Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 18:48 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. Katrín brást við háværum gagnrýnisröddum innan Sjálfstæðisflokks í samtali við RÚV. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir flokkinn ekki geta tekist á við veigamikil og aðkallandi mál í samstarfi við Vinstri græna. Í samtali við mbl.is sagði Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra að ómögulegt sé að spá fyrir um það hvort að ríkisstjórnarsamstarfið lifi næsta þingvetur af. „Nú er ég auðvitað ekki í Sjálfstæðisflokknum og þekki ekki hvaða umræður eiga sér stað þar innan dyra en ég hef vissulega séð einhverja hafa á því skoðun að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir í stjórnarsamstarfinu og það er augljóslega bara eitthvað sem þeir þurfa að ræða innan sinna raða,“ er haft eftir Katrínu. Katrín segir málamiðlana alltaf þörf í öllu stjórnarsamstarfi og segir það algengt að tekist sé á innan flokka. „Stundum höfum við þótt gefa of mikið eftir og stundum hefur fólk verið mjög ánægt með þann árangur sem hefur náðst,“ segir Katrín. „Við vinnum af fullum heilindum og ég á ekki von á öðru en að samstarfsflokkarnir geri slíkt hið sama.“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að verulegt misklíð sé komið upp innan ríkisstjórnar. „Það er eins og það séu þrjár ríkisstjórnir að störfum í landinu, hver á sínu málefnasviði og flokkarnir eigi sífellt erfiðara með að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ sagði Eiríkur. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Katrín brást við háværum gagnrýnisröddum innan Sjálfstæðisflokks í samtali við RÚV. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir flokkinn ekki geta tekist á við veigamikil og aðkallandi mál í samstarfi við Vinstri græna. Í samtali við mbl.is sagði Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra að ómögulegt sé að spá fyrir um það hvort að ríkisstjórnarsamstarfið lifi næsta þingvetur af. „Nú er ég auðvitað ekki í Sjálfstæðisflokknum og þekki ekki hvaða umræður eiga sér stað þar innan dyra en ég hef vissulega séð einhverja hafa á því skoðun að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir í stjórnarsamstarfinu og það er augljóslega bara eitthvað sem þeir þurfa að ræða innan sinna raða,“ er haft eftir Katrínu. Katrín segir málamiðlana alltaf þörf í öllu stjórnarsamstarfi og segir það algengt að tekist sé á innan flokka. „Stundum höfum við þótt gefa of mikið eftir og stundum hefur fólk verið mjög ánægt með þann árangur sem hefur náðst,“ segir Katrín. „Við vinnum af fullum heilindum og ég á ekki von á öðru en að samstarfsflokkarnir geri slíkt hið sama.“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að verulegt misklíð sé komið upp innan ríkisstjórnar. „Það er eins og það séu þrjár ríkisstjórnir að störfum í landinu, hver á sínu málefnasviði og flokkarnir eigi sífellt erfiðara með að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ sagði Eiríkur. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49