabíu. Henderson er fyrirliði liðsins og hefur lyft öllum mögulegum bikurum í boði en hann á að baki 491 leik fyrir Liverpool. Fabinho lék 219 leiki fyrir Liverpool. Fari þeir líka, eins og fátt kemur í veg fyrir, þá er Liverpool búið að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins. Liverpool er búið að kaupa miðjumennina Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai í sumar en það er ljóst að eftir að allir þessi reynslumiklu menn eru á förum að það þarf að kaupa fleiri miðjumenn í sumar. Jürgen Klopp getur ekki bara treyst á unga og efnilega leikmenn í Liverpool sem eru reyndar nokkrir. Curtis Jones og Harvey Elliott urðu Evrópumeistarar með 21 árs liði Englendinga á dögunum og Stefan Bajcetic stimplaði sig inn á miðjuna á síðasta tímabili. Thiago Alcantara er enn leikmaður Liverpool en hann er mikið meiddur og virðist ekki hafa náð sér enn af meiðslum síðasta tímabils. Það má ekki gleyma Trent Alexander-Arnold en þessar breytingar gætu aukið líkur á því að hann spili meira inn á miðjunni í stað þess að spila sem hægri bakvörður. Alexander-Arnold hefur meðal annars fengið tækifæri á miðjunni í enska landsliðinu. Hinn nítján ára gamli Romeo Lavia hjá Southampton þykir góður kostur og annar ungur leikmaður sem Liverpool hefur áhuga á er Moises Caicedo hjá Brighton en hann er líklegast að fara til Chelsea. Við höfum því örugglega ekki heyrt síðustu fréttirnar af nýjum miðjumanni á leið til Liverpool. Hver eða hverjir það verða verður bara koma í ljós. Liverpool liðið mætir að minnsta kosti með gerbreytta miðju á komandi tímabili.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira