„Ég stakk hann þrisvar!“ Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2023 15:38 Myndskeiðið er átakanlegt áhorfs. Vísir Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað. Myndskeiðið virðist hafa farið í nokkra dreifingu manna á milli á netinu frá því að það var tekið upp að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Það barst til að mynda ritstjórn Vísis. Stúlkan sem heldur á símanum sætir ákæru fyrir að hafa ekki sinnt hjálparskyldu. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Grimmilegar aðferðir Ungi maðurinn og piltarnir tveir sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólska manninum bana með því að beita hann grófu ofbeldi. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Var alveg ofan í átökunum Maðurinn sem lést virðist hafa reynt hvað hann gat að slást gegn unga manninum og piltunum og úr hafi orðið nokkuð hörð slagsmál. Stúlkan sem tók myndskeiðið upp er um tíma í miðri þvögunni en segir svo „ég þarf að færa mig“ og kemur sér í var. Þegar hún beinir símanum aftur að átökunum hafa ungi maðurinn og piltarnir fellt manninn í jörðina og láta spörk dynja á honum þar sem hann liggur varnarlaus. Því næst sést hvernig ungi maðurinn beygir sig niður og stingur manninn ítrekað. Þá sprettur hann á fætur og gengur frá hópnum. Lengra nær myndbandið ekki en afleiðingar árásarinnar voru þær að maðurinn lést af sárum sínum skömmu eftir hana. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Myndskeiðið virðist hafa farið í nokkra dreifingu manna á milli á netinu frá því að það var tekið upp að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Það barst til að mynda ritstjórn Vísis. Stúlkan sem heldur á símanum sætir ákæru fyrir að hafa ekki sinnt hjálparskyldu. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Grimmilegar aðferðir Ungi maðurinn og piltarnir tveir sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólska manninum bana með því að beita hann grófu ofbeldi. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Var alveg ofan í átökunum Maðurinn sem lést virðist hafa reynt hvað hann gat að slást gegn unga manninum og piltunum og úr hafi orðið nokkuð hörð slagsmál. Stúlkan sem tók myndskeiðið upp er um tíma í miðri þvögunni en segir svo „ég þarf að færa mig“ og kemur sér í var. Þegar hún beinir símanum aftur að átökunum hafa ungi maðurinn og piltarnir fellt manninn í jörðina og láta spörk dynja á honum þar sem hann liggur varnarlaus. Því næst sést hvernig ungi maðurinn beygir sig niður og stingur manninn ítrekað. Þá sprettur hann á fætur og gengur frá hópnum. Lengra nær myndbandið ekki en afleiðingar árásarinnar voru þær að maðurinn lést af sárum sínum skömmu eftir hana.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42