Egill Sigurðsson vann sannfærandi sigur í tveimur settum gegn Martin Muedini. Íslandsmeistarinn Rafn Kumar Bonifacius þurfti að hafa aðeins meira fyrir sigrinum gegn sterkasta spilara Albana, Mario Zili. Rafn Kumar hafði sigur 6-1, 7-5.
Í Davis Cup eru spilaðir tveir einliðaleikir og einn tvíliðaleikur. Þeir Egill og Rafn unnu örugggan sigur í tveimur settum, 6-0 og 6-0.
Hiti í Svartfjallalandi er mikill eins og víða í Evrópu. Hann var þó „aðeins“ um þrjátíu stig þegar leikir gærdagsins fóru fram.
Strákarnir mæta í dag Kósóvó sem vann Aserbaídjan 2-1 í gær. Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í 3. deild að ári.