Lestarstjórar Bylgjulestarinnar næsta laugardag verða þeir Svali Kaldalón og Ómar Úlfur en Bylgjan verða í beinni útsendingu frá kl. 12-16.
„Eins og venjulega fáum við til okkar góða gesti,“ segir Svali Kaldalóns, annar lestarstjóra Bylgjulestarinnar.

„Kristján Viðar, söngvari Greifanna, mætir í spjall en sveitin var stofnuð á Húsavík á sínum tíma. Söngkonan Birgitta Haukdal mætir einnig í spjall og Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, eða Bibbi eins og hann er alltaf kallaður, mætir líka í heimsókn. Hvalaskoðun á sterkar rætur á Húsavík og við ætlum aðeins að kynna okkur hana ásamt gönguskíðasögu Húsavíkur en hún nær um 250 á aftur í tímann, ótrúlegt en satt. Við fáum einnig til okkar Örlyg Hnefil, manninn á bak við Eurovision-safnið á Húsavík og Ja ja Ding Dong-barinn og svo ætlum við að skoða hvaðan þessir blessuðu gullfiskar koma sem eru í heitu tjörninni í bænum. Svo er aldrei að vita nema fleiri góðir gestir bætist í hópinn.“

Það verður án efa mikið fjör á hafnarsvæðinu laugardag. Matarvagnarnir Dons Donuts, Silli Kokkur, La Buena Vida og Pop Up Pizza verða á staðnum með ljúffengan mat. Boðið verður upp á tvö tívolí, Nóakroppskast, bílasýning frá Heklu og gjafapoka frá Bylgjunni.
Fjölskyldudagskrá verður í bænum alla helgina með froðurennibraut, tónleikum, flugeldasýningu og allskonar glensi!
Kíktu við og taktu þátt í fjörinu. Svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Síríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Heklu, Samgöngustofu, Vodafone og Nettó.
Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar.