Umhverfisstofnun segir uppbygginguna „löngu tímabæra“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 13:58 Teikningar af svæðinu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir veitingastað og manngerðu lóni meðal annars. LANDMÓTUN OG VA ARKITEKTAR Umhverfisstofnun setur sig ekki upp á móti fyrirhugaðri uppbyggingu á ferðamannaaðstöðu í Landmannalaugum. Sviðstjóri náttúruverndar segir núverandi ástand á svæðinu óboðlegt. Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu sem samþykkt var í deiliskipulagi Rangárþings ytra árið 2017. Formaður umhverfissamtaka segir skipulagið kalla á massatúrisma sem verði ferðaþjónustu og ferðamönnum til ama. Skipulagsstofnun vill að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal ferðamanna áður en lengra er haldið. Í skipulaginu er annars gert ráð fyrir uppbyggingu á bílastæði og baðaðstöðu sem fyrir er við Námskvísl. Hins vegar er um að ræða byggingu veitingastaðar og manngerðs lóns við Námshraun. Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun segir úrbóta þörf á svæðinu sem hafi gengið sér til húðar. Í umsögn Umhverfisstofununar segir að ástand lands og innviða í Landmannalaugum hafi lengi verið mjög slæmt. Jákvætt sé því að ráðist verði í „löngu tímabærar endurbætur á svæðinu“. Aldrei hrifin af röskun á hrauni „Þetta svæði í kringum laugarnar sjálfar er það svæði sem við fögnum að loksins sé verið að laga. Taka mannvirkin þarna í gegn svo fólk upplifi óraskaða náttúru. Það þarf að endurheimta það eins og hægt er,“ segir Inga Dóra í samtali við fréttastofu. Inga Dóra Hrólfsdóttir.veitur Stofnuninni líst verr á uppbygginguna við Námshraun, sem er hluti af sama deiliskipulagi. „Þar er röskun á hrauni sem við erum að sjálfsögðu aldrei hrifin af. En af tveimur kostum þá töldum við það samt sem áður vera betra en að vera með þess háttar uppbyggingu alveg við laugarnar.“ Skipulagsstofnun hefur bent á að uppbyggingin muni hafa fjölgun ferðamanna í för með sér sem hefði neikvæð áhrif á svæðið. „Það gerir enn mikilvægara fyrir okkur að hafa innviði og stýringu inni á svæðinu sem væri þá í formi stíga og aðstöðu,“ segir Inga Dóra. Í umsögninnni segir að gjarnan megi setja fram skýrari hugmyndir um stýringu á fjölda ferðamanna til að draga úr álagi. Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu sem samþykkt var í deiliskipulagi Rangárþings ytra árið 2017. Formaður umhverfissamtaka segir skipulagið kalla á massatúrisma sem verði ferðaþjónustu og ferðamönnum til ama. Skipulagsstofnun vill að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal ferðamanna áður en lengra er haldið. Í skipulaginu er annars gert ráð fyrir uppbyggingu á bílastæði og baðaðstöðu sem fyrir er við Námskvísl. Hins vegar er um að ræða byggingu veitingastaðar og manngerðs lóns við Námshraun. Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun segir úrbóta þörf á svæðinu sem hafi gengið sér til húðar. Í umsögn Umhverfisstofununar segir að ástand lands og innviða í Landmannalaugum hafi lengi verið mjög slæmt. Jákvætt sé því að ráðist verði í „löngu tímabærar endurbætur á svæðinu“. Aldrei hrifin af röskun á hrauni „Þetta svæði í kringum laugarnar sjálfar er það svæði sem við fögnum að loksins sé verið að laga. Taka mannvirkin þarna í gegn svo fólk upplifi óraskaða náttúru. Það þarf að endurheimta það eins og hægt er,“ segir Inga Dóra í samtali við fréttastofu. Inga Dóra Hrólfsdóttir.veitur Stofnuninni líst verr á uppbygginguna við Námshraun, sem er hluti af sama deiliskipulagi. „Þar er röskun á hrauni sem við erum að sjálfsögðu aldrei hrifin af. En af tveimur kostum þá töldum við það samt sem áður vera betra en að vera með þess háttar uppbyggingu alveg við laugarnar.“ Skipulagsstofnun hefur bent á að uppbyggingin muni hafa fjölgun ferðamanna í för með sér sem hefði neikvæð áhrif á svæðið. „Það gerir enn mikilvægara fyrir okkur að hafa innviði og stýringu inni á svæðinu sem væri þá í formi stíga og aðstöðu,“ segir Inga Dóra. Í umsögninnni segir að gjarnan megi setja fram skýrari hugmyndir um stýringu á fjölda ferðamanna til að draga úr álagi.
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira