Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júlí 2023 07:42 Agnes M. Sigurðardóttir biskup mun sitja í embætti sínu til 31. október 2024. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun og segist hafa undir höndunum ráðningarsamning þess efnis sem er undirritaður af Ragnhildi Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Biskupsstofu, og Agnesi M. Sigurðardóttur biskup. Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn eins og í þessu tilviki. Þá hafi hvorki kirkjuþing né forsætisnefnd þess vitað af samningnum. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa Hjartardóttir í viðtali við Morgunblaðið. Reglum um skipunartíma biskups breytt Agnes Sigurðardóttir var skipuð biskup af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, frá og með 1. júlí 2012 til fimm ára og var skipunartíminn síðan framlengdur um önnur fimm ár 1. júlí 2017. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju sem var látinn fara úr prestakallinu í kjölfar ásakana um einelti og kynferðislega, hefur vakið athygli á skipunartíma Agnesar biskups og hæfi hennar til að taka ákvarðanir. Kirkjuþing breytti reglum um kosningu biskups í fyrra þannig að kjörtímabil hans er nú sex ár. Í erindi sem Auður sendi á forseta kirkjuþings fyrr á árinu sagði hún að það þýddi ekki að skipunartími biskups framlengdist sjálfkrafa og Agnes hefði því ekki getað tekið ákvörðun um að reka Gunnar. Með réttu hefði skipunartími biskups átt að renna út 1. júlí 2022 en nú er ljóst að skipunartími hennar rennur ekki út fyrr en 31. október 2024. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun og segist hafa undir höndunum ráðningarsamning þess efnis sem er undirritaður af Ragnhildi Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Biskupsstofu, og Agnesi M. Sigurðardóttur biskup. Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn eins og í þessu tilviki. Þá hafi hvorki kirkjuþing né forsætisnefnd þess vitað af samningnum. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa Hjartardóttir í viðtali við Morgunblaðið. Reglum um skipunartíma biskups breytt Agnes Sigurðardóttir var skipuð biskup af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, frá og með 1. júlí 2012 til fimm ára og var skipunartíminn síðan framlengdur um önnur fimm ár 1. júlí 2017. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju sem var látinn fara úr prestakallinu í kjölfar ásakana um einelti og kynferðislega, hefur vakið athygli á skipunartíma Agnesar biskups og hæfi hennar til að taka ákvarðanir. Kirkjuþing breytti reglum um kosningu biskups í fyrra þannig að kjörtímabil hans er nú sex ár. Í erindi sem Auður sendi á forseta kirkjuþings fyrr á árinu sagði hún að það þýddi ekki að skipunartími biskups framlengdist sjálfkrafa og Agnes hefði því ekki getað tekið ákvörðun um að reka Gunnar. Með réttu hefði skipunartími biskups átt að renna út 1. júlí 2022 en nú er ljóst að skipunartími hennar rennur ekki út fyrr en 31. október 2024.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47