Orsökin fyrir því að NBA deildin sá sig nauðbeygða til að senda út minnisblaðið er rannskókn þeirra á háttalagi Damien Lillard og umboðsmanns hans Aaron Goodwin. Umboðsmaðurinn er sagður hafa hringt í nokkur lið í deildinni og varað þau við að bjóða Portland skipti vegna Lillard sem vill komast þaðan en hann var að ljúka 11. tímabili sínu með liðið. Goodwin á að hafa sagt við liðið að Lillard muni ekki spila fyrir liðið fari svo að samningar náist við Portland.
Í minnisblaðinu er farið yfir það að deildin hafi tekið viðtöl við Goodwin, Lillard og liðin sem eiga að hafa fengið símtal frá umboðsmanninum. Goodwin neitar að hafa varað lið við því að reyna að fá Lillard til sín og höfðu hann og Lillard fullvissað deildina að leikmaðurinn myndi standa við sínar skuldbindingar ef hann væri fenginn til annars liðs en Miami.
NBA deildin varaði Lillard og aðra leikmenn svo við því að ef upp kæmist að leikmenn myndu reyna sömu aðferð og Lillard og hans fólk áttu víst að hafa beitt þá myndu við því liggja refsingar. Lesa má minnisblaðið í færslu Chris Haynes hérna að neðan.
Full NBA memo sent to all 30 teams regarding rhetoric on trade request made by Damian Lillard and his agent Aaron Goodwin.
— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) July 28, 2023
Recent media reports stated that Damian Lillard s agent, Aaron Goodwin, called multiple NBA teams to warn them against trading for Lillard because