Lizzo sökuð um áreitni og fitusmánun Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 10:59 Lizzo hefur verið borin þungum ásökunum af fyrrverandi dönsurum við tónleikaferðalag hennar. Getty/Kevin Winter Þrír dansarar hafa höfðað mál gegn poppstjörnunni Lizzo vegna ásakana sem snúa að kynferðislegri áreitni, fitusmánun og því að hafa búið til fjandsamlegt vinnuumhverfi. Lizzo er þar sökuð um kynferðislegt áreiti, fordóma, líkamsárás og frelsissviptingu. Hún er einnig sökuð um að hafa fitusmánað dansara og fyrir að hafa beitt dansara þrýstingi til að snerta brjóst flytjanda. Þær Arianna Davis, Crystal Williams og Noelle Rodriguez eru dansararnir sem hafa höfðað málið gegn söngkonunni, fyrirliða dansteymis hennar og framleiðslufyrirtækinu Big Grrrl Big Touring (BGBT). Málið var höfðað í Los Angeles í gær en Lizzo hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar opinberlega. Ásakanir um fitusmánun Lizzoar koma sérstaklega á óvart en hún hefur talað mikið fyrir jákvæðri líkamsímynd og sagði í júní að hún væri búin að fá nóg af fitusmánun fólks á netinu. Lizzo fékk nóg af niðrandi ummælum netverja í júní og sagðist vera þreytt á að vera stöðugt fitusmánuð.Vísir/Getty Látin snerta brjóst á erótískum klúbbi Konurnar segja að þær hafi verið neyddar til að „þola kynferðislega niðrandi hegðun“ og þær hafi verið beittar þrýstingi í að „taka þátt í truflandi kynlífsatriðum“ á tímabilinu 2021 til 2023. Lizzo, réttu nafni Melissa Viviane Jefferson, er sökuð um að hafa beitt Ariönnu Davis þrýstingi til að snerta bert brjóst dansara í erótískum næturklúbbi í Amsterdam. Davis hafi í fyrstu neitað en gefið eftir af ótta við að framtíð hennar innan dansteymisins gæti beðið hnekki ef hún gerði það ekki. Lizzo hefur í gegnum tíðina verið mikill talsmaður sjálfsástar og hefur sagt að allir eigi að fá svigrúm til að líða vel í sínum líkama.Getty/Steve Jennings Þá heldur Davis því fram að bæði Lizzo og danshöfundurinn Tanisha Scott hafi fitusmánað hana á tónleikaferðalagi söngkonunnar. Þær hafi spurt hana hvort hún væri að eiga við erfiðleika af því hún væri ekki að sinna hlutverki sínu af heilum hug. Vill Davis meina að spurningar kvennanna hafi verið dulin leið til að velta sér upp úr þyngd hennar. Einnig segja dansararnir að þær hafi verið skammaðar af starfsfólki BGBT fyrir „óásættanlega og dónalega“ hegðun án þess að fá skýringu á því hver sú hegðun væri. Dansararnir segja að danshópurinn, sem samanstóð af hörundsdökkum konum, hafi verið eina fólkið sem þurfti að þola slíkar ákúrur og ummæli. Það hafi skinið í gegn að ummælin væru hlaðin „rasísku og fitufóbísku hatri“. Kristinn áróður og launaþjófnaður Einnig segir í gögnum málsins að dansfyrirliði hópsins, Shirlene Quigley, hafi þrýst kristinni trú sinni á dansarana og hæðst að þeim sem stunduðu kynlíf fyrir hjónaband. Einnig er hún sökuð um að hafa talað opinberlega um meydóm eins dansarans og skrifað um það á samfélagsmiðlum. Lizzo hefur vakið mikla athygli fyrir þverflautuspil sitt.Getty/Sean Zanni Ásakanir um kynþáttamismunun beinast að stjórnendum framleiðslufyrirtækisins BGBT. Því er haldið fram að komið hafi verið öðruvísi fram við svarta dansara en annað starfsfólk. Dansararnir þrír hafi verið sakaðar um að vera „latar, ófagmannlegar og með stæla“ og segir í gögnum málsins að slíkir frasar séu notaðir til að „lítillækka“ og „draga úr kjarki“ svartra kvenna og að hinir dansararnir hafi ekki þolað slíka meðferð. Sömuleiðis vilja konurnar meina að þær hafi ekki fengið rétt laun á meðan þær störfuðu við Evróputúr Lizzoar. Þær segjast aðeins hafa fengið 25 prósent af vikulegum uppbótarlaunum sínum á meðan þær voru ekki að dansa á meðan aðrir flytjendur fengu 50 prósent af þeim launum. Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Enginn filter, ekkert Facetune, bara rass og Yitty“ Söngkonan Lizzo vill efla sjálfsmynd allra með nýjum mótunarklæðnaði undir merkinu Yitty sem fer í loftið í dag. Sjálf hefur hún verið að twerka í nýju flíkunum á samfélagsmiðlum sem hefur vakið athygli neytenda. 12. apríl 2022 11:31 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Lizzo er þar sökuð um kynferðislegt áreiti, fordóma, líkamsárás og frelsissviptingu. Hún er einnig sökuð um að hafa fitusmánað dansara og fyrir að hafa beitt dansara þrýstingi til að snerta brjóst flytjanda. Þær Arianna Davis, Crystal Williams og Noelle Rodriguez eru dansararnir sem hafa höfðað málið gegn söngkonunni, fyrirliða dansteymis hennar og framleiðslufyrirtækinu Big Grrrl Big Touring (BGBT). Málið var höfðað í Los Angeles í gær en Lizzo hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar opinberlega. Ásakanir um fitusmánun Lizzoar koma sérstaklega á óvart en hún hefur talað mikið fyrir jákvæðri líkamsímynd og sagði í júní að hún væri búin að fá nóg af fitusmánun fólks á netinu. Lizzo fékk nóg af niðrandi ummælum netverja í júní og sagðist vera þreytt á að vera stöðugt fitusmánuð.Vísir/Getty Látin snerta brjóst á erótískum klúbbi Konurnar segja að þær hafi verið neyddar til að „þola kynferðislega niðrandi hegðun“ og þær hafi verið beittar þrýstingi í að „taka þátt í truflandi kynlífsatriðum“ á tímabilinu 2021 til 2023. Lizzo, réttu nafni Melissa Viviane Jefferson, er sökuð um að hafa beitt Ariönnu Davis þrýstingi til að snerta bert brjóst dansara í erótískum næturklúbbi í Amsterdam. Davis hafi í fyrstu neitað en gefið eftir af ótta við að framtíð hennar innan dansteymisins gæti beðið hnekki ef hún gerði það ekki. Lizzo hefur í gegnum tíðina verið mikill talsmaður sjálfsástar og hefur sagt að allir eigi að fá svigrúm til að líða vel í sínum líkama.Getty/Steve Jennings Þá heldur Davis því fram að bæði Lizzo og danshöfundurinn Tanisha Scott hafi fitusmánað hana á tónleikaferðalagi söngkonunnar. Þær hafi spurt hana hvort hún væri að eiga við erfiðleika af því hún væri ekki að sinna hlutverki sínu af heilum hug. Vill Davis meina að spurningar kvennanna hafi verið dulin leið til að velta sér upp úr þyngd hennar. Einnig segja dansararnir að þær hafi verið skammaðar af starfsfólki BGBT fyrir „óásættanlega og dónalega“ hegðun án þess að fá skýringu á því hver sú hegðun væri. Dansararnir segja að danshópurinn, sem samanstóð af hörundsdökkum konum, hafi verið eina fólkið sem þurfti að þola slíkar ákúrur og ummæli. Það hafi skinið í gegn að ummælin væru hlaðin „rasísku og fitufóbísku hatri“. Kristinn áróður og launaþjófnaður Einnig segir í gögnum málsins að dansfyrirliði hópsins, Shirlene Quigley, hafi þrýst kristinni trú sinni á dansarana og hæðst að þeim sem stunduðu kynlíf fyrir hjónaband. Einnig er hún sökuð um að hafa talað opinberlega um meydóm eins dansarans og skrifað um það á samfélagsmiðlum. Lizzo hefur vakið mikla athygli fyrir þverflautuspil sitt.Getty/Sean Zanni Ásakanir um kynþáttamismunun beinast að stjórnendum framleiðslufyrirtækisins BGBT. Því er haldið fram að komið hafi verið öðruvísi fram við svarta dansara en annað starfsfólk. Dansararnir þrír hafi verið sakaðar um að vera „latar, ófagmannlegar og með stæla“ og segir í gögnum málsins að slíkir frasar séu notaðir til að „lítillækka“ og „draga úr kjarki“ svartra kvenna og að hinir dansararnir hafi ekki þolað slíka meðferð. Sömuleiðis vilja konurnar meina að þær hafi ekki fengið rétt laun á meðan þær störfuðu við Evróputúr Lizzoar. Þær segjast aðeins hafa fengið 25 prósent af vikulegum uppbótarlaunum sínum á meðan þær voru ekki að dansa á meðan aðrir flytjendur fengu 50 prósent af þeim launum.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Enginn filter, ekkert Facetune, bara rass og Yitty“ Söngkonan Lizzo vill efla sjálfsmynd allra með nýjum mótunarklæðnaði undir merkinu Yitty sem fer í loftið í dag. Sjálf hefur hún verið að twerka í nýju flíkunum á samfélagsmiðlum sem hefur vakið athygli neytenda. 12. apríl 2022 11:31 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Enginn filter, ekkert Facetune, bara rass og Yitty“ Söngkonan Lizzo vill efla sjálfsmynd allra með nýjum mótunarklæðnaði undir merkinu Yitty sem fer í loftið í dag. Sjálf hefur hún verið að twerka í nýju flíkunum á samfélagsmiðlum sem hefur vakið athygli neytenda. 12. apríl 2022 11:31
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp